Múlagöng lokuð í fyrramálið

Múlagöng verða lokuð í fyrramálið.
Múlagöng verða lokuð í fyrramálið. Ljósmynd/Vegagerðin

Múlagöng, um Ólafsfjarðarmúla, verður lokuð í fyrramálið milli klukkan 07.00 og 09.00 vegna æfingar lögreglu og slökkviliðs. Einnig má búast við umferðartöfum vegna þess frá klukkan 06.00.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Færð og aðstæður

Á vefsíðu Vegagerðarinnar kemur fram að vegir séu víðast hvar auðir eftir hlýindi undanfarna daga. Varað er við hálkumyndun á þjóðvegum á Norðurlandi í nótt.

Á Vestfjörðum er greiðfært á láglendi en sumstaðar nokkur hálka á heiðum og hálsum. Heldur hefur kólnað á Vesturlandi og eru komnir hálkublettir á fjallvegi. 

Vegir hafa verið auðir á Suðurlandi en sumstaðar þarf ekki mikið að kólna til að hálka geti myndast á blautum vegum. Hált er á köflum á útvegum á Austurlandi. Ekki er hægt að útiloka frekari hálkumyndum ef hiti fellur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert