Sjálfsbjörg líst ekki á lokunina

Sjálfsbjörg líst ekki á að Laugavegi verði alfarið lokað.
Sjálfsbjörg líst ekki á að Laugavegi verði alfarið lokað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við hjá Sjálfsbjörg höfum átt fund með embættismönnum Reykjavíkurborgar og sagt þeim umbúðalaust að okkur lítist ekkert á tillögur um Laugaveg sem göngugötu,“ sagði Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra.

„Það skortir skilning á því að sama hversu greiðfær Laugavegur verður fyrir hjólastóla eða fólk á hækjum þá verður hann lokaður hreyfihömluðum ef þeir geta ekki lagt bíl sínum sem næst áfangastað, hvort heldur er verslun, veitingahúsi eða skemmtistað,“ sagði Bergur.

Hann benti á fordæmi frá Svíþjóð þar sem bílar með merki hreyfihamlaðra mega aka um göngugötur. Til að svo megi verða þurfi að breyta lokunum á götunum svo hægt sé að fara inn á þær á bíl. Beita megi þá háum sektum sem aki inn á göngugöturnar í óleyfi. gudni@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »