Eldur í ruslageymslu í Ljósheimum

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna bruna í ruslageymslu fjölbýlis …
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna bruna í ruslageymslu fjölbýlis að Ljósheimum. mbl.is/Eggert

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan þrjú í dag vegna bruna í ruslageymslu fjölbýlishúss að Ljósheimum í Reykjavík. Slökkviliðið upplýsir í samtali við mbl.is að tjónið telst óverulegt þar sem um er að ræða skemmdar tunnur og einhverjar skemmdir á geymslunni. Enginn hlaut skaða af völdum eldsins.

Aðgerðir slökkviliðs lauk skömmu eftir að mætt var á staðinn. Kallaðir voru út fleiri bílar þar sem um var að ræða fjölbýlishús, en var bílum fækkað þegar kom í ljós hver staða mála var.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert