Rakel sigraði annað árið í röð

Rakel Logadóttir úr HFR var rétt um hjóllengd á undan Hrönn Ólínu Jörundsdóttur úr Tindi í úrslitaeinvíginu í kvennaflokki í brekkusprettskeppni Reykjavíkurleikanna, WOW Uphill, sem fór fram á Skólavörðustígnum í kvöld. Keppendur sprettu upp Skólavörðustíginn, fyrst í riðlakeppni, svo í útsláttarkeppni þar sem tveir tókust á í einu. Þetta er annað árið í röð sem Rakel sigrar keppnina en þær Hrönn mættust einnig í úrslitum keppninnar í fyrra. Í þriðja sæti var Natalía Erla Cassata úr HFR. Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá stutt brot úr úrslitaeinvíginu í kvöld.

Frá úrslitaeinvígi Rakelar og Hrannar á Skólavörðustígnum í kvöld.
Frá úrslitaeinvígi Rakelar og Hrannar á Skólavörðustígnum í kvöld. Sportmyndir.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert