Mikið traust nemenda til kennara

Meirihluti nemenda ber traust til kennara á sama tíma og ...
Meirihluti nemenda ber traust til kennara á sama tíma og nemendur telja álagið of mikið. mbl.is/Hari

Um 90% nemenda líður vel og flestir bera mikið traust til kennara, samkvæmt rannsókn um  líðan grunnskólanema. 

„Niðurstöður þessarar rannsóknar eru bæði gagnlegar og forvitnilegar – það er virkilega ánægjulegt að sjá hversu mikið traust nemendur virðast bera til kennara sinna. Ég tel það skipta miklu fyrir vellíðan og árangur í skólakerfinu. Það sýnir sig einnig í öðrum gögnum, svo sem frá OECD, þar sem fram kemur að einn meginstyrkleiki íslenska menntakerfisins séu góð samskipti nemenda og kennara,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í fréttatilkynningu frá menntamálaráðuneytinu þar sem fjallað er um niðurstöðu rannsóknarinnar.

Rannsóknastofa í tómstundafræðum Háskóla Íslands birti á dögunum niðurstöður rannsóknarinnar Heilsa og lífskjör skólanema sem unnin er að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (e. WHO). Niðurstöðurnar byggja á svörum rúmlega 7.000 nemenda á landinu öllu sem þátt tóku í rannsókninni í fyrra. Rannsóknin er lögð fyrir á fjögurra ára fresti fyrir nemendur í 6., 8. og 10. bekk.

Líðan nemenda er almennt góð samkvæmt rannsókninni og flestum nemendum virðist líða vel eða þokkalega í skólanum en smávægilegur breytileiki er á milli landshluta og aldurshópa. Þannig svara um 90% nemenda að þeim líði þokkalega eða mjög vel í skólanum. Um 10% nemenda segjast ekki líða vel í skólanum en 2,7%-4,2% nemenda líður mjög illa samkvæmt rannsókninni.

Flestir nemendur telja að kennurum sé annt um sig eða um 81% nemenda í 6. bekk og 65% í 10. bekk sem er jákvæð niðurstaða og rímar vel við almenna vellíðan nemenda í skólum landsins. Langflestir treysta kennara sínum vel og virðist það eiga við nemendur í öllum landshlutum. 

Spurt var um líkamsrækt og hreyfingu í rannsókninni og sé litið til landsins í heild þá kemur í ljós að flestir nemendur í öllum aldurshópum hreyfa sig reglulega. Athygli vekur hve margir nemendur hreyfa sig a.m.k. 60 mínútur fjóra daga í viku eða oftar í öllum aldurshópum sem verður að teljast mjög jákvæð niðurstaða. Nokkuð dregur úr hreyfingu með hækkandi aldri og í 10. bekk svöruðu 8,2% nemenda því til að þeir hefðu ekki hreyft sig undanfarna sjö daga.

Matarvenjur nemenda virðast einnig vera nokkuð góðar en ávaxta- og grænmetisneysla er mjög almenn meðal nemenda og mjög lítill hluti þeirra segist aldrei neyta slíkra vara. Samkvæmt skýrslunni virðist vera aukning á neyslu orkudrykkja með hækkandi aldri á milli kannana.

Námsálag eykst á milli 6. og 10. bekkjar en 9,5% nemenda í 6. bekk telja álag í námi vera mikið en rétt tæpur fjórðungur nemenda í 10. bekk telur námsálag vera mikið. 

Einnig er spurt um heilsu nemenda en talsverð aukning er á milli fyrirlagna á tíðni höfuðverkja meðal nemenda og fer tíðni verkja vaxandi frá 6. bekk. Lítill sem enginn munur er á milli landsvæða.

Um 70% nemenda í öllum árgöngum telja sig finna sjaldan eða aldrei fyrir depurð. Hins vegar ber að skoða þessar niðurstöður vel því marktæk hækkun er milli fyrirlagna í 6. og 10. bekk þar sem 10-15% nemenda í 6. bekk segjast upplifa depurð einu sinni eða oftar í viku en um 20% nemenda í 10. bekk grunnskóla. Þetta er aukning frá árinu 2006 þegar 5,8% nemenda í 10. bekk kváðust upplifa depurð daglega en árið 2018 er það hlutfall komið í 7,6%. Séu niðurstöður skoðaðar eftir kyni nemenda kemur í ljós að stelpur eru mun líklegri til að finna fyrir depurð á hverjum degi og ástandið versnar eftir því sem unglingar eldast.

Örlítið virðist draga úr svefnörðugleikum með hækkandi aldri þátttakenda en engu að síður segjast um 10% allra nemenda í 10. bekk eiga erfitt með svefn á nærri því hverri nóttu. Í raun má segja að aðeins rétt rúmlega helmingur unglinganna eigi sjaldan í vandræðum með svefn, þ.e. mánaðarlega eða sjaldnar.

Nokkur breytileiki er milli landshluta á tíðni þolenda eineltis sem almennt er frekar lítið en tíðni dregst saman eftir því sem ungmenni eldast. Því má segja að vel hafi tekist til í eineltisforvörnum í íslenskum skólum.

Áfengis- og vímuefnaneysla ungmenna á Íslandi er almennt lítil og um 70% nemenda hafa aldrei smakkað áfengi. Hins vegar reykja 5% nemenda í 10. bekk að staðaldri og 25% nemenda í 10. bekk hafa prófað rafrettur og er það hlutfall nokkuð misjafnt milli landshluta. Niðurstöður kannana Rannsókna og greiningar hafa einnig sýnt fram á góðan árangur í forvörnum á undanförnum áratugum. Eigi að síður þarf að viðhalda þeim árangri með áframhaldandi forvarnarstarfi þar sem nýjar áskoranir verða ávallt til staðar, segir enn fremur í fréttatilkynningu ráðuneytisins.

Rannsóknin Heilsa og lífskjör skólanema er ein viðamesta rannsókn samtímans á sviði heilsu og heilsutengdrar hegðunar ungs fólks en rúmlega 40 lönd tóku þátt í fyrirlögn hennar árið 2018. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hafa safnað yfir 2.000 undirskriftum

14:16 Yfir 2.000 manns hafa skrifað undir áskorun Landverndar til umhverfis- og auðlindaráðherra og forstjóra Umhverfisstofnunar um að hraða vinnu við friðlýsingu á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar, Drangajökulssvæðinu, þannig að hægt verði að leggja friðlýsinguna fyrir Alþingi á haustþingi. Meira »

Fundur hjá ríkissáttasemjara hafinn

14:10 Fundur samninganefnda Eflingar, VR, VLFA, VLFG og Samtaka atvinnulífsins hófst nú rétt í þessu í húsakynnum ríkissáttasemjara. Fundurinn er sagður standa til klukkan hálffjögur. Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar sögðust í gær ekki bjartsýnir á það að nýtt tilboð kæmi frá SA á fundinum í dag. Meira »

„Það sló út á allri Eyrinni“

13:43 Sjór flæddi yfir höfnina á Flateyri í morgun, sem olli því að rafmagn sló út í byggðarlaginu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða hefur rafmagni verið komið á að nýju, en enn er rafmagnslaust á höfninni. Meira »

Fyrstu og önnur verðlaun til Íslands

13:33 Bæði fyrsta og annað sætið í árlegri Ljósmyndakeppni sjómanna á Norðurlöndunum féllu í skaut Íslendinga. Sænskur sjómaður varð í þriðja sæti, Dani í því fjórða og Norðmaður í fimmta sætinu að því er segir í fréttatilkynningu frá Sjómannablaðinu Víkingi en blaðið hefur í 17 ár staðið fyrir ljósmyndakeppni á meðal íslenskra sjómanna. Meira »

Eru að breyta skoðunarhandbók

13:30 Ýmsar breytingar eru fyrirsjáanlegar varðandi þau atriði sem skoðunarstöðvar fara eftir er ökutæki eru tekin til aðalskoðunar. Sú vinna er þegar hafin hjá Samgöngustofu, í tengslum við ESB-tilskipun um skoðun ökutækja, sem fjallar meðal annars um mikilvægi réttrar skráningar á stöðu kílómetramæla. Meira »

„Hálfgerð blekking“

13:29 „Það er mikill misskilningur að þetta sé einhver kjarabót til láglaunafólks. Það er sama krónutalan upp allan stigann, þannig að þær dylgjur eiga bara ekki rétt á sér,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, í samtali við mbl.is innt álits á skattatillögum ríkisstjórnarinnar í ljósi þess að til standi að frysta persónuafslátt í þrjú ár. Meira »

