Fundur hjá ríkissáttasemjara hafinn

Frá upphafi fundarins.
Frá upphafi fundarins. mbl.is/Eggert

Fundur samninganefnda Eflingar, VR, VLFA, VLFG og Samtaka atvinnulífsins hófst nú rétt í þessu í húsakynnum ríkissáttasemjara. Fundurinn er sagður standa til klukkan hálffjögur.

Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar sögðust í gær ekki bjartsýnir á það að nýtt tilboð kæmi frá SA á fundinum í dag og staðfestu þeir allir að hafa fengið umboð til þess að slíta viðræðum.

Samninganefndir verkalýðsfélaganna hittust til fundar um klukkan eitt hjá ríkissáttasemjara til þess að stilla saman strengina. Nefndirnar munu funda að nýju að loknum fundi með SA og leggja mat á framhaldið.

Fulltrúar samninganefndar verkalýðsfélaganna tóku hliðarfund tuttugu mínútur eftir upphaf fundar og stóð hann í skamma stund. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar svöruðu því ekki hvort SA lagði fram nýtt tilboð til þess að koma til móts við kröfur þeirra þegar þeir gengu aftur inn á fund með SA.

Fréttin hefur verið uppfærð kl. 14:26

mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert