Lögregla hvött til að hraða rannsókn

Frá samstarfsfundinum í húsakynnum FÍB. Frá vinstri: Björn Kristjánsson og ...
Frá samstarfsfundinum í húsakynnum FÍB. Frá vinstri: Björn Kristjánsson og Runólfur Ólafsson frá FÍB, Breki Karlsson frá Neytendasamtökunum, Óðinn Valdimarsson og Þórir Skarphéðinsson frá Bílgreinasambandinu, Jóhannes Þór Skúlason frá SAF, Þórhildur Elín Elínarsdóttir, Guðmundur Helgason og Þórólfur Árnason frá Samgöngustofu. Ljósmynd/Aðsend

Bílgreinasambandið ætlar á næstunni að opna fyrir aðgang á vefsíðu sinni (bgs.is) að ökutækjaskrá fyrir þá sem vilja kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis, ásamt því að sjá skoðunarferil bílsins og fleira, en upplýsingar um umráðamenn eru alla jafna ekki sýnilegar almenningi.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), sem átti samstarfsfund síðasta föstudag með Neytendasamtökunum, Samtökum ferðaþjónustunnar, Bílgreinasambandinu og Samgöngustofu um sölu bílaleigubíla með falsaða kílómetrastöðu.

Á fundinum voru ræddar aðgerðir „til að bregðast við því óöryggi og tjóni sem hefur skapast vegna ólögmætrar sölu bílaleigubíla með falsaðri kílómetrastöðu, ásamt að ræða leiðir til að endurheimta traust almennings og vinna að úrbótum til framtíðar,“ samkvæmt því sem kemur fram í tilkynningu.

FÍB og Bílgreinasambandið hafa kannað hjá bílaumboðunum hvort aksturstölvur geymi raunverulegan akstur þó að átt hafi verið við mælastöðu, en svo virðist ekki vera nema í örfáum tilfellum í dýrari gerðum bíla. Mögulega geta upplýsingar um gangstundir bílvéla þó varpað ljósi á heildarakstur.

Samkvæmt tilkynningunni ætlar Samgöngustofa að senda bréf í þessari viku til allra 140 skráðu bílaleiganna í landinu, þar sem óskað verður eftir upplýsingum um fyrirkomulag skráninga á kílómetrastöðu og hvernig best sé að koma í veg fyrir svik af því tagi sem hér um ræðir.

Sérstök athygli verði vakin á rangri kílómetrastöðu

Afstaða Samgöngustofu er sú að opinbert eftirlit geti aldrei komið að fullu í veg fyrir brotastarfsemi, en að „aftur á móti geti verið ástæða til að gera úttektir með stikkprufum. Fram kom að Samgöngustofa mun ráðast í breytingar á ökutækjaskrá þannig að ef kílómetrastaða er skráð lægri við skoðun en áður, þá verði sérstök athygli vakin á því. Á það var hins vegar bent að alla jafna eru bílaleigubílar seldir áður en til fyrstu skoðunar kemur fjórum árum frá skráningu.“

Á fundinum var rætt hvort krefjast ætti árlegrar skoðunar bílaleigubíla þar sem þeim er ekið talsvert meira á ári en venjulegum einkabíl. FÍB og Neytendasamtökin hafa talið eðlilegt að tryggja hagsmuni og öryggi almennings að þessu leyti með svipuðum hætti og í nágrannalöndunum. FÍB hefur bent á úrtaksskoðanir á vegum Samgöngustofu og samanburð útleigusamninga og kílómetrastöðu sem eina leið til lausnar í þessum efnum.

„Fulltrúi SAF benti á að það væri hagsmunamál bílaleiga að bílar þeirra væru ávallt í góðu ástandi. Gott viðhald er forgangsmál hjá fyrirtækjunum og árleg skoðun bætti þar litlu við,“ segir í tilkynningunni.

Hvetja lögreglu til að hraða rannsókn

„Fundarmenn voru sammála um að hvetja lögreglu til að hraða rannsókn á þeim svikamálum sem upp hafa komið. Sem fyrst þyrfti að komast til botns í því við hvaða bíla hefði verið átt og hvort slík vinnubrögð hefðu verið stunduð víðar en hjá Procar. Þannig mætti ganga úr skugga um umfang svikanna og aðstoða fólk við að leita réttar síns,“ segir í tilkynningu FÍB, en á fundinum var bent á að hér á landi væru um 25 þúsund skráðir bílaleigubílar en grunur um falsaða kílómetrastöðu beindist aðeins að nokkur hundruð þeirra.

mbl.is

Innlent »

Töluvert tjón í verslun Húsasmiðjunnar

Í gær, 21:35 Við slökkvistarf í eldsvoðanum í Dalshrauni í dag lak mikið vatn niður í verslun Húsasmiðjunnar, sem er á neðri hæð hússins sem brann. Óvíst er um hvort hægt verði að opna verslunina á þriðjudaginn. Meira »

Stefnir í hlýtt en vætusamt sumar

Í gær, 21:13 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem heldur úti veðurvefnum blika.is, rýndi sér til gamans í þriggja mánaða veðurspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar. Gögnin gefa ágæta innsýn í hvernig sumarið gæti litið út hérlendis. Einar segir að líkur séu á því að meðalhiti hafni í efsta þriðjungi miðað við síðustu 30 árin á undan. Meira »

Sýnin breytti lífi mínu

Í gær, 20:30 Hrafnhildur Sigurðardóttir, stofnandi og annar eigandi Hugarfrelsis, hefur orðið fyrir andlegum upplifunum sem hafa breytt viðhorfum hennar til lífsins. Þessi fimm barna móðir úr Garðabænum segir tilgang lífsins vera að hjálpa öðrum, þroska sálina og breiða út ljósið og kærleikann. Meira »

Enginn liggur undir grun vegna bruna

Í gær, 20:25 Eldsupptökin í brunanum í fjölbýli í Dalshrauni í dag virðast hafa verið í herbergi erlends pars á þrítugsaldri. Enginn liggur undir gruni og enginn er í haldi lögreglu. Meira »

Brosir og hlær sig í gegnum allt

Í gær, 20:19 Hún segir það vanvirðing við lífið að láta sér leiðast. Þuríður Sigurðardóttir var aðeins 16 ára og feimin þegar hún söng fyrst opinberlega, en tilviljanir réðu því að söngurinn varð aðalstarf hennar í áratugi. Meira »

Vann tvær milljónir

Í gær, 19:39 Fyrsti vinningur gekk ekki út í lottoútdrætti kvöldsins og því verður potturinn tvöfaldur næst. Tveir skipta með sér bónusvinningnum og hljóta rúmlega 160 þúsund krónur í vinning. Meira »

Slökkviliðið að ljúka störfum

Í gær, 19:20 Slökkviliðið er nú að ljúka störfum á vettvangi eldsvoðans í Dalshrauni í Hafnarfirði sem varð fyrr í dag. Fjórum var þar bjargað af þaki logandi húss. Meira »

Láðist að kynna sér reglur um fiskveiðar

Í gær, 18:39 Um kl. 23 í gærkvöldi urðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þess varir að norska línuskipið Fiskenes var búið að leggja línu inn fyrir mörk hryggningastoppsvæðisins sem er í gildi um þessar mundir samkvæmt reglugerð Samkvæmt henni eru allar veiðar bannaðar frá 12. apríl til og með 21. apríl. Meira »

Bjóða heimilislausum í páskamat

Í gær, 18:20 „Sonur minn, sem bjó á götunni, lést 15. október síðastliðinn. Ég hafði hitt hann tíu dögum áður og þá töluðum við að ég ætlaði að fara að snúa mér að því að vinna fyrir fólkið á götunni og nú er ég að því,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schram, móðir Þorbjörns Hauks Liljarssonar. Meira »

Spá versnandi færð fyrir austan

Í gær, 18:03 Það gengur í norðanátt með talsverðri rigningu á Austfjörðum annað kvöld, en snjóar á fjallvegum og því versnandi færð þar, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Búið að slökkva eldinn

Í gær, 17:50 Tekist hefur að ráða niðurlögum eldsins í Dalshrauni, sem kviknaði í íbúðarhúsnæði á efri hæð fyrr í dag. Fjórum var komið til bjargar á staðnum. Meira »

Eldsvoði í Dalshrauni

Í gær, 16:10 Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds sem logar í íbúð í Dalshrauni í Hafnarfirði. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðsins var töluverður eldur þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn. Meira »

Klofningur innan SA „fjarstæðukenndur“

Í gær, 15:16 „Þetta er algerlega fjarstæðukennd túlkun. Björn er grandvar maður og ef rétt er haft eftir honum þá þykja mér þessi ummæli einkennileg,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um ummæli Björns Snæbjörnssonar, formanns Starfsgreinasambandsins. Meira »

Gæðabakstur hækkar verð um 6,2%

Í gær, 15:04 Verð á öllum vörum Gæðabaksturs, Ömmubaksturs og Kristjánsbakarís hækka um 6,2% frá og með 1. maí. Í tilkynningu frá framleiðendunum kemur fram að hækkunin sé meðal annars til komin vegna verðhækkunar á hráefnum, svo sem um 30% á hveiti vegna uppskerubrests. Meira »

Stjórnsýslan þurfi að vera fljótari

Í gær, 13:15 Skilvirkara ferli þarf fyrir leyfisveitingar til fiskeldis á Íslandi. Þetta segir Gunnar Davíðsson, sjávarútvegsfræðingur og deildarstjóri atvinnuþróunardeildar Troms-fylkis í Noregi. Löngu ferli fylgi mikill kostnaður, fyrir fyrirtæki en einnig fyrir stjórnsýsluna. Meira »

Framsetning verðhækkana „ósmekkleg“

Í gær, 13:15 „Mér finnst ósmekklegt að setja þetta fram með þessum hætti. Þegar ríki og sveitarfélög setja inn í samninga að þau ætli að halda aftur af sér í verðhækkunum er skrýtið að fyrirtæki á almenna markaðnum ætli að vaða á undan,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Meira »

Segja heimildir og fordæmi til staðar

Í gær, 12:31 Isavia telur sig hafa fullnægjandi lagaheimildir til kyrrsetningar á flugvél Air Lease Corporation vegna skuldar umráðaaðilans WOW air og segir dómafordæmi í málinu. Þetta kemur fram í svari upplýsingafulltrúa Isavia við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Opnað að Dettifossi

Í gær, 10:39 Búið er að opna á ný fyrir umferð að Dettifossi, en svæðinu var upphaflega lokað seinniparinn á mánudaginn vegna asahláku.  Meira »

Vorfæri á skíðasvæðum landsins í dag

Í gær, 09:32 Vel viðrar til skíðaiðkunar víða um land á þessum laugardegi fyrir páskadag. Veður og færð eru ágæt víðast hvar, en höfuðborgarbúar sitja þó eftir þar sem skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli hefur verið lokað þennan veturinn. Meira »