Ákveða um mál fyrir Landsrétti í dag

Dómsalir Landsréttar hafa verið tómir megnið af þessari viku vegna …
Dómsalir Landsréttar hafa verið tómir megnið af þessari viku vegna frestun mála í kjölfar dóms MDE. Tilkynnt verður í dag hvernig málum verður háttað í næstu viku. mbl.is/Hanna

Tekin verður ákvörðun í dag um hvernig dagskrá Landsréttar verður háttað í næstu viku, segir Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, í samtali við mbl.is. Landsréttur frestaði öllum málum sem var á dagskrá dómstólsins í þessari viku fram að helgi vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE).

Fram hefur komið að dómarar við Landsrétt telja að dómur MDE nái til allra fimmtán dómara við dómstólin og var ákveðið að fresta öllum málum fram að helgi á þeim grundvelli.

Tilkynnt verður um ákvörðun Landsréttar upp úr hádegi í dag, að sögn Björns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert