Þrepakerfi á allt að 59 milljarða króna

Indriði H. Þorláksson og Stefán Ólafsson leggja til víðtækar breytingar ...
Indriði H. Þorláksson og Stefán Ólafsson leggja til víðtækar breytingar á skattkerfinu í skýrslu sinni fyrir Eflingu. Ljósmynd/Heiðar Kristjánsson

„Fjölgun skattþrepa með mismunandi skatthlutfalli er einfaldasta og virkasta leiðin til að hafa áhrif á dreifingu skattbyrðar af tekjuskatti,“ segir í skýrslu Stefáns Ólafssonar og Indriða H. Þorlákssonar, sem þeir unnu fyrir Eflingu.

Lagt er til að fjölga skattþrepum tekjuskatts, hækka fjármagnstekjuskatt og koma á eignaskatti.

Skýrslunni, sem ber heitið Sanngjörn dreifing skattbyrðar: Hvernig leiðrétta má stóru skattatilfærsluna án þess að veikja velferðarkerfið, er ætlað að skila hugmyndum og tillögum að breytingum á skattkerfinu „á þann veg að bætt yrði staða lágtekjufólks með sanngjarnari skattheimtu en um leið tryggt nægilegt fé til opinberrar þjónustu sem er auk viðunandi launakjara önnur meginstoð velferða þessara þjóðfélagshópa,“ að því er segir í formála hennar.

Skýrslan var kynnt á fundi Eflingar í morgun.

Skattþrepin fjögur

Lagt er til að fjölga skattþrepum í fjögur og til viðbótar verði komið á sérstöku „ofurtekjuþrepi“. Þá er gert ráð fyrir því að lægsta skattþrepið sem mun ná til lágmarkstekna verði lækkað til þess að hækka skattleysismörk.

Annað og þriðja skattþrep segja höfundar eiga að miða að því að halda skattbyrði efri meðaltekjuhópa óbreyttri frá því sem nú er. Fjórða þrepið á hins vegar að hækka skatta á háar tekjur.

Auk þessara þrepa er lagt til að sérstakt þrep verði á það sem höfundar alla „ofurtekjur“. Er þeirri hugmynd varpað fram að slík skattheimta geti tekið mið af til að mynda fjórföldum meðaltekjum launþega.

Ekki er tekið nákvæmlega fram hver þrepin eiga að vera í tillögunum, en höfundar kynna útfærslu sem þeir segja „næst meginviðmiðum hins sameiginlega ramma ASÍ félaganna“. Þó er gert ráð fyrir að hækka persónuafslátt nokkuð, en hækkun hans fer eftir vali á útfærsluaðferð.

Kynnt er hugmynd að þrepum þar sem fyrsta skattþrep (tekjur 0 til 350 þúsund) gæti verið 32,5%, þrep tvö (tekjur 350 til 775 þúsund) 39%, þrep þrjú (775 til 1.150 þúsund) 47% og þrep fjögur  1.150 þúsund og yfir) 55%. Ekki er ljóst hver álagning verði á ofurtekjur.

Þrjár leiðir

Fram koma í skýrslunni hugmyndir að því hvernig slíkar breytingar yrðu útfærðar með tilliti til persónuafsláttar og annarra þátta. Þá segja skýrsluhöfundar þrjár leiðir færar.

Sú fyrsta þar sem persónuafsláttur er 62 þúsund krónur, sem höfundar segja kosta ríkissjóð í töpuðum tekjum 38 milljarða króna, en 30 milljarða ef tekið er tillit til þeirra tekna sem ríkið mun afla á grundvelli aukinnar neyslu. Þessi leið er sögð næst viðmiðum ASÍ.

Önnur þar sem persónuafsláttur er 65 þúsund krónur sem sagður er kosta 46 milljarða brúttó, en 37 milljarða nettó.

Þriðja leiðin miðar við 70 þúsund króna persónuafslátt og er brútto kostnaður talinn 59 milljarðar, en 48 milljarða nettó.

Hækka fjármagnstekjuskatt um rúmlega þriðjung

Höfundar leggja til að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður úr 22% nær því sem gengur og gerist á Norðurlöndum, en Ísland er með lægsta fjármagnstekjuskattinn.

Landið með næstlægsta skatthlutfallið er Svíþjóð með 30% fjármagnstekjuskatt, á eftir er Noregur með 30,6%, Finnland með 34% og Danmörk með 42%.

Til þess að ná Svíþjóð mun fjármagnstekjuskattur hér á landi þurfa að hækka um 8 prósentustig eða um 34%.

Þá er lagt til að „tekjuskattur fyrirtækja verði miðaður við það að sameinaður skattur af hagnaði fyrirtækja og fjármagnstekjuskattur verði hliðstæður tekjuskatti og útsvari sjálfstætt starfandi af rekstrarhagnaði og miðist við fjórða skattþrep hér að framan að viðbættu útsvari.“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur talið skattkerfisbreytingar hluta af ...
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur talið skattkerfisbreytingar hluta af kjarabaráttu fyrir sína félagsmenn. mbl.is/​Hari

Eignarskattar

Skýrsluhöfundar segja að verulegur og sívaxandi hlutur „heildartekna í samfélaginu liggur í eignasöfnun en kemur ekki fram sem skattskyldar tekjur á framtölum einstaklinga eða félaga þeirra. Auk ójafnræðis veldur þetta vaxandi misskiptingu tekna og örari auðsöfnun fárra.“

Þá telja þeir einu leiðina færa til þess að vega upp á móti þessu vera að innleiða stóreignaskatt. Gjaldstofn hans eigi að vera verðmæti eigna „umfram fríeignamark sem miðist við eðlilegt verðmæti íbúðarhúsnæðis, sumarhúsa og einkabifreiða til eigin afnota“.

Hvað telst eðlilegt verðmæti er ekki tekið fram, en lagt er til að gjaldhlutfallið verði hóflegt að sögn höfunda og verði til dæmis eitt til 1,5%.

mbl.is

Innlent »

Gengið til mótmæla gegn hungri og örbirgð

14:59 Hópur fólks kom saman á Austurvelli við Alþingi í dag til þess að mótmæla því, að fólk fái ekki laun og lífeyri sem dugar því til að framfleyta sér. Á annað þúsund manna boðuðu komu sína á Facebook en á vettvangi voru einhverju færri. Meira »

Allt að 1.000 leggi niður störf 8. mars

14:27 Það geta verið allt að 1.000 félagsmenn Eflingar sem hætta að vinna í boðuðum verkfallsaðgerðum á hótelum í Reykjavík og nágrenni 8. mars. Hátt í 8.000 félagsmenn kjósa um þetta í vikunni. Meira »

Fjölskyldusamvera í skólavetrarfríi

13:40 Vetrarfríin eru hætt að koma foreldrum jafnmikið á óvart og þau gerðu fyrstu árin.  Meira »

Kiddi klaufi langvinsælastur

12:12 Dagbækur Kidda klaufa verma níu efstu sætin yfir vinsælustu bókasafnsbækurnar fyrir árið 2018, en listar yfir vinsælustu eða mest lánuðu titla í aðildarbókasöfnum Gegnis hafa nú verið gerðir aðgengilegir. Meira »

Í vinsælasta spjallþætti á Írlandi

12:00 Bræður Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dublin á dögunum, fóru í viðtal í The Late Late Show í írska ríkissjónvarpinu í gær. Þátturinn er annar langlífasti spjallþáttur í heimi. Meira »

„Sem mest tjón á sem skemmstum tíma“

11:25 Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar er harðorður í garð forystu stéttarfélaganna vegna boðaðra verkfalla. Hann segir sviplegar afleiðingar geta orðið af verkföllum í ferðaþjónustu. Meira »

Grunaðir um skipulagðan þjófnað

10:35 Lögreglumenn í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum höfðu afskipti af fjórum erlendum karlmönnum í Leifsstöð í vikunni vegna gruns um að þeir væru að reyna að komast með þýfi úr landi. Meira »

Umfangsmesta aðgerðin hingað til

10:00 Í dag hefst umfangsmesta einstaka aðgerðin í leitinni að Jóni Þresti Jónssyni, Íslendingi sem hvarf í Dublin fyrir tveimur vikum síðan. Fleiri tugir írskra sjálfboðaliða taka þátt í þaulskipulagðri aðgerð. Meira »

HÍ brautskráir 444 í dag

09:50 Háskóli Íslands brautskráir 444 kandídata, 313 konur og 131 karl, úr grunn- og framhaldsnámi við hátíðlega athöfn klukkan 13 í dag. Meira »

MDE kveður upp dóm í máli Landsréttar

09:05 Mannréttindadómstóll Evrópu kveður upp dóm vegna skipan dómara í Landsrétt 12. mars næstkomandi, en þá mun koma í ljós hvort skipanin standist lög og ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu. Meira »

Atvinnumaður í Reykjavík

09:00 Helena Sverrisdóttir, fremsta körfuboltakona landsins um langt árabil, hefur ekki fundið fyrir því að minni kröfur séu gerðar til kvenna en karla í körfubolta. „Mér finnst við hafa sömu tækifærin og strákarnir.“ Meira »

Vatnsleki á veitingahúsum í Austurstræti

08:26 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í tvö útköll vegna vatnsleka á sjötta tímanum í morgun. Um var að ræða leka vegna mikillar úrkomu og flæddi inn í kjallara tveggja veitingahúsa. Meira »

Njóta skattleysis í Portúgal

08:18 Vegna ákvæða í tvísköttunarsamningi milli Íslands og Portúgals geta íslenskir eftirlaunaþegar flutt lögheimili sitt til Portúgals og fengið greidd eftirlaun frá Íslandi án þess að greiða af þeim skatta, hvorki á Íslandi né í Portúgal. Meira »

Segja hæstu launin hækka mest

07:57 Lægstu byrjunarlaun myndu hækka um 59% á næstu þremur árum og hæsta aldursþrep í hæsta virka launaflokki um 82% ef kröfur Eflingar í kjaraviðræðunum yrðu samþykktar óbreyttar. Meira »

Kjarabaráttan snýst ekki um staðreyndir

07:37 Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands og fv. hagfræðingur verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar, segir grundvallarbreytingu hafa orðið á kjarabaráttunni. Meira »

Ekkert lát á umhleypingum í veðri

07:33 Lægð fer norður yfir land með rigningu og mildu veðri í dag, en vindur snýst síðan í suðvestan 15 til 25 metra á sekúndu og hvassast verður á Norður- og Austurlandi. Meira »

Aðalfundi Íslandspósts frestað

07:25 Aðalfundi Íslandspósts, sem fara átti fram í gær, var frestað um ótilgreindan tíma að beiðni handhafa hlutabréfa félagsins: fjármálaráðherra. Þar átti meðal annars að birta ársskýrslu, þar sem fram koma breytingar á kaupi og kjörum stjórnenda félagsins. Meira »

Eftirlitið kostað milljarða króna

05:30 Ekki reyndist unnt að svara með fullnægjandi hætti fyrirspurn Birgis Þórarinssonar alþingismanns sem laut að rekstrarkostnaði gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands. Meira »

Krossgjafaskipti í burðarliðnum

05:30 Bið eftir nýrnagjöf ætti að styttast komist á samkomulag um svonefnd krossgjafaskipti innan Norðurlandanna en undirbúningur að því er vel á veg kominn. Meira »
Alhliða múr- og viðhaldsþjónusta
Tökum að okkur viðhald fasteigna s.s. alhliða múrverk/viðgerðir, flísalagnir, fl...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Armbandsúr frá YRSA Reykjavík og PL Paris
Dömu og herraúr í miklu úrvali og á mjög sanngjörnu verði. 2ja ára ábyrgð. Vasaú...
Einstakt verslunarhúsnæði í miðbænum
Um það vil 70 fermetra verslunahúsnæði á besta stað í miðbæ Reykjavíkur, neðst v...