Sjö kátir hvolpar í Kolsholti

Þetta eru ljúfar skepnur, hlýðnar og verða fljótt hluti af …
Þetta eru ljúfar skepnur, hlýðnar og verða fljótt hluti af fjölskyldunni, segir Helena Þórðardóttir. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Frjósemin er mikil, kannski af því að hér fá hundarnir gott atlæti og eru af sterkum stofni,“ segir Helena Þórðardóttir í Kolsholti í Flóa. Með fjölskyldu sinni hefur hún um árabil sinnt ræktun íslenska fjárhundsins og heldur bæði hunda og tíkur.

Til tíðinda bar í Kolsholti síðastliðinn sunnudag að tíkin Kúnst gaut í fyrsta sinn og voru hvolparnir alls sjö. Þeir eru komnir undan Vini, hundi sem fjölskyldan á einnig. Vinur hefur gagnast vel í hundaræktinni og undan honum eru mörg afkvæmi komin.

Kúnst er fjórða tíkin í Kolsholti sem á sjö hvolpa, en þar á bæ hafa komið fimm got í röð með sjö hvolpum hvert; það er 35 stykki samtals á þremur og hálfu ári. „Ég átti ekki von á að Kúnst gyti fyrr en nokkuð væri liðið á þessa viku. Þegar ég svo kom heim úr vinnu núna á sunnudaginn voru hér komnir sjö hvolpar sem var mjög óvænt, en afar skemmtilegt. Meðgangan var aðeins 61 dagur en er að jafnaði 65 dagar,“ segir Helena.

Sjá samtal við Helenu í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »