„Ósjálfbær neysla okkar hefur farið úr böndunum“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. mbl.is/Valli

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpaði í dag Umhverfisþing Sameinuðu þjóðanna fyrir Íslands hönd. Neysla, sóun, náttúruvernd og barátta gegn plastmengun var meðal þess sem ráherra lagði áherslu á.

„Ósjálfbær neysla okkar hefur farið úr böndunum, með skaðlegum áhrifum á umhverfið og loftslagið,“ sagði Guðmundur Ingi og benti á þá gríðarlegu sóun á matvælum sem ætti sér stað í heiminum – á heimsvísu væri einum þriðju hluta matvæla hent. Ekki einungis væri stórum hluta matarins síðan pakkað í plastumbúðir, með tilheyrandi skaðlegum umhverfisáhrifum, heldur gætu matvælin sjálf nú bókstaflega innihaldið plast, að því er ráðuneytið greinir frá í tilkynningu.

Fram kom í máli ráðherra að Ísland legði ríka áherslu á að takast á við plastvandann í heiminum, meðal annars undir formennsku sinni í Norðurskautsráðinu, sem hefst síðar á árinu. Ísland styddi af fullum krafti alþjóðlegar aðgerðir varðandi plastvandann, þar með talið ályktun sem liggur fyrir Umhverfisþinginu um ferli til að ná á alþjóðavísu utan um plast í hafi og örplast. Vonandi gæti það í framtíðinni þróast yfir í lagalega bindandi samning.

Mörg tækifæri og lausnir

Guðmundur Ingi benti á að góðu fréttirnar væru að mörg tækifæri og lausnir væru fyrir hendi. Sá úrgangur sem til félli fæli til dæmis í sér verðmæti og mikilvægt að sóa þeim ekki heldur koma þeim aftur inn í hringrásina og nota þau þannig aftur og aftur.

Ráðherra undirstrikaði að á næsta ári myndi alþjóðasamfélagið semja um ný markmið varðandi líffræðilegan fjölbreytileika í heiminum sem taka myndu gildi árið 2030. Áríðandi væri að leggja áherslu á vernd búsvæða, takast á við ágengar framandi tegundir og að endurheimta skóga, votlendi og önnur mikilvæg vistkerfi. Einnig þyrfti að hafa í huga að markmið vegna mismunandi áskorana í umhverfismálum taki til aðgerða sem nýtast við sameiginlega úrlausn þeirra þannig að samlegðaráhrif náist, að því er segir í tilkynningu.

Vinnum gegn eyðimerkurmyndum og loftlagsbreytingum

„Íslenska ríkisstjórnin hefur haft slíka nálgun til grundvallar í aðgerðaáætlun sinni í loftslagsmálum. Einn af meginþáttum áætlunarinnar er endurheimt skóga og votlendis. Með þessu vinnum við samtímis gegn eyðimerkurmyndum og loftslagsbreytingum, um leið og við aukum líffræðilegan fjölbreytileika,“ sagði hann.

Fram kom í máli Guðmundar Inga að íslenska ríkisstjórnin leggi áherslu á náttúruvernd og undirbúi nú stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands sem næði meðal annars yfir stór og víðáttumikil víðerni. Hann benti á að þjóðgarðurinn yrði þá langstærsti þjóðgarður Evrópu.

Ráðherra hefur setið Umhverfisþingið síðan á þriðjudag og meðal annars tekið þátt í pallborði um nýja skýrslu Umhverfisstofnunar SÞ og fleiri sem fjallar um breytingar á lífríki og mannlífi á Norðurslóðum vegna loftslagsbreytinga.

Auk þess hefur Guðmundur Ingi m.a. átt tvíhliða fundi með Joyce Msuya, starfandi framkvæmdastjóra Umhverfisstofnunar SÞ, Carlos Manuel Rodriguez, umhverfisráðherra Kosta Ríka og fleirum. Að frumkvæði Afríkuskrifstofu Umhverfisstofnunar SÞ fór einnig fram fundur um landgræðslumál og samstarf Íslands við stofnunina.

mbl.is

Innlent »

Hélstu að veturinn væri búinn?

06:50 Veðurfræðingur Veðurstofu Íslands segir ljóst að veturinn sé ekki tilbúinn til að sleppa af okkur takinu ennþá ef marka má veðurhorfur á landinu næstu daga. Slydda og stormur eru meðal þess sem bíður handan við hornið. Meira »

Þrjú útköll á Akureyri

06:19 Lögreglan á Akureyri þurfti í þrígang að aðstoða fólk innanbæjar í nótt vegna foks á lausamunum. Um fimm í morgun mældust 29 metrar á sekúndu í hviðum þar. 9 stiga hiti var á Akureyri undir morgun. Meira »

Klæðalítill með hávaða og læti

06:12 Lögreglan var kölluð út um miðnætti vegna ofurölvaðs gests á hóteli í hverfi 105. Þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn, sem er erlendur ferðamaður, klæðalítill á stigagangi með hávaða og læti. Meira »

Flug WOW á áætlun

05:51 Flugvél WOW air sem var að koma frá Montreal í Kanada lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 4:13 í nótt en vélin átti að koma hingað til lands sólarhring fyrr. Alls komu sex vélar WOW frá Norður-Ameríku í morgun. Meira »

Vilja umbreyta skuldum

05:30 Kröfuhafar og skuldabréfaeigendur WOW air funduðu í þriðja sinn í gærkvöldi. Markmiðið var að afla nægilega margra undirskrifta vegna áætlunar um að umbreyta skuldum í 49% hlutafjár. Söfnunin var sögð hafa gengið vel. Þó hafði ekki tekist að afla tilskilins fjölda þegar Morgunblaðið fór í prentun. Meira »

Sókn eftir sæbjúgum mögulega of stíf

05:30 Í nýrri ráðgjöf um veiðar á sæbjúgum á skilgreindum svæðum frá 1. apríl til loka fiskveiðiárs er miðað við að afli samtals fari ekki yfir 883 tonn. Það sem af er fiskveiðiári er búið að landa 2.300 tonnum. Meira »

Hvalaafurðir fluttar út fyrir 940 milljónir

05:30 Alls voru 1.469 tonn af hvalaafurðum flutt út á síðasta ári. Árið 2017 voru flutt úr 1.407 tonn og 1529 tonn árið 2016, en tvö síðartöldu árin voru veiðar á stórhvelum ekki stundaðar við landið. Meira »

Sameinast um úrvinnslu veðurgagna

05:30 Ársfundur Veðurstofu Íslands er haldinn í dag undir yfirskriftinni: Nýjar áskoranir - nýjar leiðir. Honum verður streymt á netinu og fást nánari upplýsingar á vefnum vedur.is eða Facebooksíðu Veðurstofu Íslands. Meira »

Eldi á ófrjóum laxi hefst á Austfjörðum

05:30 Fiskeldi Austfjarða hefur fengið rekstrar- og starfsleyfi til stækkunar fiskeldis síns í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Gefur það fyrirtækinu möguleika á að auka laxeldi sitt. Meira »

Munnhirða unglingsstráka slæm

05:30 Strákar í tíunda bekk drekka meira gos og bursta sjaldnar tennurnar en stelpur á sama aldri. Þetta kemur fram í rannsóknarverkefni Dönu Rúnar Heimisdóttur tannlæknis sem fjallar um neyslu- og tannhirðuvenjur unglinga. Meira »

Auknar líkur á ofanflóðum

Í gær, 23:55 Veðurstofan varar við auknum líkum á ofanflóðum á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum í nótt og fyrramálið. Talsvert mikið rigndi á þessum slóðum í dag samfara leysingu í hlýindum. Meira »

Alþingi heldur sig frá samfélagsmiðlum

Í gær, 22:36 Engin áform eru uppi um að birta auglýsingar frá Alþingi á samfélagsmiðlum eins og Facebook, Instagram, YouTube og Twitter. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um auglýsingar á samfélagsmiðlum. Meira »

Óvænt í rekstur í Wales

Í gær, 22:20 Röð tilviljana leiddi til þess að Sveinbjörn Stefán Einarsson, tuttugu og þriggja ára gamall Íslendingur, varð meðeigandi að bókabúðinni Bookends í bænum Cardigan í Wales. Meira »

Utanríkisráðuneytið hlýtur jafnlaunavottun

Í gær, 21:45 Utanríkisráðuneytið hefur hlotið jafnlaunavottun frá Vottun hf. sem er staðfesting þess að jafnlaunakerfi ráðuneytisins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins. Meira »

Barátta óháð kapítalískum fyrirtækjum

Í gær, 21:37 „Verkalýðsbarátta snýst um að tryggja vinnuaflinu mannsæmandi afkomu sama hvað kapítalísk fyrirtæki gera,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, við mbl.is. Fundi verkalýðsfélaga við SA var slitið fyrr en áætlað var í dag vegna óvissunnar varðandi WOW air. Meira »

Hefur gengið 1.157 sinnum á Ingólfsfjall

Í gær, 21:25 „Éljagangur og þoka eins og stundum hafa komið stoppa mig ekki. Mér er fyrir öllu að hreyfa mig og halda mér í formi og því eru fjallgöngurnar fastur liður í mínu daglega lífi,“ segir Magnús Öfjörð Guðjónsson á Selfossi. Hann er útivistargarpur og gengur nánast daglega á Ingólfsfjall sem er bæjarfjall Selfossbúa. Meira »

Kröfuhafar hlynntir endurreisn WOW air

Í gær, 20:58 Kröfuhafar WOW air funduðu klukkan hálfsjö í kvöld. Fundarefnið var áætlun um að umbreyta skuldum WOW air í 49% hlutafjár í félaginu. Samkvæmt heimildum blaðsins var einhugur um áætlunina. Hreyfði enginn mótmælum. Meira »

Fyrirhuguð verkföll á næstunni

Í gær, 19:20 Takist ekki að semja í yfirstandandi kjaradeilum og afstýra þar með frekari verkföllum, að minnsta kosti á meðan tekin er afstaða til þess sem samið hefur verið um, eru eftirfarandi verkföll fram undan miðað það sem hefur verið ákveðið. Meira »

Yrði að sjálfsögðu högg

Í gær, 19:13 Ríkisstjórnin hefur áhyggjur af stöðu WOW air og hefur haft lengi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að erfiðleikarnir hafi legið ljósir fyrir í töluverðan tíma. Forsvarsmenn WOW air funduðu í dag með Samgöngustofu. Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Bókhaldsþjónusta
Skattframtöl, bókhald, ársreikningar, vsk uppgjör & launauppgjör, stofnun félaga...