Réðst á gesti og starfsfólk

mbl.is/Eggert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ölvaðri konu við veitingahús í miðborginni á fjórða tímanum í nótt. Konan er grunuð um að hafa ráðist á gesti og starfsfólk veitingahússins. Konan neitaði aðspurð að gefa lögreglu nafn sitt eða kennitölu og var hún vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Í gærkvöldi og í nótt stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sjö ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá var um eitt umferðarslys að ræða þar sem annar ökumaður er grunaður um ölvun.

Í fjögur skipti höfðu ökumennirnir aldrei öðlast ökuréttindi og í eitt skipti var ökumaður ekki með ökuskírteini meðferðis. Var auk þess farþegi í eitt skipti tekinn grunaður um vörslu fíkniefna og í annað skipti var farþegi kærður fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert