Morð og pyntingar í sömu setningu

AFP

Morð, pyntingar, kynbundið ofbeldi, fangelsanir án dóms og laga eru meðal orða sem koma upp í hugann þegar fjallað er um mannréttindi og Sádi-Arabíu í sömu setningu. Ísland leiddi hóp ríkja í gagnrýni á stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna nýverið. Er það í fyrsta skipti sem Sádi-Arabía sætir slíkri samstilltri gagnrýni í ráðinu og markar frumkvæðið því tímamót.

Holskefla gagnrýni og reiði fór um heiminn þegar fréttir bárust af morði á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í byrjun október. Aðeins nokkrum mánuðum fyrr (15. maí) höfðu stjórnvöld í Sádi-Arabíu aflétt banni við því að konur settust undir stýri bifreiða.

24. júní hófu sömu yfirvöld að handtaka og fangelsa þekktar baráttukonur fyrir jafnrétti kynjanna. Þær voru sakaðar um gróf brot, svo sem landráð. Brot sem reyndust tengjast beint mannréttindabaráttu þeirra. 

Það var ekki fyrr en í síðustu viku sem þær voru loks leiddar fyrir dómara. Nákvæmlega viku eftir að Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, flutti hið sameiginlega ávarp fyrir hönd 36 ríkja. 

Sjá nánar hér

Meðal þeirra eru þekktar baráttukonur eins og Loujain al-Hathloul, Hatoon al-Fassi, Aziza al-Yousef og Eman al-Nafjan. Þarna fengu þær fyrst að heyra með formlegum hætti hvers vegna þær hefðu verið á bak við lás og slá í níu mánuði.

AFP

Ákærðar fyrir netglæpi

Ekki er gefið út opinberlega hverjar ákærurnar eru en samkvæmt upplýsingnum frá mannréttindasamtökunum ALQST eru þær ákærðar fyrir netglæpi og að þær eigi yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm verði þær fundnar sekar. Brot þeirra felast meðal annars í því að hafa verið í samskiptum við alþjóðleg mannréttindasamtök. 

Fjölskyldur þeirra fengu að vera viðstaddar í dómssalnum þegar ákærurnar voru kynntar en vestrænum blaðamönnum var meinaður aðgangur sem og embættismönnum vestrænna ríkja. Samkvæmt upplýsingum frá fjölskyldum þeirra hafa þær verið pyntaðar og orðið fyrir kynferðislegri áreitni í varðhaldinu. 

Mótmæli fyrir utan sendiráð Sádi-Arabíu í París á alþjóðlegum baráttudegi ...
Mótmæli fyrir utan sendiráð Sádi-Arabíu í París á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars. AFP

Kvenréttindabarátta glæpur?

Svo virðist sem einhver breyting hafi orðið á viðhorfi yfirvalda því nú mega fjölskyldur þeirra leita til sjálfstæðra lögfræðinga eftir aðstoð en hingað til hefur þeim verið meinað að fá slíka aðstoð. 

Samah Hadid, sem stýrir starfi Amnesty International í Mið-Austurlöndum, segir að svo virðist sem yfirvöld í Sádi-Arabíu líti á kvenréttindabaráttu sem glæp samkvæmt þessu og um hættulega þróun á réttarkerfi landsins hvað varðar mannréttindabrot sé að ræða. Konurnar hafi verið í haldi í tæpt ár án þess að fá að hitta lögfræðinga, þær hafi verið pyntaðar, sætt illri meðferð og verið áreittar kynferðislega. 

Þessi mynd er tekin í Indónesíu en svipuðum refsingum hefur ...
Þessi mynd er tekin í Indónesíu en svipuðum refsingum hefur verið beitt á konur í Sádi-Arabíu. AFP

Adam Coogle, sem starfar hjá Mannréttindavaktinni (Human Rights Watch), tekur í svipaðan streng. Hann segir réttarhöldin og illa meðferð á konunum vera enn eitt merkið um vaxandi kúgun og undirokun í landinu. Yfirvöld ættu að stöðva strax þessa ósanngjörnu málsmeðferð og láta alla aðgerðasinna sem sitja í fangelsi fyrir friðsamleg mótmæli lausa úr haldi, segir Coogle. 

Fjölmiðlar hliðhollir stjórnvöldum í Sádi-Arabíu segja að konurnar séu svikarar og starfi fyrir erlend ríki við að grafa undan þjóðaröryggi.

Loujain al-Hathloul er 29 ára gömul en hún hefur setið í fangelsi í eitt ár eða frá því hún var handtekin undir stýri bifreiðar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún býr. Hún var framseld til Sádi-Arabíu og hneppt í varðhald. Nokkrum dögum síðar var hún látin laus - til þess eins að vera handtekin nokkrum vikum síðar ásamt fleiri aðgerðasinnum sem hafa barist fyrir réttindum kvenna til að aka bifreiðum. 

AFP

Líkt og fram hefur komið á mbl.is telur Amnesty International og fjölskylda Hathloul að hún hafi verið pyntuð og beitt kynferðislegu ofbeldi í fangelsi. Óttaðist fjölskyldan að hún yrði ákærð fyrir hryðjuverk en nú hefur það breyst eins og áður sagði og hún ásamt fleirum dregin fyrir sakadóm. 

Erfitt að réttlæta ákæruna

Hluti þeirra, þar á meðal Hathloul, var nýverið þvingaður til að skrifa undir bréf þar sem óskað er eftir því að þær verði náðaðar af konungi landsins. 

Bessma Momani, prófessor við Waterloo-háskólann í Kanada, segir að svo virðist sem erfitt hafi verið fyrir stjórnvöld í Sádi-Arabíu að réttlæta ákæru á grundvelli hryðjuverkaógnar en að ákæra þær fyrir saknæmt athæfi geti auðveldað stjórnvöldum að sýkna þær og forða stjórnvöldum frá því að verða að athlægi.

AFP

Nauðsynlegt sé fyrir yfirvöld þar í landi að reyna að bæta ásýnd sína fyrir alþjóðasamfélaginu. Annað sé einfaldlega of kostnaðarsamt fyrir ríkið meðal annars efnahagslega þar sem Sádi-Arabía á í viðskiptum við fjölmörg vestræn ríki. Tvískinnungur eins og að heimila konum að keyra á sama tíma og konur eru handteknar fyrir að keyra orki tvímælis meðal alþjóðasamfélagsins og því hafi stjórnvöld orðið að bregðast við með einhverjum hætti.

Mohammed bin Salman krónprins hefur verið mjög í mun að bæta orðspor Sádi-Arabíu út á við og færa landið nær nútímanum. Fangelsun aðgerðasinna og morðið á Khashoggi hefur dregið mjög úr trú fólks á að Sádi-Arabía sé að færast nær nútímanum hvað varðar mannréttindi líkt og krónprinsinn stefndi að á sínum tíma, að minnsta kosti opinberlega. 

AFP

Scala skilar peningum

Fyrr í vikunni var greint frá því að ítalska óperuhúsið La Scala hefði ákveðið að endurgreiða yfir þrjár milljónir evra sem fengnar höfðu verið að láni hjá fjárfestingarsjóði í eigu ríkissjóðs í Sádi-Arabíu. Er það gert vegna andstöðu almennings við að óperuhúsið treysti á fjármagn þaðan. Eins höfðu mannréttindasamtök og stjórnmálamenn gagnrýnt lánveitinguna en hún hefði þýtt að menningarmálaráðherra Sádi-Arabíu fengi sæti í stjórn La Scala. 

Stjórnarformaður Scala og borgarstjóri Mílanó, Giuseppe Sala, segir að einhugur hafi verið um það í stjórninni að endurgreiða lánið. Milljónirnar þrjár voru hluti af 15 milljóna evra samstarfssamningi til fimm ára við menningarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu. 

Samningurinn féll í grýttan jarðveg meðal margra stjórnmálamanna þar á meðal þingmanna Bandalagsins. Formaður flokksins og innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, hvatti stjórn Scala til þess að slíta samningnum og héraðsstjóri Lombardy, sem einnig er félagi í Bandalaginu, lagði til að listrænn stjórnandi Scala, Alexander Pereira, yrði rekinn úr starfi. En Sala segir að Pereira, sem annaðist samningsgerðina við Sádi-Arabíu, myndi halda starfinu.

Í fréttum fjölmiðla um allan heim af málum tengdum mannréttindabrotum í Sádi-Arabíu, frá því Harald Aspelund flutti ávarpið fyrir mannréttindaráði SÞ í Genf, er ítrekað vísað í gagnrýnina og að Ísland hafi leitt hana. Ísland var kjörið í mannréttindaráðið síðasta sumar og hefur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpað ráðið í þrígang á þeim tíma, fyrstur íslenskra utanríkisráðherra. 

Frá fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf.
Frá fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf. Utanríkisráðuneytið

Í ávarpinu sem Harald flutti í Genf 7. mars er framganga stjórnvalda í Sádi-Arabíu í mannréttindamálum gagnrýnd harðlega, meðal annars að baráttufólk fyrir mannréttindum, þ.m.t. auknum réttindum kvenna, sé handtekið og sæti fangelsisvist án dóms og laga. Þá fordæma ríkin morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi og undirstrika mikilvægi þess að standa vörð um málfrelsi hvarvetna í heiminum, og þá kröfu að fram fari sjálfstæð og óhlutdræg rannsókn á morði Khashoggis og hinir ábyrgu sæti ábyrgð.

Ríkjahópurinn gagnrýnir jafnframt að lögum um varnir gegn hryðjuverkum sé beitt til að réttlæta handtökur einstaklinga sem ekkert hafa til sakar unnið og einungis nýtt sér grundvallarmannréttindi. Sérstaklega er kallað eftir því að 10 nafngreindir einstaklingar, þar af níu konur, verði leystir úr haldi - Loujain al-Hathloul, Eman al-Nafjan, Aziza al-Yousef, Nassima al-Sadah, Samar Badawi, Nouf Abdelaziz, Hatoon al-Fassi, Mohammed Al-Bajadi, Amal Al-Harbi og Shadan al-Anezi.

Alls sitja 47 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna í ráðinu. Ríkin sem eiga hlut að þessari yfirlýsingu auk Íslands eru: Austurríki, Ástralía, Belgía, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Kanada, Króatía, Kýpur, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Mónakó, Noregur, Nýja-Sjáland, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Spánn, Svartfjallaland, Slóvakía, Slóvenía, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland og Þýskaland.

Frétt mbl.is

„Mannréttindi eru hornsteinn utanríkisstefnu Íslands og við tökum alvarlega þá ábyrgð að vera kjörinn fulltrúi í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ríki í ráðinu eiga að sýna gott fordæmi og taka þau mál á dagskrá sem brýnt er að fjalla um, líkt og stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu. Því höfðum við frumkvæði að sameiginlegu ávarpi fjölda ríkja, enda slagkraftur skilaboða meiri þegar ríki sameinast um þau. Ég er þakklátur fyrir stuðninginn. Við erum í mannréttindaráðinu til að láta að okkur kveða - og jafnvel þora þegar aðrir þegja,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. 

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

CNN um réttarhöldin

CNN um gagnrýni sem Ísland leiddi BBC um ScalaAFP hefur fjallað ítarlega um málið NYT
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ágætishaustlægð á leiðinni

06:57 Útlit er fyrir að ágætishaustlægð gangi yfir landið á sunnudag og mánudag með suðaustanátt og rigningu. Gera má ráð fyrir allhvössum vindi, jafnvel hvassviðri fyrir hádegi á sunnudag sunnan- og suðvestanlands. Þessu veðri fylgir rigning í öllum landshlutum og talsverð á Suður- og Suðausturlandi. Meira »

Lofar að gera þetta ekki aftur

06:01 Lögreglan hafði afskipti af þremur drengjum á vespu á Strandvegi síðdegis í gær. Ökumaður vespunnar náði að stinga lögreglu af eftir að hafa losað sig við farþegana tvo, sem voru hjálmlausir. Meira »

Eldislax ekki veiðst

05:30 Eldislax hefur ekki veiðist í laxveiðiám í sumar og ekki sést við myndaeftirlit. Er það mikil breyting frá síðasta ári þegar staðfest var að tólf eldislaxar hefðu veiðist í laxveiðiám. Meira »

Virða ekki lokun lögreglu

05:30 Dæmi eru um það að ferðamenn hafi ekki fylgt fyrirmælum lögreglu og farið inn á lokað svæði í Reynisfjöru, þar sem skriða féll á þriðjudag. Þetta staðfestir Björn Ingi Jónsson, verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Sátu allir við sama borð?

05:30 „Eins og mér var kynnt þetta var sama fermetraverð á öllum íbúðum sem Félag eldri borgara í Reykjavík, FEB, byggði í Árskógum 1 til 3. Skipti þá engu hvort um íbúðir á efstu hæð annars staðar í húsinu væri að ræða,“ segir einstaklingur í FEB sem ekki vill láta nafns síns getið en sótti um íbúð í húsunum. Meira »

Enn brunalykt á skólasetningu

05:30 Nemendur í 2. og 3. bekk hefja nýtt skólaár við Seljaskóla einum degi síðar en samnemendur þeirra sökum þess að enn var brunalykt af húsgögnum í tveimur kennslustofum árganganna. Meira »

Fylgjast áfram vel með vatninu

05:30 Lögreglan ákvað síðdegis í gær að gera hlé á formlegri leit að belgíska ferðamanninum Björn Debecker. Hann er talinn hafa fallið í Þingvallavatn fyrir um 13 dögum. Meira »

Fjarveran gagnrýnd

05:30 „Hún hefði átt að nýta tækifærið, taka á móti honum og ræða brýn málefni á borð við loftslagsmál og öryggis- og varnarmál. En hún forgangsraðar auðvitað verkefnum sínum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Húsvísku sjóböðin á lista Time

Í gær, 23:35 Sjóböðin á Húsavík (GeoSea) hafa ratað á árlegan lista tímaritsins Time Magazine sem einn af 100 áhugaverðustu stöðum í heiminum til að heimsækja á árinu 2019. Meira »

Lýkur hringferðinni við Laugardalshöll

Í gær, 23:07 Ein­ar Hans­berg Árna­son lýkur á morgun 500.000 metra langri hringferð sinni um landið. Frá því síðasta föstudag hefur Einar stoppað í 36 sveit­ar­fé­lög­um og róið, skíðað eða hjólað í sér­stök­um þrek­tækj­um 13.000 metra á hverj­um stað, einn metra fyr­ir hvert barn sem brotið er á. Meira »

Bólusetning kæmi í veg fyrir krabbamein

Í gær, 22:50 Hægt yrði að koma í veg fyrir um 92% af krabbameinstilvikum af völdum HPV-veirunnar með bólusetningu. Talið er að um 34.800 slík tilvik hafi greinst á árunum 2012-2016, samkvæmt nýrri rannsókn. Meira »

Hleypur sitt 250. maraþon

Í gær, 21:30 Fáir komast með tærnar þar sem Bryndís Svavarsdóttir er með hælana þegar kemur að fjölda maraþonhlaupa. Á laugardaginn hyggst hún hlaupa sitt 250. maraþon. Þetta verður 23. Reykjavíkurmaraþon hennar í röð og 12. maraþonið á þessu ári sem hún hleypur. Meira »

Keyrsla á Söndru Rún

Í gær, 21:15 Kennsla á haustönn í Borgarholtsskóla byrjaði í vikubyrjun og Sandra Rún Ágústsdóttir heldur áfram í bílamálun og bifvélavirkjun þar sem frá var horfið í vor. Í sumar keyrði hún 18 hjóla trukk frá morgni til kvölds og hefur hug á að halda áfram á þeirri braut í vetur með náminu. Meira »

Hafa safnað 10% hærri upphæð en í fyrra

Í gær, 20:55 5.300 hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu í ár fyrir 190 góðgerðafélög og hafa aldrei verið fleiri. Áheitasöfnunin á hlaupastyrkur.is gengur mjög vel og er búið að safna 10% hærri upphæð nú en á sama tíma í fyrra. Reykjavíkurmaraþonið fer fram í 36. sinn í ár. Meira »

Útskýrðu starfsumhverfi lögreglu

Í gær, 20:40 „Við fórum yfir verklag á borgarhátíðum og útskýrðum okkar starfsumhverfi,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri LRH. Sigríður Björk mætti í dag á fund mann­rétt­indaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem verklag lög­reglu á hátíðum á veg­um borg­ar­inn­ar var til umræðu. Meira »

Stúdentar hætta að selja vatn

Í gær, 20:25 Tekin hefur verið ákvörðun um að hætta að selja vatn í plastflöskum í mötuneyti Félagsstofnunar stúdenta, Hámu. Sömuleiðis hefur úrval vegan-matar í Hámu tekið stakkaskiptum og standa nú tveir heitir vegan-réttir stúdentum til boða í hádeginu. Meira »

„Flæði af lyfseðilskyldum lyfjum“

Í gær, 19:56 „Það sem gerðist í fyrra var að við vorum allt í einu með þetta flæði af lyfseðilskyldum lyfjum sem krakkarnir voru allt í einu komin á fullt í,“ svarar Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður um fækkun leitarbeiðna vegna týndra barna og ungmenna. Meira »

Drengnum ekki vikið úr FÁ

Í gær, 19:10 „Honum hefur ekki verið vikið úr skólanum. Það er ekki rétt. Við megum ekki víkja nemendum úr skóla sem ekki eru orðnir 18 ára gamlir,“ segir skólameistari FÁ spurður um mál fatlaðs drengs sem greint var frá að hefði verið vikið úr sérdeild skólans eftir tveggja daga skólavist. Meira »

„Sókn og vörn íslenskunnar í fortíð, nútíð og framtíð“

Í gær, 18:48 „Við erum að efla rannsóknir á ritmenningu okkar sér í lagi frá miðöldum. Ég legg mikla áherslu á sókn og vörn íslenskunnar, í fortíð, nútíð og framtíð. Að kunna góð skil á bókmenntaarfinum hjálpar okkur að horfa til framtíðar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4 til leigu
Til leigu er 230 fermetra skrifstofurými í austurenda á 5. og efstu hæð Bolholts...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Útsala ! Kommóða og eldhússtólar...
Till sölu 3ja skúffu kommóða,ljós viðarlit. Lítur mjög vel út.. Verð kr 2000......
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...