Sýna stjórnvöld á spilin 18. febrúar?

Frá samningaviðræðum SGS og SA.
Frá samningaviðræðum SGS og SA. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óþolinmæðin færist í aukana meðal fulltrúa þeirra 16 félaga í Starfsgreinasambandinu (SGS) sem enn hafa ekki vísað yfirstandandi kjaradeilu við SA til ríkissáttasemjara.

Fram kom á fundi samninganefndar SGS sl. fimmtudag, þar sem farið var yfir stöðuna í kjaraviðræðunum, að margir forystumenn eru þeirrar skoðunar að íhuga verði alvarlega næsta fimmtudag, þegar nefndin kemur aftur saman til fundar, að vísa deilunni í sáttameðferð, hafi ekki náðst marktækur árangur í viðræðunum fyrir þann tíma, skv. heimildum. Ekki eru þó allir þeirrar skoðunar og vilja bíða eitthvað lengur með þá ákvörðun.

SGS, iðnaðarmannafélögin og Landssamband íslenskra verslunarmanna hafa verið í góðu sambandi í kjaraviðræðunum við SA og hefur nú m.a. komið til tals að skynsamlegt sé að þétta þær raðir og mynda blokk þannig að þessi félög yrðu öll samferða þegar og ef ákveðið yrði að vísa til Ríkissáttasemjara.

Samhliða kjaraviðræðunum eiga sér stað þessa dagana óformleg samtöl við stjórnvöld bak við tjöldin um aðkomu þeirra að gerð kjarasamninga, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »