Bifreið í ljósum logum við bensíndælu

Brunvörnum Árnessýslu barst tilkynning í morgun um bifreið sem stóð …
Brunvörnum Árnessýslu barst tilkynning í morgun um bifreið sem stóð í ljósum logum við bensíndælu á bensínstöð í umdæminu. Ljósmynd/Facebook

Brunavörnum Árnessýslu bárust boð um að eldur væri í bifreið á Eyrarbakka rétt eftir klukkan sex í morgun. Bifreiðin var upp við bensíndælu á bensínstöð og því var talsverður viðbúnaður viðhafður vegna nálægðar bifreiðarinnar við bensíndæluna.

Fyrstu aðilar á vettvang notuðu duftslökkvitæki sem slógu verulega á eldinn en eftir að dælubifreið kom á vettvang gekk slökkvistarf greiðlega.

Fram kemur í tilkynningu Brunavarna Árnessýslu á Facebook að talið sé að kviknað hafi í út frá vélbúnaði.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert