Þrjár nýjar gerðir af dúkkunni Lúllu

Eyrún Eggertsdóttir er stofnandi Róró sem gerir Lúllu.
Eyrún Eggertsdóttir er stofnandi Róró sem gerir Lúllu. Ljósmynd/Aðsend

Sigurganga dúkkunnar Lúllu um heiminn heldur áfram. Nú er að fjölga í hópnum og í byrjun apríl verða afgreiddar forpantanir á þremur nýjum gerðum af Lúllu. Eftir það fara dúkkurnar í verslanir víða um heim.

Eyrún Eggertsdóttir, frumkvöðull og stofnandi nýsköpunarfyrirtækisins Róró (lulladoll.com), sagði að gerðar hefðu verið töluverðar breytingar á dúkkunni til að koma til móts við óskir viðskiptavina. Í byrjun apríl verður opnunarviðburður fyrir nýju Lúllu í New York. Þangað verður boðið fjölmiðlum sem fjalla um barnavörur, nýsköpun og viðskipti ásamt ýmsum áhrifavöldum sem hafa unnið með Róró. Síðan taka þau þátt í MommyCon-vörusýningunni í New York.

„Það gekk ótrúlega vel hjá okkur með frumgerðina af Lúllu,“ sagði Eyrún. „Hún var lengi í prófun og við hlustuðum á viðskiptavini. Í þrjú ár höfum við verið í þessari vinnu og líka gert stórar kannanir. Við uppfærðum Lúllu með þeim breytingum sem helst var kallað eftir.“

Sjá samtal við Eyrúnu í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert