Setti upp bláu ljósin til hræða

mbl.is/Júlíus

Lögreglan stöðvaði för bifreiðar í nótt í Hafnarfirði en ökumaður bifreiðarinnar notaði blá neyðarljós í akstri eins og hann væri að reyna að stöðva ökutæki sem á undan var ekið. 

Þegar lögreglumenn ætluðu að hafa afskipti af ökumanninum jók hann hraða bifreiðar sinnar og reyndi að aka burt.  Aðspurður um brotið sagði ökumaðurinn að bifreiðinni á undan honum hefði svínað fyrir sig og hann hafi ætlað að hræða þann ökumann. Búnaðurinn var haldlagður og skýrsla rituð, segir í dagbók lögreglunnar eftir nóttina.

Síðdegis í gær barst lögreglu ábending um konu sem hafði lagst fyrir framan bifreið á Miklubrautinni. Þegar lögregla kom á vettvang var vegfarandi búinn að færa konuna af akbrautinni en konan var í annarlegu ástandi og framvísaði hún ætluðum fíkniefnum við afskipti lögreglu. Konunni var að loknum viðræðum ekið á heilbrigðisstofnun þar sem hún ætlaði að leita aðstoðar.

Tveir menn í annarlegu ástandi voru handteknir í gærkvöldi í hverfi 104 grunaðir um innbrot/þjófnað og nytjastuld bifreiðar. Mennirnir voru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Síðdegis var einnig tilkynnt um innbrot í leigubíl í hverfi 101 en úr honum var stolið staðsetningartæki, radarvara ofl. 

Líkt og flesta daga voru ökumenn í vímu stöðvaðir í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu.

Síðdegis var bifreið stöðvuð i hverfi 108. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.

Lögreglan stöðvaði bifreið í hverfi 108 ígærkvöldi eftir að ökumaðurinn hafði ekki virt stöðvunarskyldu við gatnamót. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíknefna, akstur bifreiðar án réttinda þ.e. hefur aldrei öðlast ökuréttindi og brot á vopnalögum.

Bifreið stöðvuð í hverfi 101 skömmu eftir miðnætti eftir að bifreiðinni hafði verið ekið yfir gatnamót gegn rauðu ljósi. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og hafði ekki ökuskírteini sitt meðferðis.

Um eitt í nótt var bifreið stöðvuð í hverfi 104.  Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og hafði ekki ökuskírteini sitt meðferðis.

Á fjórða tímanum í nótt urðu lögreglumenn vitni að umferðaróhappi í hverfi 101 þar sem bifreið er bakkað á aðra kyrrstæða.  Tjónvaldur er grunaður um ölvun við akstur og voru rúður á bifreið hans ísaðar og útsýni því lítið.

Síðdegis í gær var bifreið stöðvuð í Garðabæ og er ökumaðurinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og aka sviptur ökuréttindum.

Ekið var á lögreglubifreið í Hafnarfirði um eitt í nótt og er tjónvaldur grunaður um ölvun við akstur og akstur sviptur ökuréttindum. Tjónvaldur er vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

mbl.is

Innlent »

Hélstu að veturinn væri búinn?

06:50 Veðurfræðingur Veðurstofu Íslands segir ljóst að veturinn sé ekki tilbúinn til að sleppa af okkur takinu ennþá ef marka má veðurhorfur á landinu næstu daga. Slydda og stormur eru meðal þess sem bíður handan við hornið. Meira »

Þrjú útköll á Akureyri

06:19 Lögreglan á Akureyri þurfti í þrígang að aðstoða fólk innanbæjar í nótt vegna foks á lausamunum. Um fimm í morgun mældust 29 metrar á sekúndu í hviðum þar. 9 stiga hiti var á Akureyri undir morgun. Meira »

Klæðalítill með hávaða og læti

06:12 Lögreglan var kölluð út um miðnætti vegna ofurölvaðs gests á hóteli í hverfi 105. Þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn, sem er erlendur ferðamaður, klæðalítill á stigagangi með hávaða og læti. Meira »

Flug WOW á áætlun

05:51 Flugvél WOW air sem var að koma frá Montreal í Kanada lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 4:13 í nótt en vélin átti að koma hingað til lands sólarhring fyrr. Alls komu sex vélar WOW frá Norður-Ameríku í morgun. Meira »

Vilja umbreyta skuldum

05:30 Kröfuhafar og skuldabréfaeigendur WOW air funduðu í þriðja sinn í gærkvöldi. Markmiðið var að afla nægilega margra undirskrifta vegna áætlunar um að umbreyta skuldum í 49% hlutafjár. Söfnunin var sögð hafa gengið vel. Þó hafði ekki tekist að afla tilskilins fjölda þegar Morgunblaðið fór í prentun. Meira »

