3.000 skammtar koma með hraðsendingu í dag

Þrjú þúsund skammtar af bóluefni við mislingum koma til landsins …
Þrjú þúsund skammtar af bóluefni við mislingum koma til landsins í dag með hraðsendingu. AFP

„Það verður enginn skortur,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en þrjú þúsund skammtar af bóluefni við mislingum koma til landsins í dag með hraðsendingu.

Mikið álag hefur verið á heilbrigðisstarfsmönnum síðustu daga eftir að fjórir einstaklingar greindust með mislinga vegna fyrirspurna um sjúkdóminn og hugsanlegt smit.

Grunur leikur nú á að einstaklingur með mislingasmit hafi verið á leikskólanum Tjarnarskógi á Egilsstöðum á mánudag og þriðjudag. Búist er við að staðfesting fáist í dag á því hvort um mislingasmit sé að ræða. Er þetta annar leikskólinn á Austurlandi þar sem grunur er um mislingasmit. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert