Breyting fjölgar ekki birtustundum

mbl.is/Hari

Vegna legu landsins á hárri breiddargráðu eru birtustundir fáar í boði á Íslandi um hávetur og þeim fjölgar ekki með breytingu á stillingu klukkunnar, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Nú í morgunsárið er norðanátt allsráðandi á landinu og hefur frostið farið undir 14 gráður í Skagafirði.

„Strekkingur er algengur styrkur hennar, en alltaf er þó breytileiki í vindhraða í flóknu landslagi. Það má til dæmis nefna að á suðausturhorninu eru vindstrengir af styrk hvassviðris þar sem kalt loft steypir sér niður af Vatnajökli. Stærstur hluti höfuðborgarsvæðisins er hins vegar í hægviðri í skjóli fjalla.

Eins og svo oft áður í norðanátt verða él norðan- og austanlands. Sunnan heiða er hins vegar léttskýjaður dagur í vændum og því útlit fyrir að sjáist til sólar. Gallinn er hins vegar sá að vegna legu landsins á hárri breiddargráðu eru birtustundir fáar í boði á Íslandi um hávetur og þeim fjölgar ekki með breytingu á stillingu klukkunnar. 

Í kvöld hefur norðanáttin gengið niður og dregið úr éljunum. Eins og oft vill verða þegar lægir eftir norðanátt, þá nær frostið sér á strik. Loftið er kalt í grunninn. Í hægum vindi og léttskýjuðu veðri kólnar einnig grunnt lag af lofti næst jörðu vegna útgeislunar. Segja má að kuldinn í kvöld sé því bæði aðfluttur og heimatilbúinn, líkur eru á að frost nái að mælast 10 stig eða meira í flestum landshlutum. 

Á morgun nálgast tiltölulega veikluleg vetrarlægð úr suðvestri og sendir úrkomubakka inn á land. Úrkoman í þeim bakka verður yfirleitt snjókoma, en með suðurströndinni nær að hlýna rétt upp fyrir frostmark og þar færir úrkoman sig því yfir í slyddu eða rigningu. Á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra helst þó úrkomulaust lengst af á morgun,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Það er kuldalegt á landinu og ef eitthvað er þá ...
Það er kuldalegt á landinu og ef eitthvað er þá bætir í frostið. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurspá fyrir næstu daga

Norðan 8-15 m/s, en 15-20 í vindstrengjum suðaustan til á landinu. Él norðan og austanlands, annars léttskýjað. Lægir smám saman í dag og dregur úr éljum. Frost 2 til 8 stig, en kólnar meira í kvöld.
Austlæg átt 5-10 á morgun. Yfirleitt þurrt norðvestan- og vestanlands. Snjókoma með köflum annars staðar og slydda eða rigning með suðurströndinni. Hiti rétt yfir frostmarki syðst og minnkandi frost í öðrum landshlutum.

Á fimmtudag:

Austlæg átt 5-10 m/s. Bjartviðri norðvestan- og vestanlands. Snjókoma með köflum annars staðar og slydda syðst. Hiti rétt yfir frostmarki með suðurströndinni, en allt að 8 stiga frost í innsveitum fyrir norðan. 

Á föstudag:
Austlæg átt 3-8 og dálítil él á víð og dreif, en skúrir með suðurströndinni. Hiti breytist lítið. 

Á laugardag:
Suðaustan 10-18 og rigning eða slydda, hiti 0 til 5 stig. Þurrt norðaustan til og vægt frost. Suðvestlægari síðdegis með snjókomu eða slyddu og síðar éljum á sunnan- og vestanverðu landinu. 

Á sunnudag:
Suðvestanátt og él, en léttskýjað norðaustan- og austanlands. Frost 0 til 5 stig. 

Á mánudag:
Ákveðin suðaustanátt með rigningu, slyddu eða snjókomu, en úrkomulítið norðanlands. Hiti kringum frostmark. 

Á þriðjudag:
Austlæg átt með úrkomu á austurhelmingi landsins, en þurrt vestan til. Hiti nálægt frostmarki.

mbl.is

Innlent »

„4 milljóna króna laun eru ekki hófleg“

16:07 „Fjögurra milljóna króna laun eru ekki hófleg í neinum þeim veruleika sem við þekkjum til,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag. Voru orð hennar svar við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Meira »

Húsnæði fyrir flóttafólk mesta áskorunin

15:50 Stærsti fyrirvari Blönduósbæjar við móttöku sýrlenskra fjölskyldna á flótta er að finnist nægilegt húsnæði, segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar, í samtali við mbl.is. Sveitarstjórn bæjarins samþykkti í síðustu viku að að taka við flóttafólki samkvæmt beiðni frá félagsmálaráðuneytinu. Meira »

Hóta að taka fé úr stýringu hjá Kviku

15:24 VR segist ekki sætta sig við að Almenna leigufélagið hafi hækkað leigu um tugþúsundir króna í einhverjum tilfellum og gefið leigjendum fjóra daga til að samþykkja hækkunina. Krefst VR þess að áformin séu dregin til baka, en að öðrum kosti ætli félagið að taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá Kviku banka, en um er að ræða 4,2 milljarða. Meira »

Mótmæla við Landsbankann

15:03 Hópur fólks er saman kominn fyrir utan húsnæði Landsbankans í Austurstræti til þess að mótmæla launum bankastjórans. Sjá má af skiltum fólksins að farið er fram á að laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur verði lækkuð. Meira »

Unnur Brá tekur á ný sæti á Alþingi

14:52 Unnur Brá Konráðsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur í dag sæti á Alþingi fyrir Ásmund Friðriksson, alþingismann flokksins. Unnur Brá starfar sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, skipuð af forsætisráðherra í fyrra, og var henni falið að sinna verkefnisstjórn við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Meira »

Tvö snjóflóð féllu á Ólafsfjarðarveg

14:42 Tvö snjóflóð féllu með stuttu millibili yfir þjóðveginn við Sauðanes milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar um hádegisbil.   Meira »

Stafrænt kynferðisofbeldi til umræðu

13:59 Nú klukkan 14:00 hefst fundur í Háskóla Reykjavíkur um stafrænt kynferðisofbeldi, en frumvarp sem tekur á slíku ofbeldi liggur nú fyrir Alþingi í annað skiptið. Verður meðal annars rætt um stöðuna á slíku ofbeldi, hvaða refsingar búa við slíkum brotum og þá vernd sem er til staðar. Meira »

Mikill meirihluti vill kvótakerfið áfram

13:49 Mikill meirihluti mjólkurframleiðenda vill ekki afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu heldur halda í það. Samtals var það afstaða tæplega 90% af þeim 493 mjólkurframleiðendum sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu Bændasamtakanna, en atkvæðagreiðslu um málið lauk nú á hádegi í dag. Meira »

„Aldrei heyrt um loðnu svo sunnarlega“

13:48 „Við fengum aflann í sex holum þannig að það gekk vel að veiða. Veiðisvæðið var um 300 mílur suður af Rockall en það er sunnan við mitt Írland. Við þurftum að sigla 790 mílur heim til að landa og það er andskoti langt,“ segir Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Berki NK, sem kom til Neskaupstaðar í gærmorgun með tæplega 2.300 tonn af kolmunna. Vel gekk að fylla skipið að hans sögn. Meira »

Ríkið leitar hugmynda um framtíðina

13:40 Framtíðarnefnd forsætisráðherra leitar nú að rökstuddum hugmyndum að sviðsmyndum í framtíðinni frá bæði almenningi og hagsmunaaðilum, en markmið nefndarinnar er að skapa grundvöll fyrir umræðu um þróun mikilvægra samfélagsmála til lengri tíma. Meira »

Skordýr fannst í maíspoppi

12:22 Samkaup hafa innkallað maíspopp frá framleiðandanum Coop, en skordýr fundust í slíkri vöru. Um er að ræða 500 g einingu sem merkt er með best fyrir dagsetningunni 22.10.2019. Meira »

Búast við hugmyndum stjórnvalda á morgun

12:02 Samninganefnd Starfsgreinasambandsins hefur veitt viðræðunefnd félagsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. Meira »

Svindlið nær allt til 2018

11:42 Gögn sem mbl.is hefur undir höndum og blaðamaður hefur borið saman við upplýsingar úr ökutækjaskrá Samgöngustofu, sýna að bílar frá Procar sem átt var við árið 2016 voru seldir alveg fram til áranna 2017 og 2018, bæði til fyrirtækja og einstaklinga. Meira »

35 teknir fyrir vímuakstur

11:40 Síðasta vika var óvenjuslæm þegar kemur að fjölda umferðarslysa á höfuðborgarsvæðinu en slysin voru fimmtán og í þeim slösuðust tuttugu og fjórir. 35 ökumenn voru staðnir að ölvunar- og fíkniefnaakstri á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Meira »

Matarboð fyrir einhleypa

09:55 Sigrún Helga Lund heldur reglulega matarboð fyrir einhleypa vini sína. Hún segist hafa byrjað á þessu þar sem margir sem hafa skilið eftir ástarsambönd tali um að þeim sé aldrei boðið í mat. „...og þá ákveð ég bara, hey. Ég ætla að halda matarboð og ég ætla bara að bjóða einhleypum", sagði Sigrún Helga í skemmtilegu viðtali við Ísland vaknar á K100. Meira »

Skoða sæstreng milli Íslands, Noregs og Írlands

08:26 Vodafone á Íslandi (SÝN) og Nordavind hafa skrifað undir samstarfssamning um að skoða samlegð með lagningu á nýjum ljósleiðarasæstreng milli Íslands og Írlands annars vegar og Írlands og Noregs hins vegar. Nordavind er norskt fyrirtæki í eigu sveitarfélaga, orkufyrirtækja og ljósleiðarafyrirtækja í Noregi. Meira »

Ratsjármæli farleiðir fugla

07:57 Biokraft ehf. ber að gera ratsjármælingar við athuganir á farleiðum fugla um fyrirhugaðan vindorkugarð norðan við Þykkvabæ, Vindaborgir. Meira »

Fá engin svör frá borginni

07:37 Hollvinasamtök Elliðaárdalsins hafa óskað eftir fundi með borgaryfirvöldum varðandi breytingar á deiliskipulagi við Stekkjarbakka Þ73, án þess að fá nein svör. Þetta segir Halldór Páll Gíslason, formaður samtakanna. Meira »

Vegum lokað vegna ófærðar

07:21 Vegum hefur víða verið lokað vegna veðurs og slæmrar færðar á landinu. Ólafsfjarðarmúli er lokaður vegna snjóflóðahættu. Skafrenningur er á Sandskeiði og á Kjalarnesi. Meira »
Óska eftir 3 herbergja íbúð í 109, Bakkahverfi
Erum þrír , faðir og tveir unglingar. í heimili og vantar íbúð í Bakkahverfinu á...
Tæki fyrir skógræktina
Framundan er grisjun. Öflugir vökvastýrðir kurlarar, viðarkljúfar, stubbafræsar...
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð til 299.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 299.000 (er á leiðinni 4-6 vikur ) Hiti frá 3...
Pallhýsi Travel Lite á Íslandi
Nú er að verða síðasti möguleiki að panta pallhýsi, ef það á að vera tilbúið fyr...