Meirihlutinn sakaður um valdníðslu

Fulltrúar minnihlutaflokka í borgarstjórn Reykjavíkur eru gríðarlega óánægðir með afgreiðslu ...
Fulltrúar minnihlutaflokka í borgarstjórn Reykjavíkur eru gríðarlega óánægðir með afgreiðslu meirihlutans á tillögu þeirra í gær. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hljóðið er þungt í fulltrúum þriggja flokka sem eru í minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, eftir borgarstjórnarfund gærdagsins, þar sem lengi var rætt um tillögu Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins varðandi það að vísa „ákvörðunum og athöfnum“ borgarinnar varðandi „skilaboðasendingar til tiltekinna kjósendahópa“ fyrir borgarstjórnarkosningarnar síðasta vor til sveitarstjórnarráðuneytisins til frekari skoðunar.

Meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata lagði fram breytingartillögu við tillöguna, sem var samþykkt eftir langar umræður, en hún er svohljóðandi:

Borgarstjórn samþykkir að farið verði í samstarf við sveitarstjórnarráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga þar sem farið verður yfir reynslu af verkefnum undanfarinna kosninga til að efla kosningaþátttöku, m.a. í ljósi ákvörðunar Persónuverndar. Markmiðið með samstarfinu er að leggja línur til framtíðar í samráði við viðkomandi stofnanir, ráðuneyti og frjáls félagasamtök og gera tillögur um með hvaða hætti er fært að hvetja til þátttöku í kosningum.“

Fulltrúar minnihlutaflokkanna gengu úr fundarsal á meðan breytingartillagan var tekin til afgreiðslu i gærkvöldi, mjög ósáttir. Breytingartillagan var því samþykkt mótatkvæðalaust.

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, segir í samtali við mbl.is að með þeim breytingum sem meirihlutinn gerði á tillögunni sé í raun ekki um sömu tillögu að ræða og flokkarnir þrír komu með fyrir borgarstjórn. Hann segir að það hefði verið heiðarlegra af meirihlutanum að hafna einfaldlega tillögunni og koma svo með sína eigin tillögu um málið.

Hann segir talið um að markmiðið með samþykktri tillögu sé að „leggja línur til framtíðar“ um aðgerðir til að auka kosningaþátttöku, vera það sem minnihlutinn sé ósáttur með. Tillaga minnihlutans hafi snúist um að skoða hvað fór úrskeiðis fyrir kosningarnar, en ekki um framtíðina.

„Þetta gekk bara út á það að fara yfir hvað gerðist í aðdraganda kosninga, ekki það að fara í hvað væri hægt að gera betur næst. Heldur hvað það var sem gerðist fyrir kosningar. Hvernig gátu lög verið brotin og hvernig gátu fyrirmæli verið hundsuð?“ segir Eyþór.

„Þetta er eina sveitarfélagið sem braut lög í aðdraganda kosninganna, það eru yfir 70 sveitarfélög, og eina sveitarfélagið sem fór í sjálfstæðar æfingar, aðrir studdu sjálfstæð félagasamtök.“

Algjör óþarfi að vera með upphlaup

„Mér finnst þetta bara svona klassísk breytingartillaga. Við viljum fara í samtal vil sveitarstjórnarráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga og það hvernig þessum málum verður háttað í framtíðinni. Við lítum þennan úrskurð mjög alvarlega og tökum hann bara til okkar. Við erum alvön því að koma með breytingartillögur í borgarstjórn, sama hvaða flokkar það eru,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, spurð um það hvort henni þyki samþykkt tillaga vera annars eðlis en sú sem upphaflega var borin fram.

„Þau höfðu öll tækifæri til þess að koma með móttillögu og þau gerðu það ekki. Það er algjör óþarfi að vera með eitthvert upphlaup í borgarstjórn, það er alvanalegt að koma með breytingartillögur, það er alvanalegt að tala saman og koma þá með mótbreytingartillögur, en það var ekki gert. Mér finnst nú aðalmálið snúast um það að við skoðum málið vel, áttum okkur á því hvað þetta þýðir í stað fyrir að vera að rífast um það í borgarstjórn daginn út og daginn inn. Þetta snýst um hvaða viðbrögð við höfum,“ segir Þórdís Lóa.

 „Brútal aðferðum“ beitt að sögn Kolbrúnar

„Með brútal aðferðum kom meirihlutinn með breytingatillögu, allt annars eðlis sem þurrkaði út okkar tillögu. Við gengum úr sal enda ekki margt sem hægt er að grípa til þegar manni er svona misboðið,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, leiðtogi Flokks fólksins í Reykjavík.

Hún segir ótta borgarstjórnarmeirihlutans mikinn og að allt sé „gert til að fela þó það sem Persónuvernd hefur staðfest með ákvörðun sinni“. Kolbrún segir í samtali við blaðamann að meirihlutinn hafi slengt fram breytingartillögu á lokametrum langrar átakaumræðu og að tillaga þeirra sé „bara annars eðlis“ en sú tillaga sem minnihlutaflokkarnir þrír komu með og hafði verið rætt um.

„Ég varð eiginlega bara fyrir taugaáfalli þarna. Ég ætlaði ekki að trúa því að þau ætluðu að leyfa sér að gera þetta,“ segir Kolbrún.

Vigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins tekur í sama streng, en hún hefur einmitt kært framkvæmd borgarstjórnarkosninganna í vor til sýslumanns. „Lýðræðið víkur alltaf í valdatafli borgarstjórans í Reykjavík og meirihlutans sem virðist tilbúinn að verja hvaða vitleysu og hneyksli sem er,“ skrifaði Vigdís á Facebook-síðu sína í gærkvöldi.mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stundum leynast merki í töluboxi

22:25 „Kúnstin við að safna er alltaf sú sama, að afmarka sig með einhverjum hætti. Annars tapast yfirsýnin. Áhuginn hverfur oft líka ef fólk afmarkar sig ekki, því þá er ekki hægt að dýpka sig í neinu,“ segir Eiríkur Jón Líndal, formaður Myntsafnarafélags Íslands, en það fagnar 50 ára afmæli nú um helgina með stórsýningu. Meira »

Komu í leitirnar nær þrjátíu árum seinna

22:10 Stundum getur raunveruleikinn reynst ótrúlegri en nokkur lygasaga. Það upplifðu þeir félagar Þorfinnur Sigurgeirsson, grafískur hönnuður og myndlistarmaður, og Magnús Valur Pálsson, grafískur hönnuður og kennari, nú í vikunni, en þá hafði Þorfinnur samband við Magnús eftir að hafa fengið skilaboð frá ókunnugri konu á Facebook. Meira »

Verkfallsvarsla verður efld til muna

21:55 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það „svívirðilegt“ að fólk hafi sýnt einbeittan brotavilja þegar kemur að verkfallsbrotum. Hún vill efla verkfallsvörslu til muna í næstu viku þegar næstu tvö verkföll eru fyrirhuguð. Meira »

Á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig

21:28 Það er á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig að meta hvort það geti krafist þess að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

Foktjón og fastir bílar víða um land

20:54 Kalla þurfti til björgunarsveitir á Reyðarfirði í kvöld vegna fjúkandi þakplatna og brotinna rúða, en aftakaveður er á svæðinu líkt og víðast hvar á landinu. Á milli 70 og 80 björgunarsveitarmenn hafa sinnt útköllum það sem af er degi. Meira »

Tveir Íslendingar hlutu 100 þúsund

20:43 Tveir Íslendingar hlutu annan vinning í Jóker í útdrætti Eurojackpot í kvöld og fær hvor um sig 100 þúsund krónur í sinn hlut. Meira »

Ástand sem getur ekki varað lengur

20:05 Dagurinn hefur verið ákaflega annasamur að sögn formanns FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center Hotels. „Við erum búin að ljúka herbergjunum, þannig að nú eru veitingastaðirnir eftir,“ segir hann og kveðst vera á leiðinni í uppvaskið. Meira »

Skilti leyfð á afmörkuðu svæði

19:59 Skilti og útstillingar fyrirtækja á Laugavegi mega vera á afmörkuðum stöðum. Annað hvort við framhlið byggingar eða á svokölluðu millisvæði en aldrei á göngusvæði. Reglur um afnot af borgarlandinu vegna skilta og útstillinga voru samþykktar í febrúar 2017. Meira »

Seinkunin algert aukaatriði

19:20 „Við erum í skýjunum með það hversu vel þetta heppnaðist. Það má segja að allt hafi gengið eftir áætlun þrátt fyrir smá seinkun,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, um skorstein Sementsverksmiðjunnar sem jafnaður var við jörðu í dag. Meira »

Krefst endurupptöku á máli Zainab

18:37 Lögmaður fjölskyldu Zainab Safari hefur farið fram á endurupptöku máls fjölskyldunnar hjá kærunefnd útlendingamála á grundvelli breyttra aðstæðna. Í samtali við mbl.is segir Magnús Norðdahl að atburðir dagsins hafi sýnt það svart á hvítu hversu sterk tengsl fjölskyldan hefði myndað hér á landi. Meira »

Þarf að greiða Guðmundi 1,2 milljónir

18:21 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjaness og dæmt blaðamanninn Atla Má Gylfason fyrir meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða honum 1,2 milljónir króna í miskabætur. Meira »

Greiðsla úr sjóði háð þátttöku fólks

18:10 Á heimasíðu Eflingar kemur meðal annars fram að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku viðkomandi í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

50 björgunarsveitarmenn sinnt útköllum

17:56 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar til vegna bíla sem sem fastir eru í ófærð á Hellisheiði og í Þrengslum á sjötta tímanum í dag, en fyrir voru þar hópar björgunarsveita sem manna lokanir á Hellisheiði, Þrengslum og Lyngdalsheiði. Meira »

Þórður hlaut blaðamannaverðlaun ársins

17:36 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hlaut blaðamannaverðlaun ársins 2018 fyrir bókina Kaupthinking.  Meira »

Landsréttur sneri við nauðgunardómi

17:30 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknað karlmann af ákæru um kynferðisbrot gagnvart konu.  Meira »

Freyju mismunað vegna fötlunar

17:11 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaða dómsins að Freyju, fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar, hafi verið mismunað vegna fötlunar. Meira »

Minni snjókoma en spáð var

16:37 Snjókoman á höfuðborgarsvæðinu það sem eftir lifir dags verður líkast til mun minni er veðurspár gerðu ráð fyrir í gær.  Meira »

Fall skorsteinsins séð úr lofti

15:53 Fjölmargir fylgdust með þegar skorsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi féll í dag. Sprengingin var tilkomumikil og mbl.is var á staðnum og myndaði úr lofti. Meira »

Aftur í Karphúsið á mánudaginn

15:28 Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari hefur boðað til næsta fundar í kjaradeilu Eflingar, VR, VLFA, LÍV, Framsýnar, VLFG við Samtök atvinnulífsins, en hann fer fram á mánudaginn kl. 10. Helgin verður nýtt til undirbúnings hjá deiluaðilum, segir ríkissáttasemjari. Meira »
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...
110 fm sumarhús á Suðurlandi..
Sumarhús í Biskupstungum til sölu. Eru 2 hús, annað fullbúið og hitt með þrjú sé...
Verslunar + Lager + Geymsluhúsnæði eða létta starfsemi .
Til leigu í Bolholti 4, 105 Reykjavík Verslunarhúsnæði 235 ferm. laust strax.La...