Grindvíkingar hamingjusamastir Íslendinga

Grindvíkingar eru hamingjusamastir Íslendinga ef marka má niðurstöðu könnunar Gallup ...
Grindvíkingar eru hamingjusamastir Íslendinga ef marka má niðurstöðu könnunar Gallup sem unnin var fyrir embætti landlæknis. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Grindavík er hamingjusamasta sveitarfélag landsins samkvæmt nýrri könnun embættis landlæknis á hamingju Íslendinga. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá embætti landlæknis, kynnti niðurstöðurnar í dag, á alþjóðlega hamingjudeginum, á málþingi í Háskóla Íslands þar sem fjallað var um hamingju, heilsu og vellíðan.

Dóra Guðrún, sem er jafnframt kennslustjóri diplómanáms í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun HÍ, hefur unnið að hamingjurannsóknum og leit að mælikvörðum til að meta framþróun í samfélögum um árabil. Vellíðan Íslendinga hefur verið mæld með samræmdum hætti frá 2007 og greint frá í skýrslum sem gefnar hafa verið út af Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.

Í erindi sínu fjallaði Dóra Guðrún um ástæður þess að verið sé að mæla hamingju og hvernig hægt sé að stuðla að aukinni hamingju og vellíðan í samfélaginu.

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá embætti landlæknis, hefur ...
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá embætti landlæknis, hefur unnið að hamingjurannsóknum og leit að mælikvörðum til að meta framþróun í samfélögum um árabil. Skjáskot/HÍ

Mesta óhamingjan í júlí

Könnunin sem Dóra Guðrún kynnti er unnin af Gallup fyrir landlæknisembættið og í ár voru í fyrsta skipti kynntar mælingar á hamingju eftir mánuðum ársins.

Dóra Guðrún sagði að fyrir fram hefðu flestir ef til vill búist við því að mesta óhamingjan mælist í svartasta skammdeginu. Svo virðist hins vegar ekki vera því hamingjan mælist nokkuð stöðug meðal Íslendinga allt árið, það er í kringum 7,5 á skalanum 1-10. Hæsta hlutfall þeirra sem sögðust vera óhamingjusamir mældist yfir hásumarið, í júlí, eða um 8%.

Mælingar á hamingju eftir mánuðum ársins voru kynntar í fyrsta ...
Mælingar á hamingju eftir mánuðum ársins voru kynntar í fyrsta skipti í dag, á alþjóðlegum degi hamingjunnar.

Grindvíkingar hamingjusamastir en Eyjamenn óhamingjusamastir

Þegar hamingja er skoðuð eftir sveitarfélögum trónir Grindavík á toppnum. Í könnuninni eru íbúar spurðir hvernig þeim líður á skalanum 1-10 þar sem 1-3 merkir óhamingjusamur, 4-7 hvorki né og 8-10 hamingjusamur. Grindavík er í efsta sæti með 8. Þar á eftir koma Akranes, Hveragerði og Fjarðabyggð með 7,9.

Ef svörin eru skoðuð eftir því hvort íbúar telja sig hamingjusama, óhamingjusama eða hvorki né sést að 73,2% svarenda í Grindavík eru hamingjusöm en aðeins 3,3% óhamingjusöm. Hæsta hlutfall óhamingjusamra er í Vestmannaeyjum, eða 9,6% svarenda í bænum.

73,2% svarenda í Grindavík eru hamingjusöm en aðeins 3,3% óhamingjusöm.
73,2% svarenda í Grindavík eru hamingjusöm en aðeins 3,3% óhamingjusöm.

Hamingjan er töluvert minni hjá höfuðborgarbúum en 55,9% íbúa í Reykjavík telja sig vera hamingjusöm en 5,1% óhamingjusamt. Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar yfir allt landið má sjá að flestir svarenda telja sig hamingjusama, eða 58 prósent, en 38 prósent segjast vera óhamingjusöm.

58 prósent landsmanna telja sig vera hamingjusöm en 38 prósent ...
58 prósent landsmanna telja sig vera hamingjusöm en 38 prósent segjast vera óhamingjusöm.

Íslendingar eru samt sem áður ein af hamingjusömustu þjóðum heims, samkvæmt nýrri skýrslu sem birt var í dag, en samkvæmt henni eru Íslendingar fjórða hamingjusamasta þjóð í heimi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óánægja með viðtöl Bandaríkjamanna

14:05 Flugfarþegi lýsti í dag óánægju sinni með framgöngu manna í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Mennirnir tveir spurðu fólk spurninga um það hvert það hygðist ferðast. Meira »

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

12:49 Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Meira »

Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn

12:19 Lítill bátur með utanborðsmótora sem ber nafnið Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn í gær. Unnið er að því að ná honum upp úr höfninni. Meira »

Göngunum lokað vegna mengunar

11:50 Loka þurfti fyrir umferð um Hvalfjarðargöng fyrr í morgun sökum þess að mengun í göngunum fór upp fyrir leyfileg mörk. Búið er að opna göngin aftur, en samkvæmt starfsmanni Vegagerðarinnar sem mbl.is ræddi við má búast við því að þetta gerist af og til um helgina. Meira »

Búið að opna að Dettifossi

10:50 Búið er að opna fyrir umferð um Dettifossveg frá Þjóðvegi 1 og norður að fossinum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðstæður á gönguleiðum við fossinn eru þó sagðar „vægast sagt fjölbreyttar“. Meira »

Tímaferðalag Ævars á svið

10:00 Ævar Þór Benediktsson hefur samið við Þjoðleikhúsið um að ný gerð af Þínu eigin leikriti verði frumsýnd á næsta leikári í leikstjórn Stefáns Halls Stefánssonar. Nýja leikritið verður byggt á bók Ævars Þitt eigið ævintýri – Tímaferðalag. Meira »

Skíðafærið á skírdag

09:24 Þrátt fyrir að skíðasnjó sé því miður ekki lengur að finna á suðvesturhorni landsins og búið sé að loka Bláfjöllum og Skálafelli endanlega þennan veturinn, er enn eitthvað af skíðasnjó í brekkunum fyrir norðan, austan og vestan. mbl.is tók saman stöðuna. Meira »

Sprett úr skíðaspori á Ísafirði í aðdraganda páskanna

09:07 Gleðin skein úr hverju andliti á Ísafirði í gær þegar sprettskíðaganga Craftsport hófst, en gangan markaði upphaf hinnar árlegu skíðaviku á Ísafirði. Meira »

250 þúsund króna munur vegna aldurs

08:18 Um 250 þúsund króna munur getur verið á ábyrgðartryggingu ökutækis á milli tryggingarfélaga, miðað við tilboð sem ungur ökumaður fékk í ökutækjatryggingu frá tveimur tryggingarfélögum. Meira »

Ekki gerðar tímakröfur á flugmenn

08:13 Þegar Icelandair ræður flugmenn til starfa er ekki gerð grunnkrafa um tiltekinn fjölda flugtíma, heldur hafa þær kröfur með tímanum vikið fyrir öðruvísi kröfum. Meira »

Færri fara á fjöll um páska en áður

07:57 Páskarnir eru tími sem fólk nýtir gjarnan í ferðalög um landið. En hvert liggur straumur Íslendinga í páskafríinu?  Meira »

Eldur kviknaði á hjúkrunarheimili

07:51 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var sent af stað um kl. 7 í morgun vegna tilkynningar um eld í matsal á hjúkrunarheimili í Boðaþingi í Kópavogi. Eldurinn reyndist minniháttar. Meira »

Handalögmál vegna starfa bingóstjóra

07:17 Kona var slegin í andlitið eftir að hún reyndi að koma manni sem stýrði bingóleik á Gullöldinni í Grafarvogi til varnar, en sá hafði verið sakaður um svindl. Að öðru leyti byrjar páskahelgin vel hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Fréttaþjónusta mbl.is um páskana

05:30 Morgunblaðið kemur næst út laugardaginn 20. apríl. Fréttaþjónusta verður um páskana á mbl.is. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Áskrifendaþjónustan er opin í dag frá kl. 8-12. Meira »

30 barna leitað í 65 skipti

05:30 Færri leitarbeiðnir vegna týndra barna hafa borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í ár en á sama tíma í fyrra.  Meira »

Umferðin á uppleið

05:30 Friðleifur Ingi Brynjarsson, sérfræðingur hjá Vegagerðinni, segir það sæta tíðindum að umferðin á höfuðborgarsvæðinu í febrúar hafi verið meiri en sumarmánuðina 2016. Meira »

Huga að brunavörnum í Hallgrímskirkju

05:30 Hafist verður handa við að skipta um lyftu í Hallgrímskirkjuturni eftir páska.   Meira »

Verslun muni eflast

05:30 „Það hefur alltaf komið upp háreysti þegar verslunargötum með bílaumferð er breytt í göngugötur, en það hefur aftur á móti sýnt sig í hverri einustu borg þar sem það hefur verið gert að menn vilja ekki snúa aftur til fyrra horfs,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna. Meira »

Færri senda skilaboð undir stýri

05:30 Á meðan æ færri framhaldsskólanemar viðurkenna í könnunum að tala óhandfrjálst í símann undir stýri, fjölgar þeim sem segjast nota símann í að leita að upplýsingum í miðjum akstri. Meira »