Setti upp bláu ljósin til hræða

mbl.is/Júlíus

Lögreglan stöðvaði för bifreiðar í nótt í Hafnarfirði en ökumaður bifreiðarinnar notaði blá neyðarljós í akstri eins og hann væri að reyna að stöðva ökutæki sem á undan var ekið. 

Þegar lögreglumenn ætluðu að hafa afskipti af ökumanninum jók hann hraða bifreiðar sinnar og reyndi að aka burt.  Aðspurður um brotið sagði ökumaðurinn að bifreiðinni á undan honum hefði svínað fyrir sig og hann hafi ætlað að hræða þann ökumann. Búnaðurinn var haldlagður og skýrsla rituð, segir í dagbók lögreglunnar eftir nóttina.

Síðdegis í gær barst lögreglu ábending um konu sem hafði lagst fyrir framan bifreið á Miklubrautinni. Þegar lögregla kom á vettvang var vegfarandi búinn að færa konuna af akbrautinni en konan var í annarlegu ástandi og framvísaði hún ætluðum fíkniefnum við afskipti lögreglu. Konunni var að loknum viðræðum ekið á heilbrigðisstofnun þar sem hún ætlaði að leita aðstoðar.

Tveir menn í annarlegu ástandi voru handteknir í gærkvöldi í hverfi 104 grunaðir um innbrot/þjófnað og nytjastuld bifreiðar. Mennirnir voru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Síðdegis var einnig tilkynnt um innbrot í leigubíl í hverfi 101 en úr honum var stolið staðsetningartæki, radarvara ofl. 

Líkt og flesta daga voru ökumenn í vímu stöðvaðir í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu.

Síðdegis var bifreið stöðvuð i hverfi 108. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.

Lögreglan stöðvaði bifreið í hverfi 108 ígærkvöldi eftir að ökumaðurinn hafði ekki virt stöðvunarskyldu við gatnamót. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíknefna, akstur bifreiðar án réttinda þ.e. hefur aldrei öðlast ökuréttindi og brot á vopnalögum.

Bifreið stöðvuð í hverfi 101 skömmu eftir miðnætti eftir að bifreiðinni hafði verið ekið yfir gatnamót gegn rauðu ljósi. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og hafði ekki ökuskírteini sitt meðferðis.

Um eitt í nótt var bifreið stöðvuð í hverfi 104.  Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og hafði ekki ökuskírteini sitt meðferðis.

Á fjórða tímanum í nótt urðu lögreglumenn vitni að umferðaróhappi í hverfi 101 þar sem bifreið er bakkað á aðra kyrrstæða.  Tjónvaldur er grunaður um ölvun við akstur og voru rúður á bifreið hans ísaðar og útsýni því lítið.

Síðdegis í gær var bifreið stöðvuð í Garðabæ og er ökumaðurinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og aka sviptur ökuréttindum.

Ekið var á lögreglubifreið í Hafnarfirði um eitt í nótt og er tjónvaldur grunaður um ölvun við akstur og akstur sviptur ökuréttindum. Tjónvaldur er vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

mbl.is

Innlent »

Óvissuþættir í fjármálaáætlun

14:47 Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2020 til 2024 gerir ráð fyrir að hægi á hagvexti, en að hann haldist um 2,5% á tímabilinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í samtali við mbl.is að hann geri sér grein fyrir því að forsendur áætlunarinnar geti breyst. Meira »

Ákærður fyrir nauðgun og líkamsárás

13:48 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot og blygðunarsemisbrot gegn ósjálfráða manni á heimili sínu fyrir þremur árum. Meira »

4 milljörðum meira til samgöngumála

13:15 Fjögurra milljarða viðbótaraukning verður frá gildandi fjármálaáætlun til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020. Þetta kemur fram í nýrri fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem var kynnt í dag. Meira »

Krefst viðbótargreiðslu vegna Herjólfs

12:55 Skipasmíðastöðin Crist S.A., sem hefur nánast lokið smíði nýs Herjólfs, gerir kröfu um viðbótargreiðslur sem ekki eru í samræmi við samninginn um smíðina. Vegagerðin hefur hafnað kröfunni. Meira »

47 þúsund Íslendingar búa erlendis

12:46 Rúmlega 47 þúsund Íslendingar eru búsettir erlendis og 44 þúsund erlendir ríkisborgarar eru búsettir hér á landi, að því er fram kemur í yfirliti Þjóðskrár yfir skráningu einstaklinga. Þá var fjöldi einstaklinga sem búsettir voru á Íslandi 356.789 þann 1. desember 2018. Meira »

Bátnum náð af strandstað

12:24 Búið er að ná bátnum sem var strandaður á Jökulfjörðum af strandstað. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson er með hann í togi á leið til Ísafjarðar og björgunarbáturinn Gísli Hjalta fylgir þeim. Meira »

„Allt annað hljóð í mönnum“

11:20 „Ef það kemur til þess að ástandið haldi áfram, þá verða verkföll fimmtudaginn næsta og þá hefur þetta verið upphitun fyrir það sem koma skal,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is. „Að sjálfsögðu vonast ég til þess að við förum að ná saman við okkar viðsemjendur.“ Meira »

Semja um stofnun nemendagarða

10:58 Ísafjarðarbær og Lýðháskólinn á Flateyri hafa undirritað samkomulag um stofnun sjálfseignarstofnunar til reksturs nemendagarða Lýðháskólans. Meira »

Neyðarkall frá báti í Jökulfjörðum

10:05 Björgunarskip og bátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Ísafirði og Bolungarvík hafa verið ræst út vegna báts sem sendi út neyðarkall í Jökulfjörðum. Meira »

Brestur í loðnu og blikur á lofti

10:00 Brestur í loðnuveiðum og blikur á lofti eru orð sem oft hafa verið notuð að undanförnu. Loðnan hefur breytt hegðan sinni síðustu ár og mörgum spurningum er ósvarað um umhverfisþætti, útbreiðslu, þróun stofnsins og göngur loðnunnar til hrygningar, sem að stærstum hluta hefur verið í Faxaflóa og Breiðafirði. Meira »

„Amma kenndi mér allt“

09:50 Blóðberg, birkitré, reynitré, rifsber, rófur, furutré og Rauði krossinn. Þekking hinnar ellefu ára Þuríðar Yngvadóttur vakti athygli þeirra sem horfðu á fræðsluþáttinn Hvað höfum við gert? sem sýndur var síðasta sunnudag. Þar fór hún létt með að bera kennsl á myndir af öllu þessu og ýmsu öðru til. Meira »

Gæti dregist saman um 2,7%

09:43 Ef WOW air hverfur af flugmarkaði gæti það leitt til þess að landsframleiðsla myndi dragast saman um 0,9 til 2,7 prósent á einu ári. Meira »

Bótadómur ógiltur vegna meðdómenda

09:06 Landsréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem tryggingafélaginu Verði var gert að greiða manni rúmar 66 milljónir króna í skaðabætur. Meira »

Styttist í útboð byggingar hjúkrunarheimilis

07:57 Selfyssingar, og raunar Sunnlendingar allir eru orðnir nokkuð langeygir eftir nýju hjúkrunarheimili sem fyrirhugað er á bökkum Ölfusár, austan við sjúkrahúsið á Selfossi. Meira »

Dyraverðir áttu í vök að verjast

07:55 Dyraverðir á skemmtistað í miðborginni óskuðu eftir aðstoð lögreglunnar um hálffjögurleytið í nótt, en þá voru þeir með einstakling í tökum. Hann er grunaður um að hafa ráðist á dyraverði og reynt að slá og sparka í lögreglumenn. Í Breiðholtinu var reynt að kýla dyravörð. Meira »

Tugir útkalla vegna veðursins

07:37 Nokkuð bar á því að björgunarsveitir væru kallaðar út vegna óveðursins sem geisaði víða um landið í gær, einkum á Norður- og Austurlandi. Þá skall snarpur bylur á höfuðborgarsvæðinu um eftirmiðdaginn, en minna varð úr en spáð hafði verið. Meira »

Slydda eða snjókoma með köflum

07:11 Spáð er sunnan og suðvestan 5 til 13 metrum á sekúndu á landinu í dag með morgninum og slyddu eða snjókomu með köflum en bjartviðri um landið norðaustanvert síðdegis. Meira »

Aukin áhersla á eldvarnir hjá SHS

05:30 „Stórbrunar sem við lentum í við Miðhraun í Garðabæ og Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í fyrra ýttu rækilega við okkur varðandi eldvarnir. Þessir eldsvoðar voru af þeirri stærðargráðu að við réðum hreinlega ekki við þá. Ég var orðinn hræddur um öryggi minna manna og það er ískyggilegt.“ Meira »

Þorskur merktur á nýjan leik

05:30 Nú í marsmánuði hóf Hafrannsóknastofnun merkingar á þorski á ný eftir nokkurt hlé. Merktir voru 1800 þorskar fyrir vestan og norðan land um borð í rannsóknaskipunum þegar skipin voru í stofnmælingu botnfiska. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
Verslunar + Lager + Geymsluhúsnæði eða létta starfsemi .
Til leigu í Bolholti 4, 105 Reykjavík Verslunarhúsnæði 235 ferm. laust strax.La...