Sjálfsafgreiðslan vekur spurningar

Á undanförnum misserum hefur sjálfsafgreiðsla færst í vöxt í daglegum viðskiptum fólks hérlendis. Þróun á tækninni er ör og ljóst að stærri fyrirtæki munu færa sig sífellt lengra í þá átt. 

Viðtökur almennings hafa verið góðar líkt og fjallað var um í Morgunblaðinu í vikunni en sjálfsafgreiðslukassa er að finna í Krónunni, IKEA og Bónus. Í fimm af 33 verslunum Bónuss geta viðskiptavinir afgreitt sig sjálfir og að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins kjósa 45% þeirra að gera það.

Í verslun Krónunnar í Nóatúni 17 hefur fyrirkomulagið verið um nokkurra mánaða skeið og að sögn Guðlaugs Hannessonar verslunarstjóra nýta um 60% viðskiptavina verslunarinnar sjálfsafgreiðslukassana og hefur hlutfallið farið vaxandi.    

60% viðskiptavina Krónunnar í Nóatúni nýta sér sjálfsafgreiðslukassana.
60% viðskiptavina Krónunnar í Nóatúni nýta sér sjálfsafgreiðslukassana. mbl.is/Hallur Már

Hvaða spurningar vakna við sjálfsafgreiðslu?

Nýrri tækni fylgja þó nýjar áskoranir. „Hvað gerist ef neytandanum verður á? Hver ber ábyrgð á mistökum [í sjálfsafgreiðslu]?“ Þetta segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, vera spurningu sem fylgi aukinni sjálfvirkni í viðskiptum. Dæmi sé um að viðskiptavinur hafi verið þjófkenndur fyrir að hafa gert mistök við sjálfsafgreiðslu. 

Geta verslanir ýtt allri ábyrgð á að skanna vörur rétt yfir á neytendur? Guðlaugur segir að ávallt sé starfsmaður á vakt við sjálfsafgreiðslukassana sem aðstoði fólk þegar eitthvað kemur upp og þar njóti viðskiptavinirnir alltaf vafans. Líklega verður þessi spurning fljótlega úrelt þar sem verið er að þróa og innleiða tækni í verslanir þar sem skynjarar sjá allar hreyfingar á vörum út úr verslunum. Þannig verða mistök við skönnun útilokuð en einnig eru bundnar vonir við að þannig megi útrýma þjófnaði úr verslunum. Þjófnaður úr verslunum er gríðarstórt vandamál í vestrænum samfélögum og upphæðirnar sem verslanir þurfa að afskrifa á ári hverju vegna þjófnaðar eru svimandi háar. 

Önnur spurning vegna sjálfvirkninnar lýtur að vöruverði og Breki segir alveg ljóst að þróunin ætti að skila neytendum verðlækkunum. Hins vegar séu störfin sem tapist yfirleitt láglaunastörf og því óljóst hversu mikil sú lækkun ætti að vera. 

Í myndskeiðinu er farið í verslunarferð í Krónuna og fylgst með því hvernig sjálfsafgreiðslukassarnir virkuðu hjá formanni Neytendasamtakanna. 

Viktin er mikilvæg í sjálfsafgreiðslu hjá Krónunni. Passa verður upp ...
Viktin er mikilvæg í sjálfsafgreiðslu hjá Krónunni. Passa verður upp á að leggja einungis vörur sem búið er að skanna inn á hana. mbl.is/Hallur Már
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Virkja Tungufljót í Biskupstungum

18:00 Góður gangur er í framkvæmdum við byggingu Brúarvirkjunar í Tungufljóti í Biskupstungum og um 60 manns eru þar nú að störfum. Meira »

Brekkurnar loksins opnaðar

17:30 Opnun Skíðasvæðisins í Bláfjöllum hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóra, en svæðið opnaði í fyrsta skipti í vetur í dag. Skíðafólk lét ekki bíða eftir sér og mbl.is var á staðnum þegar fyrstu ferðirnar niður fjallið voru í skíðaðar í frábæru færi. Meira »

„Vasar þeirra ríku dýpka“

17:11 „Stefna Samfylkingarinnar er skýr um jöfn tækifæri allra,“ sagði Bjartur Aðalbjörnsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sem flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Hann sagði samneyslu þar sem gæðunum sé jafnt dreift þannig að öllum séu tryggð lífsviðurværi sé leiðin. Meira »

Tíu bækur tilnefndar

16:30 Tíu bækur voru fyrir stundu tilnefndar til Viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir árið 2018. Verðlaunin sjálf verða afhent í Þjóðarbókhlöðunni 3. mars og nema verðlaunin 1.250.000 krónum. Meira »

Samþykkti kerfisáætlun Landsnets

16:26 Fyrir helgi var tekin ákvörðun um það af hálfu Orkustofnunar að samþykkja kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2018-2027.   Meira »

„Ekkert nýtt“ að fá sér bjór á vinnutíma

16:22 „Ég fékk póst,“ segir Karl Gauti Hjaltason þingmaður, um tölvupóst sem honum barst frá Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar og nefndarmanni í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, á meðan fundi nefndarinnar stóð 1. júní í fyrra. Í póstinum stendur að hún, og fleiri þingmenn, hefðu brugðið sér á barinn Klaustur. Meira »

Samþykktu breytingar á Hamraneslínu

16:14 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að veita Landsneti tvö framkvæmdaleyfi fyrir breytingum á legu Hamraneslínu 1 og 2. Meira »

Björguðu kindum úr sjálfheldu

16:05 Sextán björgunarsveitarmenn úr Grindavík björguðu fjórum kindum úr sjálfheldu á klettasyllu í Bæjarfelli við Krísuvík í gærkvöldi. Talsmaður björgunarsveitarinnar segir að kletturinn sé um 30 metra hár og voru kindurnar fastar á syllunni um átta metra neðan við bjargbrún. Meira »

Flýgur áfram til Íslands í sumar

15:46 Bandaríska flugfélagið American Airlines hyggst fljúga áfram á milli Íslands og Dallas-borgar í Bandaríkjunum í sumar líkt og félagið gerði síðasta sumar. Hins vegar hafa íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air bæði hætt að fljúga til borgarinnar. Meira »

Vilja fjögurra þrepa skattkerfi

15:27 Miðstjórn ASÍ samþykkti á fundi sínum í dag tillögur efnahags-, skatta- og atvinnumálanefndar sambandsins um breytingar á skattkerfinu sem auka jöfnuð og ráðstöfunartekjur meginþorra launafólks. Meira »

Heita fundarlaunum fyrir bílinn

15:23 Eigendur bifreiðar af gerðinni Land Rover Discovery, sem stolið var frá Bjarnarstíg í Reykjavík í fyrrinótt, hafa ákveðið að veita 200 þúsund krónur í fundarlaun í von um að bíllinn finnist. Meira »

Óuppfyllt íbúðaþörf mun minnka

15:16 „Tillögurnar munu auka framboð, tryggja stöðugleika á markaðnum og lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá viðkvæmum hópum, komist þær til framkvæmda,“ segir Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs, í samtali við mbl.is, um nýjar húsnæðistillögur átakshóps ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í gær. Meira »

Fiskistofa ítrekað bent á vandann

15:14 Stjórnendur Fiskistofu hafa ítrekað bent á þann vanda sem við er að etja vegna eftirlits með fiskveiðum. Þeir telja skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlitshlutverk Fiskistofu vandaða og að hún bendi réttilega á margvíslega erfiðleika í þessum efnum. Meira »

Þjórsárdalur friðlýstur í heild

15:00 Minjastofnun hefur gert tillögu að friðlýsingu alls búsetulandslags Þjórsárdals. Tillagan er unnin samhliða tillögu að friðlýsingu náttúruminja í hluta dalsins. Gangi áform Minjastofnunar eftir verður Þjórsárdalur fyrsta svæðið til að hljóta friðlýsingu í heild sinni en hingað til hefur tíðkast að friðlýsa staka minjastaði. Meira »

Skilur ekki af hverju hann er ákærður

14:55 Aðkoma Kjartans Bergs Jónssonar að því máli, sem nú er til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur, er afar takmörkuð, að hans eigin sögn, en hann gaf skýrslu núna eftir hádegið og sagðist þar meðal annars ekki einu sinni skilja þann lið ákærunnar sem beinist að honum. Meira »

Tölum ekki í farsímann við akstur

14:30 Í átaki Samgöngustofu og fleiri sem ber yfirskriftina Höldum fókus eru farnar nýjar leiðir til að minna ökumenn á hversu hættulegt það er að nota símann undir stýri. Meira »

Bíógagnrýni: Glass og Close

14:00 Raggi Eyþórsson, bíógagnrýnandi og framleiðandi, gaf Glass og Close ekki beint góða dóma, en þó eru greinilega ágætissprettir í hvorri mynd um sig. Meira »

„Verður ekki gefinn mikill tími“

13:51 „Ég held að það sé alveg morgunljóst að enn ber gríðarlega mikið í milli,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við mbl.is. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins funduðu í morgun ásamt viðsemjendum sínum; fulltrúum VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur. Meira »

Innherjinn kveðst „japanskur í hugsun“

13:28 Nú hafa tveir sakborningar af þremur lokið við að gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem fram fer aðalmeðferð í innherjasvikamáli, tengdum viðskiptum með afleiður, sem byggðust á hlutabréfaverði í Icelandair Group. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Solbadsstofan Super sól
Solbadsstofan Super sól med nyir bekkir ,standandi og ligjandi ,ljos og kolagen ...
Ljósmyndanámskeið fyrir byrjendur
Ljosmyndari.is býður upp á fjölmörg námskeið á árinu 2019. 2ja daga ljósmyndanám...