Mikill meirihluti vill seinkun klukku

Um 14% vilja að skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir …
Um 14% vilja að skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefji starfsemi seinna á morgnana. mbl.is/Styrmir Kári

Rúm 63% Íslendinga eru hlynnt því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er, en rúm 36% vilja óbreytta stöðu klukkunnar. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu.

Um 23% Íslendinga vilja að klukkan haldist óbreytt, en að fólk sé hvatt til að ganga fyrr til náða með fræðslu. Um 14% vilja að skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefji starfsemi seinna á morgnana og klukkan haldist óbreytt.

Norðlendingar eru hlynntastir seinkun klukkunnar en Austfirðingar eru ólíklegastir til þess að vilja seinka henni.

Þá er talsverður munur á skoðunum Íslendinga eftir því hvaða stjórnmálaflokk þeir myndu kjósa, en kjósendur Viðreisnar eru hlynntastir því að klukkunni yrði seinkað (89,1%). Kjósendur Miðflokksins eru því andvígastir að klukkunni yrði seinkað, en aðeins 50,4% þeirra eru því hlynntir.

Ekki er mikill munur á viðhorfi karla og kvenna gagnvart seinkun klukkunnar, og nánast enginn munur er á vilja Íslendinga eftir því hvaða menntunarstigi þeir hafa lokið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert