Handtekinn eftir umferðarslys

mbl.is/Arnþór Birkisson

Á þriðja tímanum í nótt var lögreglan kölluð til vegna umferðarslyss á Bústaðarvegi við Sprengisand, en þar höfðu tveir bílar skollið saman. Annar ökumaðurinn var handtekinn grunaðar um ölvun við akstur og að hafa ekið án réttinda. Samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu hafði viðkomandi aldrei öðlast ökuréttindi.

Samkvæmt slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru tveir fluttir með sjúkrabifreið á spítala til skoðunar, en þó er talið að meiðsl hafi verið minniháttar. Lögreglan flutti hina tvo sem lentu í slysinu á brott.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert