Standi saman og vísi til sáttasemjara

Framsýn á í kjaraviðræðum við PCC á Bakka.
Framsýn á í kjaraviðræðum við PCC á Bakka. mbl.is/​Hari

Kjaradeilan er komin á það stig að nú eiga félögin í Starfsgreinasambandinu, Landssamband íslenskra verslunarmanna og iðnaðarmannafélögin að standa saman um að vísa kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara. Þetta segir Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar, í samtali við Morgunblaðið.

Hann hefur boðað til félagsfundar á morgun og liggur tillaga fyrir félagsfundinum um að draga samningsumboðið til baka frá SGS og LÍV vísi samböndin ekki kjaradeilunni fyrir fimmtudag til sáttasemjara.

Framsýn á einnig í kjaraviðræðum við PCC á Bakka fyrir hönd starfsmanna í verksmiðjunni og segir Aðalsteinn að einnig verði tekin fyrir tillaga um að vísa þeirri deilu til Ríkissáttasemjara. „Með því að vísa deilunni og ef ekkert gengur frekar í viðræðum félaganna við PCC gætu félögin boðað til aðgerða í mars,“ segir í pistli á vef Framsýnar í gær.

„Það er ábyrgðarhluti að vísa ekki núna til sáttasemjara. Það hefur alltaf gerst að menn koma sameiginlega að þessu borði á seinni hluta viðræðna og sá tími er kominn,“ segir hann. „Verði Starfsgreinasambandið ekki búið að vísa fyrir fundinn á fimmtudaginn, þá munum við draga samningsumboðið til baka og vísa þegar í stað.

Við erum aðilar að LÍV og SGS og erum með sérkjarasamning við PCC á Bakka og það er þrýstingur frá starfsmönnum á að við göngum frá samningi. Við erum að setja á þetta aukinn þrýsting af hálfu félagsins á öllum vígstöðvum,“ segir hann í umfjöllun um kjaramálin í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert