Fossvogsbörnin enn í biðstöðu

Frá Fossvogsskóla.
Frá Fossvogsskóla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fulltrúar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Fossvogsskóla vinna enn að því að finna húsnæði fyrir starfssemi skólans. Ekkert verður úr því að kennsla hefjist á nýjum stað á mánudag eins og vonir stóðu til.

Boðið verður upp á frístund fyrir börnin á mánudag.

Til stóð að þeim nem­end­um sem ekki geta stundað nám í hús­næði Foss­vogs­skóla vegna mygl­unn­ar yrði kennt í Fann­borg í Kópa­vogi en við skoðun þar komu í ljós raka­skemmd­ir.

Fram kemur í bréfi til foreldra nemenda í dag að verið sé að skoða húsnæði í Laugardal og nágrenni hans. 

Skólastjóri segist ánægður með þann skilning sem foreldrar sína stjórnendum í þeirri flóknu stöðu sem upp er komin.

mbl.is