Kona slasaðist í Hrafnfirði

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt upp úr klukkan þrjú …
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt upp úr klukkan þrjú í dag vegna slasaðrar skíðakonu. mbl.is/Árni Sæberg

Landhelgisgæslan staðfestir í samtali við mbl.is að hún hafi sent þyrlu til þess að aðstoða lögregluna á Ísafirði við aðgerð á norðanverðum Vestfjörðum. Fram kemur í umfjöllun RÚV að þyrlan hafi verið kölluð út til þess að aðstoða slasaða skíðakonu í Hrafnfirði.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hefur slösuðum einstaklingi verið komið um borð í þyrlu gæslunnar sem er á leið til Reykjavíkur. Þyrlan var fyrst kölluð út klukkan 15:19, en mótvindur gerir það að verkum að lengri tíma tekur að fljúga suður.

Ekki er vitað hvert ástand konunnar er.

Björgunarsveitir höfðu líka verið kallaðar út, en allir viðbragðsaðilar hafa verið afturkallaðir.

Hrafnfjörður.
Hrafnfjörður. Kort/Map.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert