Vegur upp niðursveifluna

Frá opnun Helgafellsskóla í Mosfellsbæ.
Frá opnun Helgafellsskóla í Mosfellsbæ. mbl.is/​Hari

Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins (SI), segir áætlaða fjárfestingu í innviðum fyrir 130 milljarða í ár munu vega á móti niðursveiflu í sumum greinum. Atvinnuleysi sé að aukast.

„Fjárfesting í atvinnuvegum dróst saman í fyrra. Þá til dæmis í ferðaþjónustu og stóriðju. Mannvirkjagerð og ferðaþjónustan hafa vegið langþyngst hvað starfasköpun varðar á síðustu árum,“ segir Ingólfur.

Vinnumálastofnun (VMST) spáir 2.500 nýjum störfum í ár. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá VMST, segir gert ráð fyrir aukinni fjárfestingu í innviðum í þeirri spá.

Fjölgun starfa í ár sé minni en fyrirsjáanleg fjölgun fólks á vinnumarkaði. Aukið atvinnuleysi skýrist að hluta af því að enn sé straumur innflytjenda umfram fjölgun starfa

Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðisinu, segir verulega breytingu munu verða á innviðum svæðisins með þessum fjárfestingum. Framkvæmdir við borgarlínu komi til viðbótar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert