Skíðasvæðin opin í dag

Á skíðum í Tungudal.
Á skíðum í Tungudal. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Flest skíðasvæði landsins verða opin í dag og verður opnað í Bláfjöllum, Skálafelli og Hlíðarfjalli klukkan tíu. Á sama tíma verður einnig hægt að skella sér á skíði á Siglufirði og Ísafirði.

Í Hlíðarfjalli er stromplyftan lokuð vegna bilunar en spáð er hægum vindi, N 2-3 m/s og um 7 til 10 stiga frosti í Hlíðarfjalli í dag. Sólin skín á suðurhimninum og nóg af nýjum snjó í fjallinu eftir snjókomu síðustu daga.

Í Bláfjöllum er núna NA 6 m/sek., -8° og mun líklegast verða logn hér eftir 2-3 tíma, er ritað á vef svæðisins klukkan rúmlega átta í morgun. Göngubraut verður klár fyrir kl. 10. Í Skálafelli er útlit fyrir logn í dag en 10 stiga frost. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert