Þung umferð á Vesturlandsvegi

Reynt hefur á þolinmæði vegfarenda á leið til vinnu á Vesturlandsvegi í morgun. Snjókoma hefur gert það að verkum að umferðin hreyfist hægt og teygði biðröðin sig nánast að bæjarmörkunum í Mosfellsbæ þegar mest lét. Mikil fjölgun íbúa í bænum að undanförnu hefur aukið umferðarálag á leiðinni til muna.

Í myndskeiðinu má sjá halarófu bifreiða á veginum á milli Korputorgs og verslunar Bauhaus.

mbl.is

Bloggað um fréttina