Brúin á milli Nepals og Íslands

„Ég held að oft þegar fólk veikist þá leiti það að einhverju og mér fannst ákveðin lógík yfir búddísku fræðunum, það er ekkert verið að predika yfir manni,“ segir Brandur Karlsson sem er á leið til Nepals að kynna sér austræna nálgun í heilbrigðismálum en einnig til að mála og miðla eigin reynslu.

Brandur sem er lamaður fyrir neðan háls er orðinn þjóðþekktur fyrir uppátæki sín og  frumkvöðlastarf í Frumbjörg sem hefur vakið mikla athygli og unnið til verðlauna. Hann mun ferðast með teymi aðstoðarfólks og vina og mun hópurinn dvelja í Nepal í sex vikur.

Þá er ætlunin að kynna sér heilbrigðisfyrirtæki rekið af menntuðu heilbrigðisstarfsfólki sem sinnir heimaþjónustu en þó með öðrum hætti en tíðkast hér á landi. Brandur mun dvelja hjá nuddaranum og heilsufrömuðinum Rahul Bahrti sem hann kynntist hér á landi og hann segist hafa fundið fyrir framförum í meðferð Bahrtis. Hugmynd Brands er jafnframt að byggja brú á milli þeirrar nálgunar sem hann hefur kynnst í austrænum fræðum við það sem er stundað hér á landi.  

Hafin er söfnun á Karolinafund til að fjármagna ferðina sem er kostnaðarsöm.

Ég hitti Brand í dag og spjallaði við hann um austræna visku og ferðina miklu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert