104 ára og á von á sjötta ættlið í sumar

Lárus Sigfússon sem varð 104 ára gær segir að störfin …
Lárus Sigfússon sem varð 104 ára gær segir að störfin sem hann hafi unnið séu næstum því óteljandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er gott að vera 104 ára. Ég geri lítið annað en að sofa, borða, kíkja í boccia og skjótast út í Kringlu á skutlunni minni,“ segir Lárus Sigfússon, sem fagnaði 104 ára afmæli á heimili sínu og Kristínar Gísladóttur, sambýliskonu sinnar, í gær. Lárus er elsti núlifandi karlmaðurinn á Íslandi.

Lárus sem er 18. í röðinni af elstu körlum á Íslandi telur að það fari að styttast í annan endann en það er stutt í metnaðinn því Lárus veðrast allur upp þegar honum er tjáð að hann og systir hans Anna geti slegið aldursmet í desember. Að sögn Jónasar Ragnarssonar, áhugamanns um langlífi, eru Lárus og Anna elstu systkini sem bæði eru á lífi og yfir 100 ára á Íslandi. Metið eiga Margrét og Filippus Hannesarbörn frá Núpsstað sem urðu samanlagt 206 ára og 119 daga.

Í dag fagnar barnabarn Lárusar, Hjalti Júlíusson, 60 ára afmæli. Hann á von á barnabarnabarni um mánaðamótin júní/júlí og möguleiki er á því að þá verði sex ættliðir á lífi á sama tíma. Að sögn Jónasar Ragnarssonar hefur það gerst fjórum sinnum, síðast árið 2010.

Sjá viðtal við Lárus í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert