Átakshópur í kapphlaupi við tímann

Hópurinn var skipaður í lok nóvember, í kjölfar 12. samráðsfundar …
Hópurinn var skipaður í lok nóvember, í kjölfar 12. samráðsfundar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við vinnum hörðum höndum að því að standa við þetta,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna og annar formaður átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði.

Hópurinn var skipaður í lok nóvember í kjölfar 12. samráðsfundar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins og er ætlað að kynna heildstæða lausn á viðfangsefnum sínum fyrir stjórnvöldum og heildarsamtökum á vinnumarkaði eigi síðar en 20. janúar.

„Vinnan er í gangi og það er markmiðið að þetta náist,“ segir Gísli.

Auk Gísla gegnir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, formannsstöðu í átakshópnum. Auk þeirra sitja í hópnum þrír full­trú­ar frá ríki, tveir frá sveit­ar­fé­lög­um og þrír frá heild­ar­sam­tök­um á vinnu­markaði.

Allir af vilja gerðir

„Þetta hefur verið unnið í mikilli sátt, en við erum enn að skoða ýmis atriði. Það eru allir af vilja gerðir til þess að ná góðri niðurstöðu,“ segir Gísli.

Stéttarfélög hafa lagt mikla áherslu á uppsafnaða þörf fyrir hagkvæmar íbúðir fyrir yfirstandandi og komandi kjaraviðræður, en fyrir liggur að á árunum 2013 til 2017 hafi íbúðum fjölgað um 6.500, en að mati Íbúðalánasjóðs hefði þeim þurft að fjölga um 16.000 til þess að mæta að fullu þeirri þörf fyrir íbúðir sem skapast hefur á tímabilinu.

mbl.is