Reyndu að tæla barn upp í bíl

12:45 Tveir menn reyndu að tæla barn upp í bifreið sem þeir voru í um klukkan ellefu í morgun. Ekki náðist í lögreglu til að fá upplýsingar um hvar í borginni atvikið átti sér stað en þetta kemur fram í dagbók lögreglu á stöð þrjú sem er í Kópavogi og Breiðholti. Meira »

Selja Bergey úr Eyjum til Grundarfjarðar

12:39 Útgerðarfélagið Bergur-Huginn í Vestmannaeyjum, dótturfélag Síldarvinnslunnar, hefur selt Guðmundi Runólfssyni hf. í Grundarfirði skuttogarann Bergey VE. Gert er ráð fyrir að skipið verði afhent G.Run. í síðasta lagi í september. Meira »

Búið að auglýsa stöðu seðlabankastjóra

12:23 Nýr seðlabankastjóri verður skipaður 20. ágúst næstkomandi, en staðan hefur verið auglýst með formlegum hætti í Lögbirtingablaðinu. Skipunartími Más Guðmundssonar rennur þá út, en hann hefur verið bankastjóri Seðlabanka Íslands frá árinu 2009. Meira »

Fjöldi þrepa „tæknilegar útfærslur“

11:59 „Virkni kerfisins er það sem skiptir máli,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í dag þar sem hann brást við fyrirspurn frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins. Meira »

„Vorum aldrei kölluð að borðinu“

11:58 „Þetta er bara pólitík og ekkert annað og kom mér ekkert á óvart. Menn ætluðu sér alltaf að fara í hvalveiðar,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Meira »

Loftslagsverkfall stúdenta á morgun

11:53 Efnt er til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli á morgun, 22. febrúar – og alla næstu föstudaga – á milli klukkan 12 og 13. Landssamtök íslenskra stúdenta boða til loftslagsverkfallsins. Meira »

Skírlífi í ár „alla vega hænuskref“

11:36 „Við skiljum sjónarmið þess að það þurfi að gæta varkárni en að sama skapi þá hefðum við viljað ganga lengra,“ segir varaformaður Samtakanna ´78. Ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu leggur til að samkynhneigðum mönnum verði leyft að gefa blóð tólf mánuðum eftir samræði við annan mann. Meira »

Elín og Kóngulær tilnefndar

11:27 Skáldsagan Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur og ljóðabókin Kóngulær í sýningargluggum eftir Kristínu Ómarsdóttur hafa verið tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019 fyrir Íslands hönd. Þetta var tilkynnt fyrir stundu. Meira »

Kaupir helmingshlut í Sea Data Center

11:00 Norska hugbúnaðarfyrirtækið Maritech hefur keypt um helmingshlut í íslenska sprotafyrirtækinu Sea Data Center. Fyrirtækin hafa gert með sér samstarfssamning um áframhaldandi þróun á búnaði og mun Sea Data Center verða umboðsaðili Maritech á Íslandi. Meira »

Þorsteinn bað Þórhildi afsökunar

10:54 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar á Alþingi í dag og baðst afsökunar á framgöngu sinni í umræðum í þinginu í gærkvöldi. Meira »

„Heppnasti maður í heimi“

10:35 Íslenski ferðamaðurinn sem lifði af 20 metra hátt fall á Table-fjalli við Höfðaborg í Suður-Afríku á mánudag er „heppnasti maður í heimi“, að sögn Roy van Schoor, björgunarsveitarmanns sem kom að aðgerðunum. Hann ræddi björgunina í viðtali á útvarpsstöðinni Cape Talk í gær. Meira »

Hamingjusamir veikjast sjaldnar

10:05 Hamingjusamt fólk verður sjaldnar veikt, fær til að mynda sjaldnar kvef og lifir yfirleitt lengur. Þetta segir Vanessa King, sérfræðingur um vellíðan, þrautseigju og hamingju á vinnustöðum. Meira »

Jón Baldvin kærir „slúðurbera“

09:21 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, hefur kært fólk, sem hann nefnir „slúðurbera“ í fjölmiðlum fyrir tilhæfulausar sakargiftir, ranghermi og gróf meiðyrði. Meira »
Bíll
Góður bíll til sölu. Toyota Avensis árg, 2001 ekinn 270 þús. Hefur verið í góð...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 1200.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
Einstakt verslunarhúsnæði í miðbænum
Um það vil 70 fermetra verslunahúsnæði á besta stað í miðbæ Reykjavíkur, neðst v...