Sókn eftir sæbjúgum mögulega of stíf

05:30 Í nýrri ráðgjöf um veiðar á sæbjúgum á skilgreindum svæðum frá 1. apríl til loka fiskveiðiárs er miðað við að afli samtals fari ekki yfir 883 tonn. Það sem af er fiskveiðiári er búið að landa 2.300 tonnum. Meira »

Hvalaafurðir fluttar út fyrir 940 milljónir

05:30 Alls voru 1.469 tonn af hvalaafurðum flutt út á síðasta ári. Árið 2017 voru flutt úr 1.407 tonn og 1529 tonn árið 2016, en tvö síðartöldu árin voru veiðar á stórhvelum ekki stundaðar við landið. Meira »

Sameinast um úrvinnslu veðurgagna

05:30 Ársfundur Veðurstofu Íslands er haldinn í dag undir yfirskriftinni: Nýjar áskoranir - nýjar leiðir. Honum verður streymt á netinu og fást nánari upplýsingar á vefnum vedur.is eða Facebooksíðu Veðurstofu Íslands. Meira »

Eldi á ófrjóum laxi hefst á Austfjörðum

05:30 Fiskeldi Austfjarða hefur fengið rekstrar- og starfsleyfi til stækkunar fiskeldis síns í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Gefur það fyrirtækinu möguleika á að auka laxeldi sitt. Meira »

Munnhirða unglingsstráka slæm

05:30 Strákar í tíunda bekk drekka meira gos og bursta sjaldnar tennurnar en stelpur á sama aldri. Þetta kemur fram í rannsóknarverkefni Dönu Rúnar Heimisdóttur tannlæknis sem fjallar um neyslu- og tannhirðuvenjur unglinga. Meira »

Auknar líkur á ofanflóðum

Í gær, 23:55 Veðurstofan varar við auknum líkum á ofanflóðum á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum í nótt og fyrramálið. Talsvert mikið rigndi á þessum slóðum í dag samfara leysingu í hlýindum. Meira »

Alþingi heldur sig frá samfélagsmiðlum

Í gær, 22:36 Engin áform eru uppi um að birta auglýsingar frá Alþingi á samfélagsmiðlum eins og Facebook, Instagram, YouTube og Twitter. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um auglýsingar á samfélagsmiðlum. Meira »

Óvænt í rekstur í Wales

Í gær, 22:20 Röð tilviljana leiddi til þess að Sveinbjörn Stefán Einarsson, tuttugu og þriggja ára gamall Íslendingur, varð meðeigandi að bókabúðinni Bookends í bænum Cardigan í Wales. Meira »

Utanríkisráðuneytið hlýtur jafnlaunavottun

Í gær, 21:45 Utanríkisráðuneytið hefur hlotið jafnlaunavottun frá Vottun hf. sem er staðfesting þess að jafnlaunakerfi ráðuneytisins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins. Meira »

Barátta óháð kapítalískum fyrirtækjum

Í gær, 21:37 „Verkalýðsbarátta snýst um að tryggja vinnuaflinu mannsæmandi afkomu sama hvað kapítalísk fyrirtæki gera,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, við mbl.is. Fundi verkalýðsfélaga við SA var slitið fyrr en áætlað var í dag vegna óvissunnar varðandi WOW air. Meira »

Hefur gengið 1.157 sinnum á Ingólfsfjall

Í gær, 21:25 „Éljagangur og þoka eins og stundum hafa komið stoppa mig ekki. Mér er fyrir öllu að hreyfa mig og halda mér í formi og því eru fjallgöngurnar fastur liður í mínu daglega lífi,“ segir Magnús Öfjörð Guðjónsson á Selfossi. Hann er útivistargarpur og gengur nánast daglega á Ingólfsfjall sem er bæjarfjall Selfossbúa. Meira »

Kröfuhafar hlynntir endurreisn WOW air

Í gær, 20:58 Kröfuhafar WOW air funduðu klukkan hálfsjö í kvöld. Fundarefnið var áætlun um að umbreyta skuldum WOW air í 49% hlutafjár í félaginu. Samkvæmt heimildum blaðsins var einhugur um áætlunina. Hreyfði enginn mótmælum. Meira »

Fyrirhuguð verkföll á næstunni

Í gær, 19:20 Takist ekki að semja í yfirstandandi kjaradeilum og afstýra þar með frekari verkföllum, að minnsta kosti á meðan tekin er afstaða til þess sem samið hefur verið um, eru eftirfarandi verkföll fram undan miðað það sem hefur verið ákveðið. Meira »

Yrði að sjálfsögðu högg

Í gær, 19:13 Ríkisstjórnin hefur áhyggjur af stöðu WOW air og hefur haft lengi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að erfiðleikarnir hafi legið ljósir fyrir í töluverðan tíma. Forsvarsmenn WOW air funduðu í dag með Samgöngustofu. Meira »