Grindvíkingar hamingjusamastir Íslendinga

Grindvíkingar eru hamingjusamastir Íslendinga ef marka má niðurstöðu könnunar Gallup …
Grindvíkingar eru hamingjusamastir Íslendinga ef marka má niðurstöðu könnunar Gallup sem unnin var fyrir embætti landlæknis. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Grindavík er hamingjusamasta sveitarfélag landsins samkvæmt nýrri könnun embættis landlæknis á hamingju Íslendinga. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá embætti landlæknis, kynnti niðurstöðurnar í dag, á alþjóðlega hamingjudeginum, á málþingi í Háskóla Íslands þar sem fjallað var um hamingju, heilsu og vellíðan.

Dóra Guðrún, sem er jafnframt kennslustjóri diplómanáms í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun HÍ, hefur unnið að hamingjurannsóknum og leit að mælikvörðum til að meta framþróun í samfélögum um árabil. Vellíðan Íslendinga hefur verið mæld með samræmdum hætti frá 2007 og greint frá í skýrslum sem gefnar hafa verið út af Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.

Í erindi sínu fjallaði Dóra Guðrún um ástæður þess að verið sé að mæla hamingju og hvernig hægt sé að stuðla að aukinni hamingju og vellíðan í samfélaginu.

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá embætti landlæknis, hefur …
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá embætti landlæknis, hefur unnið að hamingjurannsóknum og leit að mælikvörðum til að meta framþróun í samfélögum um árabil. Skjáskot/HÍ

Mesta óhamingjan í júlí

Könnunin sem Dóra Guðrún kynnti er unnin af Gallup fyrir landlæknisembættið og í ár voru í fyrsta skipti kynntar mælingar á hamingju eftir mánuðum ársins.

Dóra Guðrún sagði að fyrir fram hefðu flestir ef til vill búist við því að mesta óhamingjan mælist í svartasta skammdeginu. Svo virðist hins vegar ekki vera því hamingjan mælist nokkuð stöðug meðal Íslendinga allt árið, það er í kringum 7,5 á skalanum 1-10. Hæsta hlutfall þeirra sem sögðust vera óhamingjusamir mældist yfir hásumarið, í júlí, eða um 8%.

Mælingar á hamingju eftir mánuðum ársins voru kynntar í fyrsta …
Mælingar á hamingju eftir mánuðum ársins voru kynntar í fyrsta skipti í dag, á alþjóðlegum degi hamingjunnar.

Grindvíkingar hamingjusamastir en Eyjamenn óhamingjusamastir

Þegar hamingja er skoðuð eftir sveitarfélögum trónir Grindavík á toppnum. Í könnuninni eru íbúar spurðir hvernig þeim líður á skalanum 1-10 þar sem 1-3 merkir óhamingjusamur, 4-7 hvorki né og 8-10 hamingjusamur. Grindavík er í efsta sæti með 8. Þar á eftir koma Akranes, Hveragerði og Fjarðabyggð með 7,9.

Ef svörin eru skoðuð eftir því hvort íbúar telja sig hamingjusama, óhamingjusama eða hvorki né sést að 73,2% svarenda í Grindavík eru hamingjusöm en aðeins 3,3% óhamingjusöm. Hæsta hlutfall óhamingjusamra er í Vestmannaeyjum, eða 9,6% svarenda í bænum.

73,2% svarenda í Grindavík eru hamingjusöm en aðeins 3,3% óhamingjusöm.
73,2% svarenda í Grindavík eru hamingjusöm en aðeins 3,3% óhamingjusöm.

Hamingjan er töluvert minni hjá höfuðborgarbúum en 55,9% íbúa í Reykjavík telja sig vera hamingjusöm en 5,1% óhamingjusamt. Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar yfir allt landið má sjá að flestir svarenda telja sig hamingjusama, eða 58 prósent, en 38 prósent segjast vera óhamingjusöm.

58 prósent landsmanna telja sig vera hamingjusöm en 38 prósent …
58 prósent landsmanna telja sig vera hamingjusöm en 38 prósent segjast vera óhamingjusöm.

Íslendingar eru samt sem áður ein af hamingjusömustu þjóðum heims, samkvæmt nýrri skýrslu sem birt var í dag, en samkvæmt henni eru Íslendingar fjórða hamingjusamasta þjóð í heimi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert