Ekki ástæða fyrir frekari veikingu

Engin sérstök ástæða er til að búast við meiri veikingu íslensku krónunnar, að mati Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka.

Í Morgunblaðinu í dag segir hann að spilist sæmilega úr óvissu til skamms tíma í ferðaþjónustu og á vinnumarkaði, og að teknu tilliti til þess að gjaldeyrisvaraforðinn er stór, viðvarandi afgangur sé af utanríkisviðskiptum, ríkissjóður sé skuldléttur og mörg stöndug fyrirtæki séu í landinu, þá ætti ekki að vera erfitt að fá erlenda fjárfesta inn í landið til að jafna útflæði gjaldeyris.

Því sé engin sérstök ástæða til að búast við meiri veikingu krónunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert