Tortryggnin hefur aukist

Forstjóri Brimborgar er viss um að Procar-svindlið muni hafa áhrif ...
Forstjóri Brimborgar er viss um að Procar-svindlið muni hafa áhrif til skamms tíma á markaðinn með notaða bílaleigubíla. mbl.is/Hari

Vika er liðin frá því að fréttaskýringarþátturinn Kveikur uppljóstraði um svik bílaleigunnar Procar og Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar segist finna fyrir því að tortryggni þeirra sem eru að kaupa bíla hafi aukist. Of stuttur tími er þó liðinn til að sjá af sölutölum hvort þetta mál hafi haft einhver áhrif á markaðinn með notaða bílaleigubíla, sem þegar var orðinn nokkuð erfiður vegna mikils framboðs.

„Það mun örugglega hafa áhrif, sérstaklega til skamms tíma, þótt maður viti ekkert um langtímaáhrifin,“ segir Egill í samtali við mbl.is. Hann segir að bíluleigubílafloti hérlendra bílaleiga hafi farið yfir 27.000 bíla á háannatíma síðasta sumar.

„Endurnýjunin þarf að vera hátt í 40% á hverju ári, svo þetta er ansi mikið af notuðum bílaleigubílum sem þarf að selja á hverju ári. Síðan til viðbótar fór bransinn í heild sinni kannski aðeins of langt í að stækka flotann. Þannig að það þarf í rauninni að minnka flotann, og ofan í þessa umræðu. Það er ekki góður kokteill,“ segir Egill.

Þegar hefur hægst á sölunni, bara út af þeim fjölda notaðra bílaleigubíla sem streyma inn á bílasölur landsins. Brimborg starfrækir tvær bílaleigur, Dollar og Thrifty og Egill segir að það sé fyrirtækinu til happs að hafa tekið ákvörðun um að byrja að draga úr stærð flotans snemma árs 2018, þegar fyrirtækið átti á bilinu 1.100-1.200 bílaleigubíla.

Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar.
Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar. mbl.is/Styrmir Kári

„Við erum komin aðeins undir þúsund núna og stefnum á að vera bara í einhverjum 750-800 bílum í sumar. Stilla okkur af við endursölumarkaðinn,“ segir Egill og bætir við að í fyrra hafi sala á nýjum bílum til bílaleiga dregist saman um 18%. Greinin sé því „kannski svona eins og ferðaþjónustan öll, aðeins að hagræða og koma sér í „sync“ við ytra umhverfi“.

Ávinningurinn af svindlinu í endursölunni

Egill segir að Brimborg hafi það sem vinnureglu, þegar komi að því að verðsetja notaða bílaleigubíla, að reikna hvern kílómetra í „umframakstri,“ þ.e. akstri á ári umfram eðlilegan meðalakstur ökutækis í einkaeigu (um 17 þúsund km), til frádráttar á ásettu verði sem nemi 12 krónum.

Bílaleigubíll sem komi í sölu hjá Brimborg og sé ekinn um það bil 100.000 kílómetra á þremur árum, sem er ekki óeðlilegt með bílaleigubíla, sé þannig ekinn um 50.000 kílómetra í „umframakstri“ og þá miði umboðið við að draga 600.000 kr. af verðinu, þar sem 12 x 50.000 = 600.000.

Þetta dæmi segir Egill sýna hversu mikill ávinningur geti verið af stórtæku kílómetrasmælasvindli. Færri kílómetrar á mælinum þýði að bílar seljist á umtalsvert hærra verði.

„Ef þú selur 200 bíla á ári, í fimm ár, þá ertu að selja 1.000 bíla og 1.000 bílar x 600.000 eru 600 milljónir. Þá ertu allt í einu kominn með alvöruávinning, til að fara á glæpabrautina,“ segir Egill og bætir við að bílaleigubílar séu að auki veð vegna fjármögnunar bílaleiganna og að þegar þeir hækki í kílómetrastöðu, lækki veðið.

Ávinningur af því að skrúfa niður kílómetrafjöldann á ökutækjum getur ...
Ávinningur af því að skrúfa niður kílómetrafjöldann á ökutækjum getur verið mikill. Bæði fæst hærra verð fyrir bílana og þeir eru auðseljanlegri. mbl.is/Hari

„Fjármögnunarfyrirtækin eru að horfa á þessar tölur og kaupendur eru að horfa á þetta þegar þú selur. Þarna liggur freistingin, þetta er ástæðan fyrir því að menn fara þessa leið. Þetta eru tölurnar,“ segir Egill og nefnir einnig að með því að gera bílana auðseljanlegri losni bílaleigur undan vaxtakostnaði.

„Því að því lengur sem bíllinn er óseldur, því lengur þarftu að borga vexti til fjármögnunarfyrirtækisins. Það er alveg ofboðslegur ávinningur að gera þetta,“ segir forstjórinn.

Hafa viðurkennt að hafa átt við 100-120 bíla

Því skal haldið til haga að þær tölur sem settar eru hér upp eru sem dæmi um hver mögulegur ávinningur bílaleigu gæti verið af þessu athæfi, að því gefnu að það væri gríðarlega gróft og snerti hvern einasta bíl sem bílaleigan seldi. Ekki lítur út fyrir að Procar hafi skrúfað 1.000 bíla niður um 50.000 kílómetra hvern.

Bílaleigan Procar hefur beðist afsökunar á því sem gerðist, en ...
Bílaleigan Procar hefur beðist afsökunar á því sem gerðist, en ekki leiðrétt rangindi sem voru í afsökunarbeiðninni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bílaleigan sagði í yfirlýsingu síðasta þriðjudag að á árunum 2013-2015 hefði fyrirtækið selt um 650 notaðar bifreiðar og að ekki liggi endanlega fyrir við hve margar hafi verið átt með þessum hætti. Mögulega væru þær um 100-120.

Greint var frá því á mbl.is í gær að a.m.k. 19 bifreiðar, sem Procar seldi árin 2017 og 2018, hefðu verið „spólaðar til baka“. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hversu marga notaða bíla Procar seldi í heildina á þeim árum.

Sjaldnast hægt að skoða raunaksturinn

Í yfirlýsingu sem Brimborg sendi á mbl.is í gærkvöldi kom fram að fyrirtæki ætlaði að hjálpa þeim bíleigendum sem hafi keypt bíla af Procar, sem séu af þeim tegundum sem Brimborg hefur umboð fyrir hérlendis.

„Við ætlum að hjálpa þeim að ræða við þessa lögmannsstofu sem að Procar benti á til að fá þessi gögn, sumir treysta sér ekki endilega í svoleiðis sjálfir. Síðan getum við tékkað á okkar kerfum, hvort umræddir bílar hafi komið til okkar í þjónustu á einhverju tímabili, kannski vegna ábyrgðarviðgerða,“ segir Egill.

Hann segir að fyrirtækið sé búið að ræða við alla sína framleiðendur og að þau svör hafi fengist frá öllum, nema reyndar Volvo, að ekki væri hægt að sannreyna kílómetrastöðu bílanna á neinn hátt með því að fara inn í hugbúnað bílsins.

Á annan tug einstaklinga sem keyptu bíla sem áður voru í eigu Procar hafa sett sig í samband við Brimborg. Egill segir að fólk sé ánægt með að umboðið reyni að hjálpa, þó að ekki sé hægt að lofa neinni niðurstöðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fjallvegir víða lokaðir

14:58 Búið er að loka fjölmörgum fjallvegum á landinu vegna óveðurs. Mývatns- og Möðrudalsöræfi eru lokuð sem og Vopnafjarðarheiði. Sömu sögu er að segja um Víkurskarð, Hófaskarð, Ólafsfjarðarmúla og Fjarðarheiði. Lyngdalsheiðin er sögð lokuð um tíma. Meira »

Dómaraskipun ekki fyrirstaða

14:52 Einn þeirra dómara sem dæmdi í máli Glitnis gegn Stundinni fyrir Landsrétti var Ragnhildur Bragadóttir sem er einn af dómurum sem skipaðir voru í embætti dómara í ferli sem Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur gert athugasemd við. Hæstiréttur staðfesti í dag dóms Landsréttar í málinu. Meira »

Milljarðar í gjöld til bókunarþjónusta

14:40 Þóknunargjöld íslenskra gististaða til erlendra bókunarþjónusta nema milljörðum króna á hverju ári. Þetta fullyrðir Ferðamálastofa, sem segir lítið gegnsæi og refsingar sem gististaðir eru beittir vera meðal þess sem vekur athygli í nýrri rannsókn á þætti bókunarfyrirtækja í rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar. Meira »

Fundað hjá WOW air

14:30 Boðað var til starfsmannafundar í höfuðstöðvum WOW air í Borgartúni kl. 14. Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi flugfélagsins ræddi við mbl.is fyrir fundinn og af svörum hennar mátti dæma að ekki stæði til að færa starfsmönnum nein váleg tíðindi. Meira »

„Vonum að fólk fylgist vel með veðri“

14:28 „Við vonum að fólk fylgist vel með veðri og fari kannski í fyrra fallinu heim úr vinnu því umferðin verður þyngri,“ segir varðstjóri slökkviliðsins. Von er á krappri lægð yfir landið og færð gæti spillst víða um land þar með talið á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Leggja til orkupakka með fyrirvara

14:22 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að leggja fyrir Alþingi þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Tillagan inniheldur fyrirvara um að sá hluti er snýr að flutningi raforku yfir landamæri komi ekki til framkvæmda nema með aðkomu Alþingis á nýjan leik, að því er segir á vef stjórnarráðsins. Meira »

Malbikað fyrir 1,4 milljarða

14:16 Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við malbikun á þessu ári. Til stendur að malbika 35 kílómetra af götum borgarinnar sem mun kosta rúmar 1.400 milljónir króna. Meira »

Ferðamenn rólegir yfir verkfallinu

14:05 Ferðamenn í anddyri Grand Hótel Reykjavík virtust ekki kippa sér mikið upp við verkfall hótelstarfsfólks sem hófst á miðnætti. Allt virtist með kyrrum kjörum á meðan verkfallsverðir Eflingar gengu um svæðið. Meira »

Strompurinn fellur - beint

13:57 Skorsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi verður felldur í dag og er hægt að fylgjast með aðgerðinni í beinni útsendingu. Gert er ráð fyrir að fella mannvirkið í tveimur hlutum með nokkurra sekúndna millibili sá efri kem­ur til með að falla í suðaust­ur en neðri hlut­inn fell­ur í suðvest­ur. Meira »

Segir tækifæri í sjálfsiglandi skipum

13:45 Sjálfsiglandi skip og leiðir til þess að tryggja gæði neysluvatns verða meðal umræðuefna á degi verkfræðinnar á morgun. Sæmundur E. Þorsteinsson lektor segir mikil tækifæri felast í rafknúnum sjálfsiglandi skipum sem draga úr álagi á vegakerfinu. Meira »

Aðkoma ríkisins ekkert verið rædd

13:25 „Það hefur ekkert verið rætt um fjárhagslega aðkomu ríkisins að þessu máli og þessar viðræður verða bara að hafa sinn gang. Þessi félög hafa sett sér tímamörk í því og það er bara það sem stendur yfir,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is. Meira »

Skýr skilaboð um að eitthvað sé í gangi

13:18 „Því miður hefur verið töluvert um verkfallsbrot,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um sólarhringsverkfall Eflingar og VR. Nokkuð sé líka um að verkfallsvörðum sé ekki hleypt inn. Þá segir hún starfsfólk þrifafyrirtækja áhugasamt um að fá að einnig að beita verkfallsvopninu. Meira »

Minni háttar slys er bíll fauk út af

13:07 Minni háttar slys urðu á fólki þegar bíll fauk út af veginum og valt rétt austan við Holtsós undir Eyjafjöllum um hádegið í dag, að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Aðeins er farið að bæta í vind undir Eyjafjöllum en aðeins austar er veðrið verra. Meira »

Forsætisráðherra á afmælisfundi í Brussel

12:52 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti fund með leiðtogaráði Evrópusambandsins ásamt forsætisráðherrum Noregs og Liechtensteins í Brussel í morgun í tilefni 25 ára afmælis EES-samningsins. Meira »

Færa aðalfund til að sýna samstöðu

12:12 Vegna verkfallsboðunar VR og Eflingar á hótelum dagana 28. og 29. mars hefur stjórn VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna, tekið þá ákvörðun að breyta fundarstað aðalfundar sem auglýstur var á Grand hótel Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VM. Meira »

„Fundað stíft þar til annað kemur í ljós“

12:09 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist eiga von á því að deiluaðilar muni funda stíft þar til annað kemur í ljós. Hann gat ekki svarað því hvort fundað yrði í húsakynnum sáttasemjara í dag, en segir VR vera að „vinna að fullu“ innandyra hjá sér. Meira »

Kröpp lægð gengur yfir landið

12:08 Miðja krapprar og djúprar lægðar er nú yfir Austfjörðum og er hún á leið til norðurs og síðar norðausturs. Versta veðrið vegna þessarar lægðar nú síðdegis verður á svæðinu frá Tröllaskaga og austur á sunnanverða Austfirði, þar eru í gildi appelsínugular viðvaranir. Meira »

„Munum halda áfram að berjast“

11:48 „Við mótmælum því að skólsystir okkar Zainab Safari verði send úr landi. Hér eru tæplega 600 undirskriftir sem eru aðallega nemendur í skólanum og hér eru um 6.200 rafrænar undirskriftir frá fólki sem er að mótmæla þessu með okkur, “ sagði nemandi í Hagaskóla við afhendingu undirskriftarlistans. Meira »

Dómurinn tjáningarfrelsinu í vil

11:42 „Frelsið hefur sigrað“ er yfirskrift tilkynningar frá ritstjórum og aðstandendum Stundarinnar og Reykjavík Media í kjölfar þess að Hæstiréttur kvað upp dóm í lögbannsmáli þrotabús Glitnis á hendur fjölmiðlunum tveim. Meira »
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...