Írar aðstoða við leit að Jóni Þresti

Jón Þröstur Jónsson hvarf sporlaust í Dublin og er hans …
Jón Þröstur Jónsson hvarf sporlaust í Dublin og er hans nú ákaft leitað.

Fjölskylda og vinir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf sporlaust í Dublin fyrir 12 dögum, hafa fengið aðstoð frá heimamönnum við leit að Jóni. Skipulögð leit hefur staðið yfir síðustu daga og stendur til að stækka leitina um helgina.

„Um helgina lítur út fyrir að við fáum mikinn fjölda heimamanna til að aðstoða við okkur við skipulagða leit. Þannig að það er allt á fullu við að skipuleggja ennþá stærri leit um helgina. Það eru heimamenn að aðstoða okkur núna með því að keyra okkur á milli leitarsvæða og annað óumbeðnir. Þannig að það eru margir Írar búnir að bjóða fram aðstoð og það er von á fjölmenni um helgina að leita. Ég vona að það gangi eftir,“ segir Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns, í samtali við Morgunblaðið.

Hann segir að leitin hafi hingað til gengið vel þó að hún hafi engan árangur borið enn. „Við erum eiginlega bara að klára leitarsvæðin sem eru skipulögð og erum ennþá að leita og hengja upp spjöld. Það er að bætast í hópinn hjá okkur.“

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Davíð að eitthvað af ábendingum hafi borist sem alltaf taki tíma að vinna úr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert