Eru öryrkjar fólkið með breiðu bökin?

Málþing Öryrkjabandalags Íslands um kjaramál og réttlæti fer fram nú milli klukkan 13 og 16, en þar verður meðal annars fjallað um skatta, kjaragliðnun, samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, auk þess sem fólk mun deila eigin reynslusögum. Í lokin verða svo pallborðsumræður.

Fylgjast má með málþinginu í spilaranum hér að neðan.

Dagskráin í heild er eftirfarandi:

  • Ávarp formanns. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ. 
  • Hafa tekjur öryrkja hækkað eins og tekjur annarra? Þróun lífeyris og tekna öryrkja í samanburði við þjóðfélagið í heild . Bergþór Heimir Þórðarson, varaformaður kjarahóps ÖBÍ. 
  • Dreifing skattbyrði - jöfnuður og sanngirni. Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri. 
  • Kaffihlé.
  • Örinnlegg. Halldóra Eyfjörð og Halla Vala Höskuldsdóttir.
  • Réttur fatlaðs fólks til viðunandi lífsafkomu og félagslegrar verndar í íslenskum rétti í ljósi 28. gr. Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Brynhildur Flóvenz, dósent hjá lagadeild HÍ. 
  • Pallborðsumræður. Í pallborði auk þeirra sem halda erindi (Bergþór, Indriði og Brynhildur): Þórður Snær Júlíusson, Drífa Snædal, Þuríður Harpa Sigurðarsdóttir, Halldóra Mogensen.
  • Lokaorð. Rósa María Hjörvar formaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál.

Fundarstjóri: Eyrún Magnúsdóttir fjölmiðlakona

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert