Úr tombólu í árlega bjórhátíð í þrjá áratugi

Fyrsta bjórhátíðin. Gestir kunnu vel að meta kræsingarnar.
Fyrsta bjórhátíðin. Gestir kunnu vel að meta kræsingarnar.

Fyrst var leyfilegt að selja bjór hérlendis 1. mars 1989 og allar götur síðan hefur Lionsklúbburinn Ásbjörn í Hafnarfirði minnst þessara tímamóta.

„Þessi árlega bjórhátíð okkar verður því haldin í 31. sinn föstudaginn 1. mars næstkomandi,“ segir Skúli Gunnar Böðvarsson, einn stofnfélaga klúbbsins, fyrrverandi formaður og nú formaður fjáröflunarnefndar.

Fyrsta bjórhátíð Ásbjarnar var haldin 3. mars 1989. „Við höfum haldið uppteknum hætti fyrsta föstudag í mars og erum, að sögn, eina félagið sem hefur haldið svona hátíð óslitið á hverju ári síðan bjórinn var leyfður,“ segir Skúli. „Þetta er okkar helsta fjáröflun til líknarmála.“

Sjá samtal við Skúla Gunnar í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert