Að setjast niður og setja í hlutlausan

Karlmenn þurfa að þora að vera þeir sjálfir, en nota ...
Karlmenn þurfa að þora að vera þeir sjálfir, en nota bene, fyrst þurfa þeir að vita hver „þessi sjálfur“ er. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Út frá samfélagslegum þrýstingi neyðast karlmenn ómeðvitað til að dvelja meira í höfðinu en hjartanu, og við ætlum á þessu námskeiði að draga fram hið ólógíska eðli hjartans og spila á strengina þarna á milli,“ segir Ólafur Stefánsson um Karlakakó sem hann mun leiða.

„Hugmynd mín með þessu námskeiði er að skoða með þátttakendum hvar karlmaðurinn er kröftugastur og bjartastur. Til dæmis værum við að skoða afann, spyrja okkur að því hvað það er í afanum sem við elskum. Afinn, þessi vitri maður sem er laus við allt vesen, hann er víðsýnn, tímalaus og slakur. Þessi afi sem hefur áttað sig á lífinu, ekki afinn sem hefur gefist upp og er reiður. Það er hægt að sækja margt í þessa orku hins aldna og vitra, en sem annað dæmi er líka hægt að sækja margt í kraftamikla orku hins viðkvæma unglingsstráks,“ segir Ólafur Stefánsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, sem verður með námskeið fyrir karla sem hefst nú í janúar undir heitinu Karlakakó.

Óli segir námskeiðið skiptast í þrennt, fyrstu tveir tímarnir af sex fari í að spyrja sig: Ert það þú sem ert við stjórn í þínu lífi? Tekurðu ábyrgð á öllu eða ertu ennþá að láta fortíðina þyngja þig? Hvað er skilyrðing? Ertu staddur í einni slíkri og ef svo er, er til leið út úr því?

„Þá kemur að miðhluta námskeiðsins sem gengur út á að staldra við og kalla fram kannski sína eigin rödd sem legið hefur í dvala. Að hefja leitina að eigin rödd getur verið þjáningarfullt ferli hvort sem um karl eða konu er að ræða, og krefst vissulega hugrekkis. Ég nota oft líkinguna um golfleikara sem ætlar að skipta um sveiflu eða breyta um stíl, það er líklegt að hann verði lélegur í a.m.k. þrjú ár. Þessi vinna krefst síaukins sjálfstals óskasjálfsins og hins sjálfsins sem telur eða telur ekki að breytinga sé þörf. Fyndna þversögnin þarna er að bara sú staðreynd að þér finnist þú þurfa að breytast, er líklega það sem tefur þig mest í átt að sjálfssátt.

Og í síðustu tvö skiptin mun verða spurt: Þegar þú veist að sá sem þú vilt vera sem karlmaður, það fallegasta í karlmennskunni, er við stjórn og tekur ákvarðanir, þá er kannski vilji til að óska sér upp á nýtt.

Ég ætla að nota síðustu tvo tímana á námskeiðinu til að gera æfingar í að sjá sig fyrir sér í þeim aðstæðum sem viðkomandi vill vera í. Djúp sjálfsskoðun getur verið nokkuð háskaleg ferð og margir hafa týnst á leiðinni. Að finna óskasjálfið sitt er svolítið eins og að reyna að finna gullið á enda regnbogans. En það er auðvitað sá staður sem við ómeðvitað leitum öll að, því í því er falinn leyndardómurinn að veruleikanum sjálfum.“

Hin eilífa saga þjakaða pabba

Óli segir að leiðir í leitinni að óskasjálfinu geti verið margar og ólíkar, en á þessu tiltekna námskeiði hjá honum verði notast við hreint kakó frá indíánum.

„Það opnar hjarta fólks á mjúkan hátt. Oft er sagt að kaffið sé hausinn á okkur en hreint kakó sé hjartað. Það er gott fyrir alla að reyna að hafa jafnvægi þar á milli. Út frá samfélagslegum þrýstingi neyðast karlmenn ómeðvitað til að dvelja meira í höfðinu en hjartanu, og við ætlum á þessu námskeiði að draga fram hið ólógíska eðli hjartans og spila á strengina þarna á milli.“ Óli segist líka ætla að koma inn á það sem flestir karlar þekkja þegar þeir komast á fullorðinsár, hina miklu kröfu um að þeir keyri af stað af krafti og framkvæmi. „Það þarf að opna fyrir minni dómhörku á vinnustöðum gagnvart persónuleika hvers og eins karlmanns. Það er svo sterkt í okkur að halda að ef einhver fellur ekki alveg inn í fyrirframhugmyndir okkar um hvernig fólk á að haga sér í vinnunni, þá sé viðkomandi að standa sig illa. Mér tókst að halda því að fá að vera svolítið skrýtinn í minni vinnu í 20 ár, til dæmis að gera það sem ég vildi gera við minn frítíma án þess að það bitnaði á vinnuframlagi mínu. Það er svo djúpt í okkur að efast um praktíska hæfni þeirra sem gera hlutina aðeins „öðruvísi“. En þetta er að lagast, stjórnendur fyrirtækja eru orðnir meðvitaðir um að fjölbreytileiki í röðum starfsmanna er kostur. Skrýtni gaurinn er alveg jafn verðmætur og hinir sem falla meira að viðteknum hugmyndum. Karlmenn þurfa að þora að vera þeir sjálfir, en nota bene, fyrst þurfa þeir að vita hver „þessi sjálfur“ er. Öll þessi vaxandi spenna í vinnu karlmanna sem skapast af pressunni að standa sig, á það til að blása út inni á heimilinu og er hin eilífa saga hins þjakaða pabba sem ber í sér hörku forfeðra sinna, sem líka þurftu að standa undir einhverri tegund af karlmennsku á tímum þar sem lífið var í alvöru saltfiskur. Sjáðu langafa þinn fyrir þér í kundalini. Leiðin út úr þessum „syndum feðranna“, sem í raun voru kannski aldrei syndir, er fyrir karlmanninn að setjast niður, setja í hlutlausan, skoða sig í stærra samhengi og ímynda sér aðra möguleika veruleiksins. Allt þjóðfélagið er að ýta karlmanninum í ákveðinn hugsunarhátt.“

Hin grátlega, kosmíska fyndni

Óli segir karlmanninn ekki hafa eðlislægt þann sjálfskoðara sem konan hafi, sem geri honum vissulega kleift að fara hraðar yfir í framkvæmdum heldur en konan, en hann skilji fyrir vikið stundum eftir sig sviðna jörð. Og konan þarf oft að koma í kjölfarið og laga til.

„Þetta er saga mannskepnunnar í gegnum árhundruðin. Þetta er hin grátlega kosmíska fyndni, leikur hinna tveggja afla, karla og kvenna, sem lífið hefur búið til. Afla sem eru ólík en eru alltaf að reyna að skilja hvort annað, breyta hvort öðru og endalaust að vesenast hvort í öðru,“ segir Óli.

„Vegna einfaldleika og hraða karlmannsins tekur hann oft miður góðar ákvarðanir sem bitna á honum sjálfum og samfélaginu öllu.

Við búum enn í mjög karllægu samfélagi þó við höldum annað, allar ákvarðanir eru karllægar og líka menningin. Við sjáum þetta í kristninni, dómskerfinu, bankakerfinu og stjórnum landsins, þetta er allt enn stútfullt af körlum. Þetta er það sem stjórnar allri orkunni hjá okkur og við erum hugsanlega miklu lengra frá því en við höldum að fá inn kvenlæga orku í ákvarðanatökur, fyrirtækjamenningu, listsköpun, læknisfræðina og annað sem er hluti af lífi okkar.“

Samanstendur af sögum, léttleika, skýrleika og „peppi“

Í auglýsingu námskeiðsins kemur fram: Andagift býður upp á 6 vikna námskeið fyrir karla sem samanstendur af sögum, léttleika, skýrleika og „peppi“ sem miða að því marki að birta karlmanninn í sinni kröftugustu og fegurstu mynd. Gerðar verða æfingar til að átta sig á stærð sinni nú þegar, auk þess að draga draumsýn sína (óskasjálfið) inn í veruleikinn. Þar er notast við kakó, leidda hugleiðslu með tónslökun. Kennt er á mánudögum frá 21. jan til 25. feb. frá kl. 19.45 til 21.00.

Farið verður í ferðalag þar sem við áttum okkur á persónunni, komum auga á grímurnar okkar, leggjum þær niður og setjum í hlutlausan. Njótum slökunar og sköpum rými fyrir skýra drauma og frjálsari huga. Súkkulaðið sem notast er við er 100% hreint og kemur frá Gvatemala. Það hefur þann eiginleika að skerpa einbeitingu og færa okkur dýpri hugleiðslu og slökun. Kennari er Ólafur Stefánsson. Skráning á vefsíðu: andagift.is/vara/karlakako. Eða senda tölvupóst á netfangið: andagift@andagift.is.

Innlent »

Enginn samningur og ekkert samráð

21:58 Stjórn Neytendasamtakanna hafa áhyggjur af stöðu leigjendamála á Íslandi og lýsir yfir furðu á samráðsleysi við samtökin í tengslum við tillögur átakshóps við vanda á húsnæðismarkaði. Þá gagnrýnir stjórnin að samningur Neytendasamtakanna og ríkisins um leigjendaaðstoð hafi ekki verið endurnýjaður. Meira »

Lögreglan varar við grýlukertum

21:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við grýlukertum en þau eru víða að finna þessa dagana. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að nokkur hætta geti stafað af grýlukertum og því sé full ástæða til að hvetja vegfarendur til að sýna aðgát, ekki síst á miðborgarsvæðinu. Meira »

Sleginn ítrekað í andlitið

21:26 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa veist með ofbeldi að öðrum manni í Mosfellsbæ og slegið hann ítrekað með krepptum hnefa í andlitið. Meira »

Óvíst með lögmæti upplýsingagjafar

20:39 Félagsmálaráðuneytið sér sér ekki fært að afhenda Alþingi upplýsingar um kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs árin 2008 til 2017 vegna lagalegrar óvissu um heimild til opinberrar birtingar slíkra persónuupplýsinga. Meira »

Favourite fer í almenna sýningu

20:25 Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru gerðar opinberar í gær og eru þar í forystu Netflix-kvikmyndin Roma og kvikmyndin The Favourite, sem hljóta tíu tilnefningar hvor, meðal annars sem kvikmyndir ársins. Athygli hefur vakið að The Favourite hefur ekki verið í sýningu hér á landi. Meira »

Sjáum slaka í félagslegu taumhaldi

19:36 Samvera grunnskólabarna í 9. og 10. bekk á Akureyri með foreldrum sínum mældist örlítið undir landsmeðaltali í könnun Rannsókna og greininga. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, segir akureyrsk ungmenni annars koma svipað út og ungmenni annars staðar. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

19:31 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóinu í kvöld en hann hljóðaði upp á tæpa 1,2 milljarða króna. Enginn hlaut heldur annan vinning, þar sem rúmar 33 milljónir króna voru í boði. Meira »

Auglýsti eftir líffæri á Facebook

19:30 Það var alger tilviljun að líffæragjafi og líffæraþegi kæmu að uppsetningu sýningarinnar „LÍFfærin," sýningu nýrra glerlíffæra í Ásmundarsal. Sýningin er unnin í samstarfi Ásmundarsalar og Corning Museum of Glass, Siggu Heimis, Gagarín og fleiri listamanna. Meira »

Rafvæðing dómstóla til skoðunar

19:17 Ómar R. Valdimarsson lögmaður segir miðlæga gagnagátt í dómsmálum geta straumlínulagað dómskerfið, flýtt málsmeðferð og sparað samfélaginu töluverða fjármuni. Nokkur umræða skapaðist í Facebook-hóp lögfræðinga í gær þar sem Ómar vakti máls á óhagræðinu sem fylgir núverandi fyrirkomulagi dómstóla. Meira »

Gjaldeyrisbrask og hlutabréfaást í héraði

18:36 Alls gáfu átta vitni skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, við aðalmeðferð máls sem varðar innherjasvik fyrrverandi forstöðumanns hjá Icelandair. Lýstu vitnin meðal annars braski með japönsk jen og ást eins ákærða á hlutabréfamörkuðum, sem rekja megi allt til barnæsku. Meira »

Börnin blómstra í íþróttastarfinu

18:30 Þátttaka er sigur! Íþróttafélagið Ösp er opið öllum, ekki síst börnum með sérþarfir. Starf félagsins var kynnt um helgina. Boltagreinar, boccia og frjálsar íþróttir eru í boði og fleira er væntanlegt á dagskrána. Meira »

Skýringar á áverkum oft fáránlegar

18:26 Áverkar á börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi eru allt öðruvísi en þeir áverkar sem koma af slysförum segir Gestur Pálsson barnalæknir. Hann segir að oft séu skýringar á áverkum fáránlegar og læknar sem skoði börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi sjá að skýringin á ekki við. Meira »

Virkja Tungufljót í Biskupstungum

18:00 Góður gangur er í framkvæmdum við byggingu Brúarvirkjunar í Tungufljóti í Biskupstungum og um 60 manns eru þar nú að störfum. Meira »

Brekkurnar loksins opnaðar

17:30 Opnun Skíðasvæðisins í Bláfjöllum hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóra, en svæðið opnaði í fyrsta skipti í vetur í dag. Skíðafólk lét ekki bíða eftir sér og mbl.is var á staðnum þegar fyrstu ferðirnar niður fjallið voru í skíðaðar í frábæru færi. Meira »

„Vasar þeirra ríku dýpka“

17:11 „Stefna Samfylkingarinnar er skýr um jöfn tækifæri allra,“ sagði Bjartur Aðalbjörnsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sem flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Hann sagði samneyslu þar sem gæðunum sé jafnt dreift þannig að öllum séu tryggð lífsviðurværi sé leiðin. Meira »

Tíu bækur tilnefndar

16:30 Tíu bækur voru fyrir stundu tilnefndar til Viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir árið 2018. Verðlaunin sjálf verða afhent í Þjóðarbókhlöðunni 3. mars og nema verðlaunin 1.250.000 krónum. Meira »

Samþykkti kerfisáætlun Landsnets

16:26 Fyrir helgi var tekin ákvörðun um það af hálfu Orkustofnunar að samþykkja kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2018-2027.   Meira »

„Ekkert nýtt“ að fá sér bjór á vinnutíma

16:22 „Ég fékk póst,“ segir Karl Gauti Hjaltason þingmaður, um tölvupóst sem honum barst frá Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar og nefndarmanni í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, á meðan fundi nefndarinnar stóð 1. júní í fyrra. Í póstinum stendur að hún, og fleiri þingmenn, hefðu brugðið sér á barinn Klaustur. Meira »

Samþykktu breytingar á Hamraneslínu

16:14 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að veita Landsneti tvö framkvæmdaleyfi fyrir breytingum á legu Hamraneslínu 1 og 2. Meira »
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterkbyggðu HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Mex byggi...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
NUDD- LÁTTU ÞER LIÐA VEL.
Slakaðu á og láttu þer líða vel.Nudd er fyrir likamlega og andlega vellíðan. ...