Bílvelta við Skógasand

Suðurlandsvegi hefur verið lokað miðja vegu milli Sólheimajökulsvegar og Skógafoss …
Suðurlandsvegi hefur verið lokað miðja vegu milli Sólheimajökulsvegar og Skógafoss vegna bílveltu. Kort/mbl.is

Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi, um miðja vegu milli Sólheimajökulsvegar og Skógafoss á tíunda tímanum í morgun og hefur vegarkaflanum verið lokað í óákveðinn tíma. 

Í tilkynningu frá lögreglu segir að fjórir farþegar, allt erlendir ferðamenn, hafi verið í bílnum sem valt, þrír fullorðnir og eitt barn. Í fyrstu var talið að sex væru í bílnum og var þegar í stað óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar sem er á leiðinni á vettvang samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. 

Ekki er vitað um líðan þeirra sem voru í bílnum að svo stöddu. 

Uppfært klukkan 11:49: 

Suðurlandsvegur verður opnaður að nýju fyrir umferð innan skamms. Í tilkynningu frá lögreglu segir að störfum á vettvangi sé að ljúka og að umferð verði komin aftur í eðlilegan farveg von bráðar. Hálkublettir eru á veginum þar sem slysið átti sér stað. 

Fernt var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til frekari aðhlynningar á Landspítalanum í Fossvogi. Eru þau ekki talin í lífshættu. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert