1.754 símtöl vegna eitrana

Lyfjaeitranir eru algengastar.
Lyfjaeitranir eru algengastar.

Óvenjumargar símafyrirspurnir vegna eitrana bárust Eitrunarmiðstöð (EM) Landspítalans á síðustu tveimur árum en árin á undan. Í fyrra voru skráð símtöl í eitrunarsímann hjá Eitrunarmiðstöðinni 1.754 eða að jafnaði allt að fimm á dag að því er lesa má úr ársskýrslu Eitrunarmiðstöðvar.

„Á árunum 2013-2016 var meðaltal skráða fyrirspurna til EM 850 símtöl á ári. Árið 2017 voru skráð símtöl í eitrunarsímann 1398 og árið 2018 1754,“ segir í ársskýrslunni. 40% aukning varð á árinu 2017 og var þá talið að hana hefði helst mátt skýra með betra utanumhaldi og bættri skráningu símtala.

Meginhlutverk Eitrunarmiðstöðvarinnar er að sinna ráðgjöf um meðferð eitrana og efla þekkingu á eitrunum og meðferð þeirra. Rekin er símaþjónusta á miðstöðinni og er tekið á móti símtölum allan sólarhringinn.

45,9% fyrirspurna sem bárust í fyrra voru vegna lyfjaeitrana og 48,4% vegna annarra eiturefna. Almennar fyrirspurnir voru 5,7%, að því er fram kemur í skýrslunni, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert