Snjókorn falla í borginni

Svona var umhorfs við gatnamót Miklubrautar og Lönguhlíðar í Reykjavík …
Svona var umhorfs við gatnamót Miklubrautar og Lönguhlíðar í Reykjavík í morgun. mbl.is/​Hari

Það byrjaði að snjóa á höfuðborgarsvæðinu nú fyrir hádegi en það stemmir við spá Veðurstofu Íslands sem segir að það sé útlit fyrir vetrarlegra veður á landinu en verið hefur í janúar. Í dag gengur í norðaustanátt með snjókomu eða éljum í flestum landshlutum, en slyddu við suðurströndina.

Spáð er norðaustlægri átt, 8-15 m/s, upp úr hádegi, hvassast norðan til. Bætir heldur í vind þegar líður á daginn, hvassviðri eða jafnvel stormur um landið norðvestanvert og él, en heldur hægari vindur og snjókoma, um landið norðaustanvert og má því búast við lélegu skyggni á þeim slóðum og vetrarfærð.

Svona var umhorfs á tólfta tímanum fyrir utan ritstjórnarskrifstofur mbl.is.
Svona var umhorfs á tólfta tímanum fyrir utan ritstjórnarskrifstofur mbl.is. mbl.is/Jón Pétur

Einnig má búast við snjómuggu sunnan til á landinu þó að þar verði mun hægari vindur. Dregur úr vindi og ofankomu í nótt og á morgun og birtir víða til.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert