Þörf á manneskjulegri vinnumarkaði

Frá málþingi ÖBÍ í dag um kjaramál og réttlæti þar ...
Frá málþingi ÖBÍ í dag um kjaramál og réttlæti þar sem yfirskriftin var: Eru öryrkjar fólkið með breiðu bökin? mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skammsýni, sem er allsráðandi í íslenskum stjórnmálum, er líklega ástæða þess að stjórnvöld skeyta jafn litlu og raun ber vitni um málefni öryrkja í samfélaginu í dag. Þetta kom fram í máli Halldóru Mogensen, formanns velferðarnefndar Alþingis, í pallborðsumræðum á málþingi Öryrkjabandalags Íslands um kjaramál og réttlæti sem fram fór á Grand hóteli í dag.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, spurði í opnunarávarpi sínu af hverju stjórnvöld skeyti svona lítið um öryrkja og sagði Halldóra það vera skammsýni að sjá ekki þann ávinning af því að valdefla einstaklinga í samfélaginu með því að tryggja efnahagsleg, menningarleg og félagsleg réttindi. „Það er grundvöllurinn að því að bjóða upp á raunverulegt frelsi sem er andstaðan við það sem er í gangi núna, það eru allt of margir sem eru fastir í fátækragildru vegna skammsýni,“ sagði Halldóra.

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar Alþingis, segir það ...
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar Alþingis, segir það vera skammsýni að sjá ekki þann ávinning af því að valdefla einstaklinga í samfélaginu með því að tryggja efnahagsleg, menningarleg og félagsleg réttindi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Klikkun að fólk er að veikjast á vinnumarkaði“

Þá segir Halldóra að samfélagið sé að fara á mis við gífurlegan mannauð. „Við ættum að vera að fjárfesta í fólki og það er klikkun að fólk er að veikjast á vinnumarkaði og svo setja stjórnvöld allt púðrið í að þrýsta fólki út á þennan sama vinnumarkað,“ sagði Halldóra og tók þannig í sama streng og Drífa Snædal, forseti ASÍ, sem tók einnig þátt í pallborðsumræðunum.

Drífa sagði meðal annars að það væri sérstakt áhyggjuefni hversu harður vinnumarkaðurinn hefur orðið á undanförnum árum. Vinnumarkaðurinn hefur krafist meiri tíma og orku heldur en fólk með góðu móti hefur getað gefið. Það hefur verið gengið mjög hart að mjög mörgum einstaklingum og fólk hefur ekki fengið greitt fyrir þessa hörku og þá blóðtöku sem vinnumarkaðurinn hefur sýnt og það hefur orðið til þess að fólk veikist, fólk veikist ef það þarf að hafa miklar áhyggjur og leggja mjög hart að sér á vinnumarkaði þannig að við erum í ákveðnum vítahring,“ sagði Drífa. Hún sagði úrræði líkt og VIRK vera af hinu góða en að í samfélaginu viðgengist grundvallarranglæti þegar fólk veikist vegna stöðunnar á vinnumarkaði og er svo endursent út á þann sama vinnumarkað. Þá byrjar ballið aftur.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, og Indriði Þorláksson, hagfræðingur og ...
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, og Indriði Þorláksson, hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri, fluttu ávörp og erindi á málþinginu í dag og tóku auk þess þátt í pallborðsumræðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vinnuvikan verði stytt sem fyrst

Drífa og Halldóra eru sammála um að til að stemma stigu við mikilli vinnu þurfi að stytta vinnuvikuna hið snarasta. „Forsenda fyrir því er að fólk geti fengið grunnlaun sem það getur lifað af,“ sagði Drífa og bætti við að eitt af stærstu verkefnum verkalýðshreyfingarinnar þessa stundina sé að stuðla að manneskjulegri vinnumarkaði. Í því felst líka að gefa fólki tækifæri sem er ekki með nógu góða starfsorku til þess að taka þátt í vinnumarkaðnum,“ bætti Drífa við og sagði það ekkert launungarmál að í þeirri umræði um starfsgetumat öryrkja sem nú stendur yfir þurfi að gera væntingar til þess að til séu störf sem fólk getur unnið 10, 20 eða 30 prósent. En íslenskur vinnumarkaður byggir ekki á þannig störfum í dag, bara alls ekki.

Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir það áhyggjuefni hversu harður vinnumarkaðurinn ...
Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir það áhyggjuefni hversu harður vinnumarkaðurinn hefur orðið á undanförnum árum. mbl.is/​Hari

Drífa sagði að lokum að í yfirstandandi kjaraviðræðum snúist kröfur verkalýðshreyfingarinnar gagnvart stjórnvöldum um kröfur um jöfnuð. „Við erum komin að þanþoli í misskiptingu og það er okkar stóra verkefni í stóra samhenginu að gera þeim sem hafa möguleika á að breyta samfélaginu til betri vegar grein fyrir því hversu mikið er í húfi og að lykillinn að framtíðinni er aukinn jöfnuður, jafnrétti og sanngirni.“

Frá pallborðsumræðum á málþingi ÖBÍ í dag þar sem Brynhildur ...
Frá pallborðsumræðum á málþingi ÖBÍ í dag þar sem Brynhildur Flóvenz, dósent hjá lagadeild HÍ, Indriði Þorláksson, hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri, og Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ tóku til máls. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Innlent »

„Verðum að breyta um lífsstíl“

12:05 Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, minntist á eldsvoðann í Notre Dame-kirkjunni í París og þau David Attenborough og Gretu Thunberg í páskapredikun sinn í Dómkirkjunni þar sem vandamál tengd loftslagsmálum voru henni hugleikin. Meira »

Tæknideild rannsakar vettvanginn

11:42 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar í dag vettvanginn þar sem eldsvoðinn varð í Dalshrauni í Hafnarfirði í gær. Meira »

„Hún flýgur aldrei aftur“

11:25 „Það væsir ekkert um hana hjá mér, hún virðist hafa það mjög gott,“ segir Halldór Jónsson um brandugluna sem hann bjargaði úr girðingu skammt frá Þórshöfn ásamt félaga sínum á dögunum. Meira »

„Það var mikill reykur“

11:06 „Hér kom upp eldur í bílageymslu, í einhverju dóti sem var geymt í bílageymslunni,“ segir Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is. „Það var mikill reykur og þá hlýtur að vera töluverður eldur í þessu líka.“ Meira »

Allt tiltækt slökkvilið við Sléttuveg

10:13 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú útkalli við Sléttuveg í Reykjavík vegna mikils reyks í bílakjallara húsnæðisins. Útkallið barst kl. 9:56 samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni. Meira »

Logn í skíðabrekkum á páskadag

09:47 Landsmenn ættu að geta unað sér vel í skíðabrekkum víða um land í dag, en það stefnir í fínasta færi í brekkum víðast hvar og logn. Meira »

Messað við sólarupprás

09:17 „Kristur er sannarlega upprisinn,“ sagði séra Kristján Valur Ingólfsson, prestur við guðsþjónustu í Þingvallakirkju nú í morgun, páskadag. Eins og hefð er fyrir var upprisumessa sungin á Þingvöllum á þessum degi, og hófst hún kl. 5:50 eða nærri sólarupprás. Meira »

Eldvakt til miðnættis í Dalshrauni

08:51 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var með svokallaða eldvakt til miðnættis í Dalshrauni í Hafnarfirði vegna eldsvoðans sem varð þar í gær. Að lokinni eldvaktinni fóru síðustu menn heim og vettvangurinn var afhentur lögreglunni, sem fer nú með rannsókn málsins. Meira »

Útköll í heimahús vegna hávaða

08:10 Nokkuð var um útköll í heimahús vegna hávaða úr samkvæmum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Meira »

Hægviðri víða með morgninum

07:09 Víða verður hægviðri með morgninum og skýjað að mestu. Hiti verður á bilinu 3 til 9 stig að deginum.  Meira »

Töluvert tjón í verslun Húsasmiðjunnar

Í gær, 21:35 Við slökkvistarf í eldsvoðanum í Dalshrauni í dag lak mikið vatn niður í verslun Húsasmiðjunnar, sem er á neðri hæð hússins sem brann. Óvíst er um hvort hægt verði að opna verslunina á þriðjudaginn. Meira »

Stefnir í hlýtt en vætusamt sumar

Í gær, 21:13 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem heldur úti veðurvefnum blika.is, rýndi sér til gamans í þriggja mánaða veðurspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar. Gögnin gefa ágæta innsýn í hvernig sumarið gæti litið út hérlendis. Einar segir að líkur séu á því að meðalhiti hafni í efsta þriðjungi miðað við síðustu 30 árin á undan. Meira »

Sýnin breytti lífi mínu

Í gær, 20:30 Hrafnhildur Sigurðardóttir, stofnandi og annar eigandi Hugarfrelsis, hefur orðið fyrir andlegum upplifunum sem hafa breytt viðhorfum hennar til lífsins. Þessi fimm barna móðir úr Garðabænum segir tilgang lífsins vera að hjálpa öðrum, þroska sálina og breiða út ljósið og kærleikann. Meira »

Enginn liggur undir grun vegna bruna

Í gær, 20:25 Eldsupptökin í brunanum í fjölbýli í Dalshrauni í dag virðast hafa verið í herbergi erlends pars á þrítugsaldri. Enginn liggur undir gruni og enginn er í haldi lögreglu. Meira »

Brosir og hlær sig í gegnum allt

Í gær, 20:19 Hún segir það vanvirðing við lífið að láta sér leiðast. Þuríður Sigurðardóttir var aðeins 16 ára og feimin þegar hún söng fyrst opinberlega, en tilviljanir réðu því að söngurinn varð aðalstarf hennar í áratugi. Meira »

Vann tvær milljónir

Í gær, 19:39 Fyrsti vinningur gekk ekki út í lottoútdrætti kvöldsins og því verður potturinn tvöfaldur næst. Tveir skipta með sér bónusvinningnum og hljóta rúmlega 160 þúsund krónur í vinning. Meira »

Slökkviliðið að ljúka störfum

Í gær, 19:20 Slökkviliðið er nú að ljúka störfum á vettvangi eldsvoðans í Dalshrauni í Hafnarfirði sem varð fyrr í dag. Fjórum var þar bjargað af þaki logandi húss. Meira »

Láðist að kynna sér reglur um fiskveiðar

Í gær, 18:39 Um kl. 23 í gærkvöldi urðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þess varir að norska línuskipið Fiskenes var búið að leggja línu inn fyrir mörk hryggningastoppsvæðisins sem er í gildi um þessar mundir samkvæmt reglugerð Samkvæmt henni eru allar veiðar bannaðar frá 12. apríl til og með 21. apríl. Meira »

Bjóða heimilislausum í páskamat

Í gær, 18:20 „Sonur minn, sem bjó á götunni, lést 15. október síðastliðinn. Ég hafði hitt hann tíu dögum áður og þá töluðum við að ég ætlaði að fara að snúa mér að því að vinna fyrir fólkið á götunni og nú er ég að því,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schram, móðir Þorbjörns Hauks Liljarssonar. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...