Skýringar á uppsögn standist ekki

Fyrirtækin hafa haft aðsetur í Verinu, vísindagörðum á Sauðárkróki.
Fyrirtækin hafa haft aðsetur í Verinu, vísindagörðum á Sauðárkróki. Helgi Bjarnason

Jón Eðvald Friðriksson, fyrrverandi stjórnarformaður Iceproteins ehf. og Protis ehf., skorar á FISK-Seafood ehf. og Kaupfélag Skagfirðinga að endurskoða ákvörðun sína um uppsögn dr. Hólmfríðar Sveinsdóttur, fv. framkvæmdastjóra Protis, um síðustu helgi. Þetta kemur fram í grein hans á vef Feykis, sem virðist svar við grein Friðbjörns Ásbjörnssonar, framkvæmdastjóra FISK-Seafood, um málið frá því í gær.

FISK-Seafood festi kaup á hlutafé í rannsóknar- og þróunarfyrirtækinu Iceprotein árið 2012 og árið 2015 var félagið Protis stofnað í því skyni að halda utan um framleiðslu og markaðssetningu. Málið hefur vakið athygli, ekki síst í ljósi þess að Hólmfríður er margverðlaunuð á sínu sérsviði. FISK-Seafood er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga.

Jón Eðvald Friðriksson, fyrrverandi stjórnarformaður Iceproteins og Protis.
Jón Eðvald Friðriksson, fyrrverandi stjórnarformaður Iceproteins og Protis. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

 

Protis er íslenskt líftæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu á lífvirku fiskprótíni úr villtum íslenskum þorski. Hlutverk fyrirtækisins er að skapa verðmæti með því að þróa og markaðssetja heilsuvörur úr íslensku hráfefni, sem aflað og unnið er á sjálfbæran hátt, fyrir viðskiptavini sem leita eftir hágæða náttúrulegum vörum, að því er fram kemur á vef fyrirtækisins.

Hagnaður af rekstri fyrirtækjanna 

Í grein sinni kvað Friðbjörn ástæðu uppsagnarinnar vera rekstrarlega. Vísindastarf af þeim toga sem um ræddi hjá Protis tæki til sín mikið fé og taprekstur undanfarinna ár mældist í hundruðum milljóna króna þegar allt væri talið.

Jón Eðvald rekur í grein sinni rekstrarniðurstöður áranna 2013-2017 og segir að saman talið hafi hagnaður Iceproteins á árunum 2013 til 2017 verið 7,5 milljónir króna, en nokkur áranna var taprekstur. „Heildartekjur þessi ár voru kr. 276,8 milljónir og samanstóðu af tekjum af seldri þjónustu, styrkjum frá opinberum aðilum og sjóðum, auk styrks úr þróunarsjóði KS til einstakra verkefna eða búnaðarkaupa,“ segir Jón Eðvald.

Jón Eðvald segir að tap hafi verið á rekstri Protis árið 2016 en hagnaður árið eftir. Sé afkoma fyrirtækjanna beggja lögð saman sé þó hagnaður af rekstrinum 2,6 milljónir króna. Eigið fé Iceproteins hafi í árslok 2017 verið 22,6 milljónir og eigið fé Protís verið neikvætt að fjárhæð 4,3 milljónir króna.

Freisti þess að fá Hólmfríði til starfa á ný

Jón Eðvald vekur athygli á því að kostnaður við vöruþróun og markaðsmál hafi verið gjaldfærður öll árin og því séu ekki neinar eignir skráðar í efnahagsreikningi félaganna, sem ekki séu áþreifanlegar.

Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir við störf hjá Protis og Iceprotein.
Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir við störf hjá Protis og Iceprotein.

„Færa má sterk rök fyrir því að ef sú leið hefði verið valin að halda fullum dampi í rekstri fyrirtækjanna og þeim mannauði, þekkingu og búnaði sem þar var til staðar, hefði eigandinn þ.e. FISK-Seafood ehf., ef hann hefði svo kosið, við sölu og eða sameiningu fyrirtækjanna við önnur fyrirtæki, fengið sinn eignarhlut metinn upp á tugi eða hundruð milljóna,“ segir hann.

„Ég hef verið stjórnarformaður þessara fyrirtækja þann tíma sem um ræðir fram í nóvember á síðasta ári og vil því skora á stjórnir FISK og KS að taka þessa ákvörðun til endurskoðunar og freista þess að fá dr. Hólmfríði Sveinsdóttur til þess að taka við keflinu aftur og efla þessi fyrirtæki enn frekar til hagsbóta fyrir íbúa þessa héraðs,“ segir Jón Eðvald.

mbl.is

Innlent »

Hættustig í Ólafsfjarðarmúla

06:34 Vegagerðin lýsti yfir hættustigi í Ólafsfjarðarmúla klukkan 22 í gærkvöldi og er vegurinn lokaður.  Meira »

Þjófar og fíkniefnasalar í haldi

06:23 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að nóttin hafi verið róleg í umdæminu en sex gista fangageymslur eftir nóttina.  Meira »

Leysigeisla beint að flugvél

06:17 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning frá flugturninum í Reykjavik upp úr klukkan 21 í gærkvöldi um að grænum leysigeisla hefði verið beint að flugvél sem var að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur gerandinn ekki fundist.   Meira »

Íslensku sauðfé fækkaði um 10%

05:30 Sauðfé á Íslandi fækkaði um 28 þúsund árið 2018 eða um rúm 6% samkvæmt bráðabirgðatölum búnaðarstofu Matvælastofnunar. Árið 2017 hafði sauðkindum fækkað um 18 þúsund og á þessum tveimur árum hefur kindum á landinu fækkað alls um tæp 10%. Meira »

Skattabreytingar tilkynntar bráðlega

05:30 Sex manna vinnuhópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins mun funda aftur í vikunni til að ræða aðkomu stjórnvalda að kjaradeilunni. Meira »

Kæfisvefn barna getur haft áhrif á heilsu þeirra

05:30 Rannsókn er að hefjast hér á landi á kæfisvefni barna. Talið er að 1-5% íslenskra barna þjáist af kæfisvefni og enn fleiri af miklum hrotum sem þarf að athuga með tilliti til áhrifa á heilsu barnsins. Meira »

Lítil bjartsýni við loðnuleit

05:30 Enn stendur yfir umfangsmikil loðnuleit á Íslandsmiðum en bræla fyrir norðan er til trafala fyrir framkvæmdina. „Vísindalega lítur þetta ekki vel út,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Meira »

Ávarpaði stóran útifund

05:30 Ögmundur Jónasson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, ávarpaði um 30.000 manns á útifundi Kúrda í Strassborg á laugardaginn. Meira »

Höfnin ekki dýpkuð í vikunni

05:30 Til stendur að dýpka Landeyjahöfn um leið og tækifæri gefst. Spáin er óhagfelld næstu daga, þannig að lítið verður gert um sinn. Meira »

Ákvörðun um friðun Víkurgarðs kynnt í dag

05:30 Félagssamtökin Verndum Víkurgarð, sem berjast fyrir friðlýsingu Víkurkirkjugarðsins í miðbæ Reykjavíkur, komu saman í Iðnó á laugardaginn og hvöttu Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, til þess að ljúka friðlýsingu garðsins að austustu mörkum hans eins og þau voru skilgreind árið 1838. Meira »

Vara við öflugum hviðum þvert á veginn

Í gær, 21:14 „Það er að bæta í vindinn og úrkomuna,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands varar við að það bætir í norðanhríðina á Norðausturlandi í kvöld og nótt og má því búast við varasömum akstursskilyrðum þar. Þá er von á öflugum hviðum undir Vatnajökli. Meira »

Ásgeir fái sína eigin seríu

Í gær, 20:07 Gerður Kristný skáld og félagar í dularfullum selskap sem kallast Ófærðarstofan leggja til að sá geðþekki lögreglumaður Ásgeir fái sína eigin sjónvarpsseríu í framhaldi af Ófærð 2. „Hann hefur unnið hug og hjörtu Ófærðarstofunnar. Við þurfum að fá að vita meira um það gæðablóð.“ Meira »

Bryndís segist vera fórnarlamb

Í gær, 19:11 „Mér finnst einhvern veginn eins og þessar konur, sem leyfa sér að kalla sig femínista, hati kynsystur sína jafnvel meira en karlpungana.“ Þannig hefst Facebook-færsla Bryndísar Schram, þar sem hún fjallar meðal annars um ásakanir Carmenar Jóhannsdóttur gegn eiginmanni sínum, Jóni Baldvin Hannibalssyni. Meira »

Lögregla óskar eftir vitnum að óhappi

Í gær, 19:08 Lögreglan á Vesturlandi óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Akranesvegar og Akrafjallsvegar á föstudag. Meira »

Voru að losa bílana úr sköflunum

Í gær, 19:02 „Það féll gífurlegur snjór í nótt og það eru allar götur í bænum ófærar, nema þær sem hjálparsveitin er búin að ryðja,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík íbúi á Siglufirði. Björgunarsveitin Strákar hefur aðstoðað nokkra ökumenn við að losa sig úr sköflum í dag. Meira »

Nafngreindur maður vændur um lygar

Í gær, 18:05 „Efling tekur ásakanir um misnotkun fjármuna félagsins alvarlega,“ segir í yfirlýsingu frá Eflingu þar sem fréttaflutningur DV varðandi mál Rúmena sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. er gagnrýndur. Meira »

Lifði af sex sólarhringa í snjóflóði

Í gær, 18:02 Hvort það hafi verið hundalán eða kraftaverk að hundurinn Þota hafi skilað sér aftur heim á bæ í Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal sex dögum eftir að hafa horfið sporlaust af bænum skal látið ósagt, en annað hvort var það. Í marga daga var Þotu leitað án árangurs, á meðan var hún grafin undir snjóflóði. Meira »

Breytingar Samskipa gefið góða raun

Í gær, 17:40 Ráðist var í umfangsmiklar breytingar á siglingakerfi Samskipa síðastliðið haust og hafa þær gefið góða raun. Felast breytingarnar meðal annars í því að bætt var við einu skipi, tveimur skipum skipt út fyrir stærri skip og loks var siglingakerfið endurskipulagt. Meira »

Sakar Bryndísi um hroka

Í gær, 16:57 Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, formaður Rafiðnaðarsam­bands Íslands, segir að ummæli Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sýni mikinn hroka. Bryndís sagði á Þingvöllum á K100 í morgun að forysta verkalýðsfélaga stýri ekki landinu. Meira »
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Til leigu 25mín. frá Akureyri
Lítið 30fm. sumarhús, svefnpláss fyrir 2-4, ljósleiðari, útisturta, 10 mín. í su...
Til sölu blár Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 26 þús. sem nýr. 30 Kw. hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, ljós i...