Settu bóluefni fyrir Ísland í forgang

Börn eru bólusett gegn mislingum.
Börn eru bólusett gegn mislingum. mbl.is/Hari

„Ég er mjög glaður að við gátum stutt samstarfsfélaga okkar í Vistor/Distica og íslensk stjórnvöld í að bregðast við faraldrinum,“ segir Andreas Daugaard Jørgensen, framkvæmdastjóri lyfjafyrirtækisins MSD, við mbl.is. Fyrirtækið framleiðir bóluefni gegn mislingum og er eitt af fjölmörgum útibúum frá einu stærsta lyfjafyrirtæki heims.

Athygli hefur vakið hversu stór skammtur af bóluefni gegn mislingum kom til landins, hversu fljótt hann barst hingað og komst í dreifingu. 

Helsta áskorunin við framleiðslu bóluefna er að það tekur mörg ár að framleiða þau. „Þetta hefur í för með sér að það er ekki hægt að auka við framleiðsluna á skömmum tíma ef það skyldi brjótast út faraldur. Hins vegar forgangsröðum við alltaf svo unnt sé að bregðast við neyðartilvikum eins og faraldri,“ segir Jørgensen. 

Í þessu tilviki var unnið náið með teymi sem heldur utan um markaðinn í Evrópu til að finna út hvaða birgðir af bóluefni hægt væri að senda til Íslands með hraði. „Með öflugu fraktflugi var hægt að senda bóluefni bæði frá Danmörku og Svíþjóð á skömmum tíma. Samstarfið við Vistor/Distica og íslensk stjórnvöld var ákaflega gott,“ segir Jørgensen.   

Ísland sett í forgang

Arnþrúður Jóns­dótt­ir, lyfjafræðingur og markaðsstjóri MSD í Vist­or, sem flytur lyfið inn, tek­ur í sama streng. „Þetta var strax sett í for­gang hjá öllum sem komu að verkefninu.  All­ir gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að láta þetta ganga upp fyr­ir Íslend­inga,“ seg­ir Arnþrúður. 

Arnþrúður Jóns­dótt­ir lyfjafræðingur og markaðsstjóri MSD í Vist­or.
Arnþrúður Jóns­dótt­ir lyfjafræðingur og markaðsstjóri MSD í Vist­or. Ljósmynd/Aðsend

Hún seg­ir það einstaklega ánægjulegt og í raun magnað að tek­ist hafi að út­vega allt þetta magn af bólu­efni og fá það flutt til lands­ins á svona skömmum tíma. „Við erum eyja í Atlants­hafi og flutn­ing­ar til landsins eru ekki alltaf auðveld­ir,“ seg­ir Arnþrúður. Þetta megi þakka öfl­ugu og samhentu sam­starfi allra sem komu að mál­um. Það eru Vist­or sem er umboðsaðili MSD á Íslandi, Distica sem sá um dreif­ingu, Embætti sótt­varn­alækn­is, Lyfja­stofn­un og MSD í Dan­mörku. 

„Þegar það kom til lands­ins var því dreift af Distica af hví­líkri fag­mennsku. Að geta dreift 10 þúsund skömmt­um af bólu­efni um allt land eftir forskrift frá sóttvarnalækni á tveim­ur dög­um er af­rek. Það er ekki ein­falt að dreifa bóluefninu því það þarf að vera í kæli, tekur mjög mikið pláss og er flutt í sér­stök­um kæli­köss­um,“ seg­ir Arnþrúður og ít­rek­ar þakk­ir til allra og bæt­ir við: „Við get­um öll verið stolt af þessu sam­starfi. Það er lyk­ill­inn að því að þetta náðist.”

Andreas Daugaard Jørgensen.
Andreas Daugaard Jørgensen. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Vatnsleki í ofni 2 hjá PCC Bakka

15:39 Ofn 2 í kísilveri PCC Bakka hefur verið til vandræða og berst starfsfólk við vatnsleka frá kælikerfinu. Bregðast þarf við því með viðgerð og var slökkt á ofninum í gær. Meira »

Haraldur með bestu fréttaljósmyndina

15:38 Árleg sýning íslenskra blaðaljósmyndara opnaði klukkan 15 í dag í Smáralind og við opnunina voru ljósmyndurum veitt verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2018. Haraldur Jónasson, ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is, átti bestu mynd í fréttaflokki. Meira »

Óvissuþættir í fjármálaáætlun

14:47 Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2020 til 2024 gerir ráð fyrir að hægi á hagvexti, en að hann haldist um 2,5% á tímabilinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í samtali við mbl.is að hann geri sér grein fyrir því að forsendur áætlunarinnar geti breyst. Meira »

Ákærður fyrir nauðgun og líkamsárás

13:48 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot og blygðunarsemisbrot gegn ósjálfráða manni á heimili sínu fyrir þremur árum. Meira »

4 milljörðum meira til samgöngumála

13:15 Fjögurra milljarða viðbótaraukning verður frá gildandi fjármálaáætlun til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020. Þetta kemur fram í nýrri fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem var kynnt í dag. Meira »

Krefst viðbótargreiðslu vegna Herjólfs

12:55 Skipasmíðastöðin Crist S.A., sem hefur nánast lokið smíði nýs Herjólfs, gerir kröfu um viðbótargreiðslur sem ekki eru í samræmi við samninginn um smíðina. Vegagerðin hefur hafnað kröfunni. Meira »

47 þúsund Íslendingar búa erlendis

12:46 Rúmlega 47 þúsund Íslendingar eru búsettir erlendis og 44 þúsund erlendir ríkisborgarar eru búsettir hér á landi, að því er fram kemur í yfirliti Þjóðskrár yfir skráningu einstaklinga. Þá var fjöldi einstaklinga sem búsettir voru á Íslandi 356.789 þann 1. desember 2018. Meira »

Bátnum náð af strandstað

12:24 Búið er að ná bátnum sem var strandaður á Jökulfjörðum af strandstað. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson er með hann í togi á leið til Ísafjarðar og björgunarbáturinn Gísli Hjalta fylgir þeim. Meira »

„Allt annað hljóð í mönnum“

11:20 „Ef það kemur til þess að ástandið haldi áfram, þá verða verkföll fimmtudaginn næsta og þá hefur þetta verið upphitun fyrir það sem koma skal,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is. „Að sjálfsögðu vonast ég til þess að við förum að ná saman við okkar viðsemjendur.“ Meira »

Semja um stofnun nemendagarða

10:58 Ísafjarðarbær og Lýðháskólinn á Flateyri hafa undirritað samkomulag um stofnun sjálfseignarstofnunar til reksturs nemendagarða Lýðháskólans. Meira »

Neyðarkall frá báti í Jökulfjörðum

10:05 Björgunarskip og bátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Ísafirði og Bolungarvík hafa verið ræst út vegna báts sem sendi út neyðarkall í Jökulfjörðum. Meira »

Brestur í loðnu og blikur á lofti

10:00 Brestur í loðnuveiðum og blikur á lofti eru orð sem oft hafa verið notuð að undanförnu. Loðnan hefur breytt hegðan sinni síðustu ár og mörgum spurningum er ósvarað um umhverfisþætti, útbreiðslu, þróun stofnsins og göngur loðnunnar til hrygningar, sem að stærstum hluta hefur verið í Faxaflóa og Breiðafirði. Meira »

„Amma kenndi mér allt“

09:50 Blóðberg, birkitré, reynitré, rifsber, rófur, furutré og Rauði krossinn. Þekking hinnar ellefu ára Þuríðar Yngvadóttur vakti athygli þeirra sem horfðu á fræðsluþáttinn Hvað höfum við gert? sem sýndur var síðasta sunnudag. Þar fór hún létt með að bera kennsl á myndir af öllu þessu og ýmsu öðru til. Meira »

Gæti dregist saman um 2,7%

09:43 Ef WOW air hverfur af flugmarkaði gæti það leitt til þess að landsframleiðsla myndi dragast saman um 0,9 til 2,7 prósent á einu ári. Meira »

Bótadómur ógiltur vegna meðdómenda

09:06 Landsréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem tryggingafélaginu Verði var gert að greiða manni rúmar 66 milljónir króna í skaðabætur. Meira »

Styttist í útboð byggingar hjúkrunarheimilis

07:57 Selfyssingar, og raunar Sunnlendingar allir eru orðnir nokkuð langeygir eftir nýju hjúkrunarheimili sem fyrirhugað er á bökkum Ölfusár, austan við sjúkrahúsið á Selfossi. Meira »

Dyraverðir áttu í vök að verjast

07:55 Dyraverðir á skemmtistað í miðborginni óskuðu eftir aðstoð lögreglunnar um hálffjögurleytið í nótt, en þá voru þeir með einstakling í tökum. Hann er grunaður um að hafa ráðist á dyraverði og reynt að slá og sparka í lögreglumenn. Í Breiðholtinu var reynt að kýla dyravörð. Meira »

Tugir útkalla vegna veðursins

07:37 Nokkuð bar á því að björgunarsveitir væru kallaðar út vegna óveðursins sem geisaði víða um landið í gær, einkum á Norður- og Austurlandi. Þá skall snarpur bylur á höfuðborgarsvæðinu um eftirmiðdaginn, en minna varð úr en spáð hafði verið. Meira »

Slydda eða snjókoma með köflum

07:11 Spáð er sunnan og suðvestan 5 til 13 metrum á sekúndu á landinu í dag með morgninum og slyddu eða snjókomu með köflum en bjartviðri um landið norðaustanvert síðdegis. Meira »
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...
JEMA Bílalyftur í bílskúrinn
Frábærar skæralyftur sem henta í bílskúrinn,lyfta 1,2 m og 2,8T, glussadrifnar...
Toyota Yaris sjálfskiptur 2005, skoðaður
Til sölu (for sale) ný skoðaður Toyota Yaris sjálfskiptur, árg. 2005, ekinn 150....
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....