Hindranir koma á óvart

Laura Cart­er er rann­sak­andi inn­an deild­ar sem sinn­ir mál­efn­um er ...
Laura Cart­er er rann­sak­andi inn­an deild­ar sem sinn­ir mál­efn­um er varða kyn­hneigð og kyn­vit­und hjá aðal­stöðvum Am­nesty In­ternati­onal. Hún stýrði rannsókninni á Íslandi en hún hefur stýrt svipuðum rannsóknum í Danmörku og Þýskalandi. mbl.is/Árni Sæberg

Laura Cart­er, rann­sak­andi Am­nesty In­ternati­onal, segir að það hafi komið verulega á óvart hversu miklar hindranir mæta fólki, með líf­fræðileg kynein­kenni sem eru ekki dæmi­gerð fyr­ir karl­menn eða kon­ur, á Íslandi. Því Ísland hafi þá ímynd meðal annarra ríkja Evrópu að vera framarlega þegar kemur að jafnrétti. Carter stýrði rannsókn á stöðu intersex fólks á Íslandi í fyrra en skýrsla Am­nesty In­ternati­onal, No Shame in Di­versityThe right to health for people with variati­ons of sex character­istics in Ice­land, kom út í dag.

 „Í ljósi þessa kom það okkur sem unnum rannsóknina á óvart hversu margir þeirra sem við ræddum við á Íslandi hafa upplifað skömm á grundvelli þess að hafa fæðst með ódæmigerð kyneinkenni,“ segir Carter en hún er stödd hér á landi vegna útgáfu skýrslunnar. 

Carter stýrði svipuðum rannsóknum á vegum Amnesty International í Danmörku og Þýskalandi og segir að upplifun fólks sé ekki ólík þar fyrir utan að smæð Íslands magni upp þær hindranir, leyndarhyggju og skömm sem einkenni málefni intersex fólks á Íslandi. 

Í stærri samfélögum upplifi fólk ekki eins mikla einangrun og það gerir hér og auðveldara að komast í samband við aðra sem deila sömu reynslu. 

Am­nesty In­ternati­onal bend­ir á að þrátt fyr­ir að jöfn­uður milli kynj­anna sé, sam­kvæmt Alþjóða­efna­hags­ráðinu, hvergi meiri en hér­lend­is og að Ísland tróni í efsta sæti yfir kynja­jöfnuð ní­unda árið í röð, bregðast ís­lensk stjórn­völd enn því hlut­verki sínu að koma á mann­rétt­inda­miðuðu verklagi inn­an heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar og tryggja ein­stak­ling­um með ódæmi­gerð kynein­kenni þá þjón­ustu sem þeir þurfa á að halda.

„Ísland er þekkt fyr­ir jafn­rétti kynj­anna. Engu að síður veld­ur það mikl­um áhyggj­um hvernig heil­brigðis­kerfið á Íslandi sinn­ir in­ter­sex fólki. Litið er á in­ter­sex börn og full­orðna sem vanda­mál sem þurfi að laga og sú stað­reynd að þau skort­ir heil­brigð­is­þjón­ustu sem tek­ur mið af mann­rétt­ind­um þeirra, get­ur valdið lík­am­legri og and­legri þján­ingu, lífið á enda,“ seg­ir Laura Cart­er.

Áætlað er að í kring­um 68 börn fæðist með ódæmi­gerð líf­fræðileg kynein­kenni á hverju ári á Íslandi, þ.e. horm­ón­a­starf­semi, kynkirtla, kyn­litn­inga eða kyn- og æxl­un­ar­færi sem eru með ein­hverju móti öðru­vísi en hjá flest­um kon­um og körl­um sem þýðir að heild­ar­fjöldi ein­stak­linga með ódæmi­gerð kynein­kenni er um 6.000 manns.

Ein­stak­ling­ar sem fæðast með líf­fræðileg kynein­kenni sem eru ekki dæmi­gerð fyr­ir karl­menn eða kon­ur sæta hindr­unum í aðgengi að full­nægj­andi heil­brigð­is­þjón­ustu á Íslandi. Það stofn­ar lík­am­legri og and­legri heilsu þeirra í hættu, að sögn Am­nesty In­ternati­onal.

Í skýrslunni kemur fram að læknar og aðrir sérfræðingar hafi lagt á það áherslu að „laga vandamálið“ og foreldrar jafnvel beðnir um að þegja um að barn þeirra hafi fæðst með ódæmigerð kyneinkenni. Carter segist telja að læknar vilji vel en þeir viti einfaldlega ekki betur en að þeir séu að gera barninu greiða. Þess í stað er verið að meina barni eðlileg mannréttindi og að ekki sé litið á þá, sem ekki falla fyllilega undir skilgreiningar á karli og konu, sem vandamál. Miklu skipti að veita fólki eðlilegt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og það verði best gert með teymisvinnu. Því stuðningurinn er á ýmsa vegu og ekki bara fyrir viðkomandi barn heldur einnig fjölskyldur þess. Í stað þess að líta svo á að allir þurfi að vera annaðhvort karl eða kona.

Carter fagnar nýju frumvarpi til laga sem ríkisstjórnin hefur lagt fram um kyn­rænt sjálfræði í sam­ræmi við nýút­kom­in til­mæli Evr­ópu­ráðsins vegna mann­rétt­inda in­ter­sex fólks. Aftur á móti sakni hún þess að ekki sé í frumvarpinu lagt bann við ónauð­syn­legum skurðaðgerðum, ófrjó­sem­is­að­gerðum á in­ter­sex börn­um. Líkt og Evrópuráðið hefur samþykkt. Eins hefði verið gott að sjá betur kveðið á um stuðning við fólk með ódæmi­gerð líf­fræðileg kynein­kenni.

Laura Carter segir að þetta verði rætt frekar við starfsfólk í forsætisráðuneytinu og hún á von á því að funda með því varðandi skýrsluna og þær aðgerðir sem Amnesty International leggur til varðandi stöðu fólks með ódæmigerð kyneinkenni. 

Áætlað er að í kring­um 68 börn fæðist með ódæmi­gerð líf­fræðileg kynein­kenni á hverju ári á Íslandi, þ.e. horm­ón­a­starf­semi, kynkirtla, kyn­litn­inga eða kyn- og æxl­un­ar­færi sem eru með ein­hverju móti öðru­vísi en hjá flest­um kon­um og körl­um sem þýðir að heild­ar­fjöldi ein­stak­linga með ódæmi­gerð kynein­kenni er um 6.000 manns.

Þurfa aðstoð ekki fordæmingu

Carter segir mikilvægt að auka fræðslu á þessu sviði meðal læknanema á Íslandi. Að tryggja að þekking sé fyrir hendi svo Ísland geti boðið þegnum sínum fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu. Eins að unglæknar fái þá fræðslu í starfi að þeir geti veitt fólki þá þjónustu sem er í samræmi við mann­rétt­inda­miðað verklag. 

„Við erum að tala um 68 börn á ári sem er ekki lítil tala miðað við stærð Íslands. Fólk þarf á ýmiss konar stuðningi að halda, bæði lækna, sálfræðinga og annarra sérfræðinga. Eins þurfa foreldrarnir á aðstoð að halda. Þetta á að vera teymi sérfræðinga sem kemur að hverju barni sem þarf á sérstökum stuðningi að halda. Það er ekki hægt að ætlast til þess að einn læknir geti tekið allar þær ákvarðanir sem taka þarf og veita þann faglega stuðning sem börn þurfa á að halda,“ segir Laura Carter.

Spurð út í orðanotkunina „vandamál“ líkt og fram kemur í skýrslunni þegar kemur að börnum með ódæmigerð kyneinkenni segir Carter að þetta sé ekki það viðhorf sem fólk þarf á að halda þegar foreldrar eignast börn. Að litið sé á nýfædda einstaklinga sem „vandamál“ í stað þess að veita fjölskyldunni þann stuðning sem hún þarf á að halda og þar með draga úr líkum á vanlíðan síðar á lífsleiðinni. Ekki síst að koma í veg fyrir að gerðar séu óafturkræfar aðgerðir á börnum sem geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Þau þurfa á stuðningi og aðstoða að halda ekki fordæmingu,“ segir Laura Carter.

mbl.is

Innlent »

Fjallvegir víða lokaðir

14:58 Búið er að loka fjölmörgum fjallvegum á landinu vegna óveðurs. Mývatns- og Möðrudalsöræfi eru lokuð sem og Vopnafjarðarheiði. Sömu sögu er að segja um Víkurskarð, Hófaskarð, Ólafsfjarðarmúla og Fjarðarheiði. Lyngdalsheiðin er sögð lokuð um tíma. Meira »

Dómaraskipun ekki fyrirstaða

14:52 Einn þeirra dómara sem dæmdi í máli Glitnis gegn Stundinni fyrir Landsrétti var Ragnhildur Bragadóttir sem er einn af dómurum sem skipaðir voru í embætti dómara í ferli sem Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur gert athugasemd við. Hæstiréttur staðfesti í dag dóms Landsréttar í málinu. Meira »

Milljarðar í gjöld til bókunarþjónusta

14:40 Þóknunargjöld íslenskra gististaða til erlendra bókunarþjónusta nema milljörðum króna á hverju ári. Þetta fullyrðir Ferðamálastofa, sem segir lítið gegnsæi og refsingar sem gististaðir eru beittir vera meðal þess sem vekur athygli í nýrri rannsókn á þætti bókunarfyrirtækja í rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar. Meira »

Fundað hjá WOW air

14:30 Boðað var til starfsmannafundar í höfuðstöðvum WOW air í Borgartúni kl. 14. Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi flugfélagsins ræddi við mbl.is fyrir fundinn og af svörum hennar mátti dæma að ekki stæði til að færa starfsmönnum nein váleg tíðindi. Meira »

„Vonum að fólk fylgist vel með veðri“

14:28 „Við vonum að fólk fylgist vel með veðri og fari kannski í fyrra fallinu heim úr vinnu því umferðin verður þyngri,“ segir varðstjóri slökkviliðsins. Von er á krappri lægð yfir landið og færð gæti spillst víða um land þar með talið á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Leggja til orkupakka með fyrirvara

14:22 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að leggja fyrir Alþingi þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Tillagan inniheldur fyrirvara um að sá hluti er snýr að flutningi raforku yfir landamæri komi ekki til framkvæmda nema með aðkomu Alþingis á nýjan leik, að því er segir á vef stjórnarráðsins. Meira »

Malbikað fyrir 1,4 milljarða

14:16 Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við malbikun á þessu ári. Til stendur að malbika 35 kílómetra af götum borgarinnar sem mun kosta rúmar 1.400 milljónir króna. Meira »

Ferðamenn rólegir yfir verkfallinu

14:05 Ferðamenn í anddyri Grand Hótel Reykjavík virtust ekki kippa sér mikið upp við verkfall hótelstarfsfólks sem hófst á miðnætti. Allt virtist með kyrrum kjörum á meðan verkfallsverðir Eflingar gengu um svæðið. Meira »

Strompurinn fellur - beint

13:57 Skorsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi verður felldur í dag og er hægt að fylgjast með aðgerðinni í beinni útsendingu. Gert er ráð fyrir að fella mannvirkið í tveimur hlutum með nokkurra sekúndna millibili sá efri kem­ur til með að falla í suðaust­ur en neðri hlut­inn fell­ur í suðvest­ur. Meira »

Segir tækifæri í sjálfsiglandi skipum

13:45 Sjálfsiglandi skip og leiðir til þess að tryggja gæði neysluvatns verða meðal umræðuefna á degi verkfræðinnar á morgun. Sæmundur E. Þorsteinsson lektor segir mikil tækifæri felast í rafknúnum sjálfsiglandi skipum sem draga úr álagi á vegakerfinu. Meira »

Aðkoma ríkisins ekkert verið rædd

13:25 „Það hefur ekkert verið rætt um fjárhagslega aðkomu ríkisins að þessu máli og þessar viðræður verða bara að hafa sinn gang. Þessi félög hafa sett sér tímamörk í því og það er bara það sem stendur yfir,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is. Meira »

Skýr skilaboð um að eitthvað sé í gangi

13:18 „Því miður hefur verið töluvert um verkfallsbrot,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um sólarhringsverkfall Eflingar og VR. Nokkuð sé líka um að verkfallsvörðum sé ekki hleypt inn. Þá segir hún starfsfólk þrifafyrirtækja áhugasamt um að fá að einnig að beita verkfallsvopninu. Meira »

Minni háttar slys er bíll fauk út af

13:07 Minni háttar slys urðu á fólki þegar bíll fauk út af veginum og valt rétt austan við Holtsós undir Eyjafjöllum um hádegið í dag, að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Aðeins er farið að bæta í vind undir Eyjafjöllum en aðeins austar er veðrið verra. Meira »

Forsætisráðherra á afmælisfundi í Brussel

12:52 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti fund með leiðtogaráði Evrópusambandsins ásamt forsætisráðherrum Noregs og Liechtensteins í Brussel í morgun í tilefni 25 ára afmælis EES-samningsins. Meira »

Færa aðalfund til að sýna samstöðu

12:12 Vegna verkfallsboðunar VR og Eflingar á hótelum dagana 28. og 29. mars hefur stjórn VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna, tekið þá ákvörðun að breyta fundarstað aðalfundar sem auglýstur var á Grand hótel Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VM. Meira »

„Fundað stíft þar til annað kemur í ljós“

12:09 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist eiga von á því að deiluaðilar muni funda stíft þar til annað kemur í ljós. Hann gat ekki svarað því hvort fundað yrði í húsakynnum sáttasemjara í dag, en segir VR vera að „vinna að fullu“ innandyra hjá sér. Meira »

Kröpp lægð gengur yfir landið

12:08 Miðja krapprar og djúprar lægðar er nú yfir Austfjörðum og er hún á leið til norðurs og síðar norðausturs. Versta veðrið vegna þessarar lægðar nú síðdegis verður á svæðinu frá Tröllaskaga og austur á sunnanverða Austfirði, þar eru í gildi appelsínugular viðvaranir. Meira »

„Munum halda áfram að berjast“

11:48 „Við mótmælum því að skólsystir okkar Zainab Safari verði send úr landi. Hér eru tæplega 600 undirskriftir sem eru aðallega nemendur í skólanum og hér eru um 6.200 rafrænar undirskriftir frá fólki sem er að mótmæla þessu með okkur, “ sagði nemandi í Hagaskóla við afhendingu undirskriftarlistans. Meira »

Dómurinn tjáningarfrelsinu í vil

11:42 „Frelsið hefur sigrað“ er yfirskrift tilkynningar frá ritstjórum og aðstandendum Stundarinnar og Reykjavík Media í kjölfar þess að Hæstiréttur kvað upp dóm í lögbannsmáli þrotabús Glitnis á hendur fjölmiðlunum tveim. Meira »
ERNA 95 ára, hreinsum til á lagernum.
25 til 75% afsláttur. Silfurmunir, skartgripir, armbandsúr og gjafavara. Gott tæ...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...
JEMA Bílalyftur í bílskúrinn
Frábærar skæralyftur sem henta í bílskúrinn,lyfta 1,2 m og 2,8T, glussadrifnar...