Lella í Léttsveitinni og Léttsveiflunum

Elísabet E. Guðmundsdóttir fyrir framan kórfélagana í vikunni. Vortónleikarnir verða …
Elísabet E. Guðmundsdóttir fyrir framan kórfélagana í vikunni. Vortónleikarnir verða í maí. mbl.is/​Hari

Léttsveit Reykjavíkur, fjölmennasti kvennakór landsins með um 120 söngvara, heldur árlega vortónleika í Háskólabíói 9. maí nk. og að vanda verður boðið upp á þétta dagskrá, þar sem Sigga Beinteins, Jógvan Hansen og Guðrún Gunnarsdóttir koma fram sem gestasöngvarar.

Elísabet E. Guðmundsdóttir, eða Lella eins og hún er gjarnan kölluð, er 2. sópran og hefur verið í kórnum frá byrjun. Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur var stofnuð 1995 og varð sjálfstæður kór 2000.

Söngurinn mikilvægur

Lella byrjaði snemma að syngja og segir að foreldrarnir hafi stjórnað því að hún fór í Sólskinskórinn, barnakór sem söng í útvarpinu, þegar hún var í barnakólanum Grænuborg. „Pabbi var mjög söngelskur og þegar sumir krakkar á mínum aldri fóru í sunnudagaskóla fór ég á söngæfingar í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu á sunnudagsmorgnum.“

Sjá viðtal við Elísabetu í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert