Brekkusprettir í spandexi og frosti

Frá brekkusprettskeppninni í fyrra.
Frá brekkusprettskeppninni í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

Á föstudagskvöldið fer fram fyrsta hjólreiðamót ársins, en það er RIG – Brekkusprettir-keppnin sem er hluti af Reykjavík international games. Eins og venjan er mun hjólreiðafólk keppast við að spretta upp Skólavörðustíginn með útsláttarfyrirkomulagi og mun einn sigurvegari að lokum standa uppi í karla- og kvennaflokki. Í ár verður bryddað upp á þeirri nýbreytni að hafa aukakeppni um lengsta sprettinn fyrir þá sem falla út fyrir 8 manna úrslit.

Þetta er í sjötta skiptið sem brekkusprettskeppnin hefur verið haldin, en í ár er það Hjólreiðafélag Reykjavíkur sem sér um skipulagið í samvinnu með Víkingi og hjólreiðafélaginu Tindi. Arnór Barkarson hjá HFR segir í samtali við mbl.is að brekkusprettirnir marki alltaf ákveðin tímamót. Það sé fyrsta hjólamót ársins og þó að flestir stundi á þessum tíma enn æfingar inni gefi keppnin skemmtilegt tækifæri til að komast úr innihjólreiðum út á götuna.

Fjöldi áhorfenda fylgdist með keppninni í fyrra.
Fjöldi áhorfenda fylgdist með keppninni í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

Miðað við veðurspána eins og hún liggur fyrir í dag má búast við köldu en stilltu veðri. Arnór segir það fínar aðstæður fyrir mótið, en Skólavörðustígurinn er upphitaður og því geta keppendur tekið þátt á hefðbundnum götuhjólum með grönnum dekkjum án þess að eiga hættu á að fara flatt á hálku, jafnvel þótt flestir séu vanari því að vera á grófari dekkjum og jafnvel negldum á þessum árstíma.

„Þetta lífgar aðeins upp á stemninguna hjá hjólafólki,“ segir Arnór, en keppnin hefur jafnan dregið að talsverðan fjölda áhorfenda. Brautin er aðeins 120 metra löng og nær frá neðsta hluta Skólavörðustígsins upp fyrir Hegningarhúsið og gerir takmarkað umfang keppnisbrautarinnar þetta að einni áhorfendavænstu hjólakeppni ársins. Keppnin hefst klukkan 19:00 og má búast við að henni ljúki um 21:00.

Frá úrslitaeinvígi Rakelar og Hrannar á Skólavörðustígnum í fyrra.
Frá úrslitaeinvígi Rakelar og Hrannar á Skólavörðustígnum í fyrra. Sportmyndir.is

Sigurvegarinn í karlaflokki frá í fyrra, Agnar Örn Sigurðarson, er skráður til leiks og á hann því möguleika á að verja titilinn. Hann kom sannarlega á óvart í fyrra þegar hann sigraði, enda var hann þá aðeins 17 ára og hafði byrjað að keppa í götuhjólreiðum árið áður. Var sigurinn hans fyrsti sigur í fullorðinsflokki. Agnar sigraði Emil Þór Guðmundsson í úrslitarimmunni og var sjónarmun á undan honum.

Emil er einnig skráður í ár, en hann hefur tekið þátt mörg undanfarin ár og er jafnan meðal efstu manna. Þegar þetta er skrifað er bronsverðlaunahafinn frá í fyrra, Helgi Berg Friðþjófsson, ekki skráður, en enn er hægt að skrá sig fram að miðnætti í kvöld.

Í kvennaflokki sigraði Rakel Loga­dótt­ir úr HFR í fyrra. Hún er heldur ekki skráð til keppni enn sem komið er, en hún hefur unnið síðustu tvö ár. Hrönn Ólína Jörundsdóttir, sem hefur síðustu tvö ár verið í öðru sæti, er skráð til leiks og verður spennandi að sjá hvort henni takist að ná titlinum í ár.

Agnar Örn Sigurðarson til vinstri sigraði í brekkusprettskeppni karla í ...
Agnar Örn Sigurðarson til vinstri sigraði í brekkusprettskeppni karla í fyrra. Sportmyndir.is

Fyrir þá sem detta úr aðalkeppninni fyrir átta liða úrslit verður sérstök ný keppni í boði sem kallast lengsti spretturinn. Í raun er þar verið að notast við svipað keppnisfyrirkomulag og hefur verið notað í brautarhjólreiðum undir nafninu enska heitinu „the longest lap“. Arnór segir að þetta sé eins og með forsetabikarinn á HM, þarna fái þeir sem detti úr leik annað tækifæri til að sýna hvað í þeim býr.

Ekki er um raunverulega keppnisgrein að ræða heldur hefur þetta verið vinsælt lengi erlendis sem eins konar sýning. Keppnin gengur út á að keppendur mega ekki hjóla fram yfir miðlínu brautarinnar (60 metrar) fyrr en dómari gefur merki. Keppendur mega á þessum tíma ekki heldur snerta jörðina. Dómari mun svo gefa merkið á bilinu 3:01 upp í 4:59 mínútur eftir að keppni hefst og eiga þá keppendur að spretta upp í endamarkið.

Arnór segir að þarna reyni bæði á jafnvægi og ekki síður herkænsku keppenda. Þeir geti annaðhvort farið mjög hægt upp að miðlínunni eða þá farið þangað beint og svo reynt að halda jafnvægi án þess í raun að hreyfast áfram fram að hljóðmerkinu. Segist Arnór mikið hafa velt því fyrir sér hvort margir muni geta haldið út 3 mínútur við þessar aðstæður, en oft og tíðum enda keppendur í kyrrstöðu að reyna að halda jafnvægi áður en spretturinn hefst.

Í miklum kulda getur eitt helsta vandamál hjólreiðafólksins verið að ...
Í miklum kulda getur eitt helsta vandamál hjólreiðafólksins verið að halda sér heitu milli spretta. mbl.is/Árni Sæberg

Arnór segir þetta nýja leið til að bæði gera meira fyrir þá sem detti fljótt út og ekki síður fyrir áhorfendur til að sjá nýja keppni. Segir hann fyrirkomulag aukakeppninnar vera ansi sérstakt sem geti orsakað öðruvísi aðstæður en venjulega á íþróttakeppnum. „Það getur verið gaman að sjá áhorfendur öskra sitt fólk áfram þegar það hreyfist ekki,“ segir hann.

Í fyrra var bein útsending frá keppninni og sýnt frá henni á mbl.is. Mótshaldarar ætla að endurtaka leikinn í samstarfi við GÁP og verður bein útsending á föstudaginn þar sem lýsandi mun segja frá því sem fram fer og útskýra það sem fyrir augu ber fyrir þeim sem þekkja illa til hjólreiðaíþrótta.

Frá keppninni í fyrra.
Frá keppninni í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Orkupakkinn ræddur aðra nóttina í röð

00:01 Þingfundur stendur enn yfir á Alþingi þar sem fram fer síðari umræða um þriðja orkupakkann svonefnda. Þing­fund­ur hófst klukk­an 13.30. Störf þings­ins voru fyrst á dag­skrá, svo kosn­ing í stjórn Nátt­úru­ham­fara­trygg­inga Íslands og um 14.15 hófst umræða um orkupakk­ann. Meira »

Þristarnir vöktu lukku

Í gær, 23:44 Fjölmargir lögðu leið sína á Reykjavíkurflugvöll í kvöld til að skoða fimm þristavélar, DC-3 og C-47 flugvélar, frá Bandaríkjunum. Vélarnar voru til sýnis á vellinum í kvöld og segir Stefán Smári Kristinsson flugrekstrarstjóri að um einstakt tækifæri hafi verið að ræða. Meira »

Eldur í bifreið í Salahverfi

Í gær, 23:18 Eldur kom upp í bifreið í Salahverfi í Kópavogi á áttunda tímanum í kvöld. Bifreiðin var mannlaus en íbúar í hverfinu voru fljótir að bregðast við og notuðu garðslöngu til að slökkva eldinn, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Áskorendaleikur í plokki gefst vel

Í gær, 22:05 Skagfirðingar hafa ekki látið sitt eftir liggja í að hreinsa umhverfi sitt og tína rusl í vor. Frá því Umhverfisdagar hófust 15. maí síðastliðinn í sveitarfélaginu Skagafirði hafa tugir fyrirtækja og félagasamtaka tekið þátt í áskorendaleik og lagt allt kapp á að tína rusl úti í náttúrunni. Meira »

„Hamfarahlýnun af mannavöldum“

Í gær, 21:32 Orðanotkunin í umræðunni um loftslagsvána er ein þeirra mistaka sem gerð hafa verið í umræðu um umhverfismálin að mati Auðar Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóra Landverndar. Sjálf er hún hlynnt því að tala um hamfarahlýnun af mannavöldum. Meira »

Segir innheimtustarfsemina lögmæta

Í gær, 20:37 Gísli Kr. Björnsson, eigandi Almennrar innheimtu, segir í samtali við mbl.is að fyrirtækið starfi í fullu samræmi við lög, og að hann hafi upplýst Lögmannafélag Íslands um alla starfsemi fyrirtækisins. Neytendasamtökin hafa gert alvarlegar athugasemdir við starfsemina. Meira »

Skessan rís í Hafnarfirði

Í gær, 20:35 Knattspyrnuhúsið Skessan er nú óðum að rísa við Kaplakrika í Hafnarfirði en stefnt er að því að taka húsið í notkun í seint í sumar. Miklar deilur hafa staðið um byggingu hússins innan bæjarfélagsins. Stálgrindarhúsið er þó tekið að rísa og mun bæta aðstöðu FH mikið. Meira »

Veginum milli Hveragerðis og Selfoss lokað

Í gær, 20:27 Vegarkafla á þjóðvegi 1 milli Hveragerðis og Selfoss verður lokað á morgun og mun lokunin standa yfir til 22. september. Framkvæmdir við breikkun hringvegarins fer fram á þessum kafla, þ.e. milli Gljúfurholtsá og Varmár. Meira »

Flestir í fjölskyldunni arfberar

Í gær, 19:45 Anna Kristrún Einarsdóttir var ein af þeim fyrstu hérlendis til að komast að því að hún bæri stökkbreytt BRCA2 gen, sem eykur líkur á krabbameini verulega, og jafnframt sú yngsta sem leitaði eftir þeirri vitneskju á sínum tíma. Meira »

Áhyggjuefni ef börn mæta verr í skóla

Í gær, 19:31 Það er áhyggjuefni ef það eru fleiri börn sem eru að mæta verr í skóla af því að þá eru þau bara að missa úr mikilvæga menntun sem þau þurfa að fá. Það eru þó mismunandi ástæður sem liggja þar að baki, segir Hrefna Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri samtakanna Heimilis og skóla í samtali við mbl.is. Meira »

Riftun á kjarasamningi komi til greina

Í gær, 19:29 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að til greina komi að rifta nýundirrituðum lífskjarasamningi, bregðist Samtök atvinnulífsins ekki við með viðeigandi hætti. Þetta kom fram í máli Sólveigar í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Margar athugasemdir við íbúðakjarna

Í gær, 18:25 Alls bár­ust um 60 at­huga­semd­ir vegna fyr­ir­hugaðrar bygg­ing­ar íbúðakjarna fyr­ir fatlað fólk í Haga­seli í Breiðholti. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar fer yfir allar athugasemdir sem bárust og verður þeim svarað með rökstuðningi. Meira »

Ísland hlaut viðurkenningu fyrir baráttu í jafnréttismálum

Í gær, 18:05 Ísland hlaut í dag viðurkenningu fyrir einarða baráttu fyrir jafnrétti á norrænu viðskiptaráðstefnunni Womenomics í Kaupmannahöfn. Þetta í fyrsta sinn sem land eða þjóð hlýtur slíka viðurkenningu. Meira »

„Þetta er einstakt tækifæri“

Í gær, 17:55 „Þetta er alveg einstakur viðburður,“ segir flugrekstrarstjórinn Stefán Smári Kristinsson. Nóg er um að vera hjá honum á Reykjavíkurflugvelli en milli klukkan 18 og 20 verða fimm svokallaðar þristavélar , DC-3- eða C-47-flug­vél­ar frá Banda­ríkj­un­um, til sýnis á flugvellinum. Meira »

Málshraði MDE skapar vanda

Í gær, 17:51 „Það er ekki galli í meðferð dómstóla á Íslandi að sjá ekki fyrir hvert Mannréttindadómstóllinn sé að fara þremur árum seinna,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í viðtali við mbl.is um frávísun á máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggja Jónssonar frá Hæstarétti. Meira »

Skólahald leggst niður í Grímsey

Í gær, 17:28 Skólahald verður lagt niður í Grímseyjaskóla næsta vetur. Þrír nemendur stunduðu nám við grunnskólann í vetur og tveir í leikskóla en ein fjölskylda er að flytja burt úr eyjunni og eftir verða sitt hvor nemandinn á leikskóla- og grunnskólaaldri. Meira »

Hæstiréttur tekur Spartakusarmálið fyrir

Í gær, 17:15 Hæstiréttur samþykkti í dag að taka fyrir mál blaðamannsins Atla Más Gylfasonar. Hann var fundinn sekur í Landsrétti um meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða hon­um 1,2 millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur. Meira »

Verkfærum stolið úr nýbyggingu

Í gær, 16:12 Brotist var inn í nýbyggingu í Dalbrekku 2-14 í Kópavogi nýlega, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrotið í gær. Meira »

Ráðist á starfsmann Krónunnar

Í gær, 16:09 „Mig langar að benda á að orðið negri er orð sem er aldrei í lagi að nota eða beita eða segja eða skrifa. Þetta er niðrandi orð, og ógeðslegt,“ skrifar Árdís Pétursdóttir í færslu á Facebook fyrir helgina. Ráðist var á eiginmann hennar, Destiny Mentor Nwaokoro, þar sem hann var við störf í Krónunni. Meira »
ANTIK HORNSKÁPUR OGSÝNINGARSKÁP 869-2798
FANNEGUR HORNSKÁPUR Á 33,000KR MÁLIN H204X68X40 CM OGFLOTTUR GLERSKÁPUR MEÐ LJÓ...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...
Sumarhús í Biskupstungum, Velkomin...
Eigum laust í MAI - Leiksvæði og fallegt umhverfi. Stutt að Geysi, Gullfossi og ...