Ekkert lát á umhleypingum í veðri

Á morgun snýst í vaxandi suðaustanátt með rigningu á Suður- …
Á morgun snýst í vaxandi suðaustanátt með rigningu á Suður- og Vesturlandi. mbl.is/Eggert

Lægð fer norður yfir land með rigningu og mildu veðri í dag, en vindur snýst síðan í suðvestan 15 til 25 metra á sekúndu og hvassast verður á Norður- og Austurlandi. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, sem segir ekkert lát á umhleypingunum.

„Skúrir eða slydduél í bili. Í nótt lægir, en á morgun snýst hann í vaxandi suðaustanátt. 10-18 m/s síðdegis, með rigningu á Suður- og Vesturlandi og hlýnar aftur.“

Veðurhorfur á landinu

Sunnan 13-18, en hægari vestast. Rigning, talsverð úrkoma SA-til á landinu. Hiti víða 5 til 10 stig. SV 15-25 síðdegis, hvassast N- og A-lands. Skúrir eða slydduél, kólnandi í bili. Lægir í nótt og fyrramálið. Gengur í suðaustan 10-18 á morgun með rigningu á S- og V-landi og hlýnar aftur.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Gengur í suðaustan 10-18 með rigningu, fyrst SV-lands. Hægari og þurrt á NA-landi, en dálítil væta þar um kvöldið. Hlýnandi, hiti víða 3 til 8 stig síðdegis. 

Á mánudag:
Suðaustan 8-13 og skúrir, en þurrt N- og A-lands. Vaxandi suðaustanátt með rigningu um kvöldið. Hiti 1 til 8 stig. 

Á þriðjudag:
Vestlæg átt, víða hvasst og rigning eða slydda. Hægari um kvöldið og skúrir eða él, en þurrt A-lands. Hiti 0 til 8 stig, mildast austast. 

Á miðvikudag:
Suðlæg átt, skýjað með köflum og stöku él um landið V-vert. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í innsveitum NA-lands. 

Á fimmtudag og föstudag:
Austlæg átt og rigning eða slydda með köflum.

mbl.is