10,3% nema HR glíma við þunglyndi

Rúm 10% nemenda við Háskólann í Reykjavík segja þunglyndi hafa ...
Rúm 10% nemenda við Háskólann í Reykjavík segja þunglyndi hafa áhrif á daglegt líf þeirra. mbl.is/Kristinn

Álagið sem fylgir því að vera í háskólanámi getur verið mikið og samkvæmt rannsókn Ingvars Eysteinssonar, meistaranema í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Samkvæmt rannsókn hans segja 9,3% nemendur HR kvíða trufla daglegt líf og 10,3% segja þunglyndi hafa áhrif á daglegt líf þeirra.

Tilgangur rannsóknarinnar er að meta einkenni kvíða- og þunglyndis nemenda við Háskólann í Reykjavík. Til að afla upplýsinga var könnun sem saman stóð af sjálfsmatskvörðum og bakgrunnsspurningum lögð fyrir samtals 671 nemanda, úr öllum deildum HR á síðustu önn, haustönnina 2018.

Könnunin var lögð fyrir í tíma og var svarhlutfall hátt. Auk viðurkenndra spurningalista fyrir einkenni kvíða og þunglyndis var hannaður spurningalisti fyrir mat á truflun í daglegu lífi af völdum kvíða, þunglyndis og streitu. Á þeim lista er truflun vegna kvíða, þunglyndis og streitu við nám, félagslíf og áhugamál metin.

Ingvar Eysteinsson.
Ingvar Eysteinsson. Skjáskot af Twitter

Niðurstöður gefa til kynna að einkennalistar einir og sér gefa ekki nógu góðar upplýsingar við mat á algengi geðrænna vandamála. Álagið sem fylgir því að vera í háskólanámi getur verið mikið og sjálfsmatskvarðar fyrir ákveðið vandamál (þunglyndi eða kvíða) geta verið næmir fyrir slíku álagi,- sem og álagi af öðrum völdum. Samkvæmt okkar rannsókn er fjöldi nemenda sem lýsa truflun í daglegu lífi vegna kvíða 9,3% og 10,3% vegna þunglyndis, segir Ingvar. Hann tekur hins vegar fram að í einhverjum tilvikum geti verið um sömu einstaklinga að ræða, það er fólk sem finnur bæði fyrir kvíða og þunglyndi.

„Þó svo að áætlaður fjöldi nemenda sem glími við þessi vandamál sé ekki eins hár og fram hefur komið í eldri rannsókn (meistaraverkefni Andra H. Oddssonar, 2017), er ástæða til að taka stöðuna alvarlega.

Í ljósi árangurs þeirra raunprófuðu meðferðarúrræða sem til eru, teljum við ástæðu til að leggja kapp á að auka aðgengi að slíkum úrræðum. Við teljum enn fremur að nemendur, skólar og samfélagið í heild hafi hag af því að þessi vandamál séu tekin alvarlega. Vonir standa til að ávinningur af aukinni þekkingu á birtingarmynd geðræns vanda háskólanema verði einnig til þess að skólar geti hagað starfsemi sinni með tilliti til þess,“ segir Ingvar.

Leiðbeinendur við rannsóknina eru Jón Friðrik Sigurðsson, prófessor við HR og Háskóla Íslands og forstöðumaður MSc-náms í klínískri sálfræði við HR, og Sævar Már Gústavsson, sálfræðingur og stundakennari við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík.

Ingvar fjallaði um rannsókn sína á málstofu um líðan háskólanema á Íslandi í hádeginu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Gengi Icelandair lækkar töluvert

14:54 Svo virðist sem tíðindi af WOW air séu enn og aftur farin að hafa áhrif á hlutabréfaverð í Icelandair Group en hlutabréf félagsins hafa lækkað nokkuð skarpt í dag. Meira »

Segja 14 skýr verkfallsbrot framin

14:40 Starfsmenn Eflingar segja að skýr verkfallsbrot hafi verið framin á hótelum síðastliðinn föstudag. Fjórtán tilvik hafi verið skráð niður, Center Hotels og Icelandair-hótelin hafi verið áberandi. Líklega á þó eftir að skera úr um hvort atvinnurekendur hafi í einhverjum tilvikum verið í rétti. Meira »

Kynrænt sjálfræði fyrir Alþingi

13:46 „Við fögnum þessu frumvarpi. Þetta frumvarp er gríðarleg réttarbót, sérstaklega fyrir transfólk og fólk sem skilgreinir ekki kyn sitt. Þú getur verið með hlutlausa kynskráningu samkvæmt þessu frumvarpi,“ segir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri samtakanna 78, í samtali við mbl.is. Meira »

WOW nær samkomulagi við kröfuhafa

12:40 Meiri­hluti skulda­bréfa­eig­enda WOW air hefur komist að sam­komu­lagi um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins. Meira »

Vilja þriðjung í viðbót fyrir Herjólf

12:17 Skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi sem smíðar nýjan Herjólf hefur skyndilega á lokametrum verksins krafist viðbótargreiðslu sem nemur nærri þriðjungi af heildarverði skipsins. Skipasmíðastöðin ber fyrir sig að hönnun skipsins hafi breyst sem feli í sér aukinn kostnað. Meira »

Frestað aftur vegna WOW air

11:39 Fundi í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Landssambands íslenskra verzlunarmanna og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins sem hófst klukkan 10:00 í húsakynnum ríkissáttasemjara var frestað til morgundagsins eftir að hann hafði aðeins staðið í um klukkustund. Meira »

Ísland fullgildi landslagssamning Evrópu

11:39 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum síðastliðinn föstudag að Ísland fullgildi landslagssamning Evrópu. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins, en samningnum er ætlað að stuðla að verndun, stýringu og skipulagi landslags ásamt því að koma á fót evrópsku samstarfi um landslag. Meira »

Funda um flugmálin

11:15 Fundur umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis hófst í morgun og meðal umfjöllunarefna er staðan í flugmálum. Fulltrúar Samgöngustofu og samgönguráðuneytisins mæta fyrir nefndina og lýkur fundi um hádegi. Meira »

Verðlaunaði hugbúnað sem vaktar svefnvenjur

11:15 Verkefnið Lokbrá skaraði að mati dómnefndar fram úr á norrænu heilsuhakkaþoni sem haldið var í Háskólanum í Reykjavik um nýliðna helgi. Þar kepptust teymi frá fjölmörgum löndum við að vinna úr gögnum um heilsu, heilsufar og félagslega stöðu með það að markmiði að þróa tæknilausnir sem miða að því að auka lífsgæði og velferð notenda. Meira »

Tafir á flugi vegna veðurs

11:06 Tafir hafa orðið á innlandsflugi í dag vegna veðurs en hjá flugfélaginu Erni þurfti að seinka flugi til Húsavíkur en annað flug er á áætlun. Húsavíkurvélin fór heldur seinna í loftið en til stóð vegna veðurs. Meira »

Brást ef WOW var órekstrarhæft

11:03 Ef WOW air hefur lengi verið órekstrarhæft, eins og umræðan um flugfélagið hefur verið undanfarið, þá hefur Samgöngustofa brugðist hlutverki sínu með því að svipta félagið ekki flugrekstrarleyfi sínu. Meira »

Mislingafaraldurinn líklega stöðvaður

10:59 Liðnar eru þrjár vikur frá síðasta hugsanlega mislingasmiti og telur sóttvarnalæknir að líklegast hafi tekist að stöðva faraldurinn. Börn verða bólusett aftur samkvæmt fyrri áætlun við 18 mánaða og 12 ára aldur. Ekki er talin ástæða nú til að bólusetja yngri börn nema við sérstök tilefni. Meira »

Mestar áhyggjur af starfsfólkinu

10:50 „Tvennum sögum fer nú af því hvaða afleiðingar þetta gæti haft fyrir efnahagslífið. Við höfum bæði heyrt ákveðnar dómsdagsspár og síðan höfum við líka heyrt það að þetta hefði mjög takmörkuð og jafnvel lítil sem engin áhrif.“ Meira »

100 íslensk verk á pólsku

10:49 Ísland verður heiðursgestur á bókamessunni Gdańskie Targi Książki sem fram fer í Gdansk í Póllandi helgina 29.-31. mars 2019. Þar verða íslenskar bókmenntir og höfundar í brennidepli, sem og þýðingar úr íslensku á pólsku. Meira »

Fundað áfram í kjaradeilunni

10:03 „Við vorum að meta stöðuna aðeins í gær og ætlum að ræða saman núna á eftir. Svo sjáum við bara til hvernig það fer,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is, en fundað verður áfram í kjaradeilu félagsins og fimm annarra í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. Meira »

MAST kærir sölu ólöglegra fæðubótarefna

10:00 Matvælastofnun hefur, í samvinnu við Lyfjastofnun, kært vef með íslensku léni til lögreglu og farið fram á að vefnum verði lokað. Á vefnum eru auglýst til sölu bæði ólögleg fæðubótarefni og lyf að því er fram kemur í frétt á vef MAST. Meira »

100 þúsund krónum ódýrara með WOW

09:44 Þrátt fyrir að fréttaflutningur af alvarlegri fjárhagsstöðu WOW Air hafi verið áberandi síðustu daga virðist flugfélagið halda sínu striki í framboði og verðlagningu flugfargjalda. Meira »

Spyr um kostnað við Landsréttarmálið

08:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra á Alþingi þar sem hún spyr um kostnað vegna skipunar dómara við Landsrétt. Meira »

Fall WOW air yrði mikið högg

08:32 Stjórnendur Íslenskra fjallaleiðsögumanna unnu í gær að viðbragðsáætlun vegna mögulegs brotthvarfs WOW air af markaði.  Meira »
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Skrifstofuhúsnæði til leigu.
Óskað er eftir leigjendum fyrir skrifstofuhúsnæði að Hverfisgötu 76, 101 Reykja...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...